laugardagur, maí 24, 2008
12 stig á 12 dögum
Jæja þá er erfiðri törn á skömmum tíma lokið með frábærri niðurstöðu.
Myndirnar tala sínu máli :
Valur - UMFA 1-0 (Dóra María Lárusdóttir)
Keflavík - Valur 1-9 (Fríða 2, Berry, Margrét, Helga, Vanja, Sif R, Pála, Rakel)
Valur - KR 2-1 (Margrét Lára, Dóra María)
Breiðablik - Valur 1-2 (Fríða, Katrín)
FRÁBÆR NIÐURSTAÐA og Valur í efsta sæti deildarinnar þegar deildin fer í smá pásu vegna landsleikja.
Næsti leikur er við Fylki 1.júlí.
Afmælisbarn Maímánaðar
Eftir mikla vinnu og heilabrot vefstjórans þá varð Garðars fyrir valinu en eins og alþjóð veit þá átti stúlkan afmæli 24. May en ómerkilega fólkið fékk víst fyrstu afmælisfréttina og svo prinsessan þá seinni
Til haimingju Anna G. (24.Maí - 20 ára )
Til haimingju Anna G. (24.Maí - 20 ára )
Afmælisbörnin
September er greinilega eitthvað vinsæll mánuður til getnaðar hjá foreldrum leikmanna m.fl.kvenna ... því það eiga 4 leikmenn afmæli í Maí :)
Afmælisbarn 1
Guðbjörg Gunnarsdóttir 18.maí (23 ára)
Afmælisbarn 2
Andrea Ýr Gústavsdóttir 29.maí (17 ára)
Afmælisbarn 3
Málfríður Erna Sigurðardóttir 30.maí (24 ára)
Afmælisbarn 4
Katrín Jónsdóttir 31.maí (19 ára)
Til hamingju með afmælin folks :)
Sex in the City
Sena bíður okkur í bíó í næstu viku á myndina svo vinsamlegast EKKI fara á myndina um helgina.... Geymum það og förum alle sammen :)
Markaskorurum liðsins fjölgar
3.umferð deildarinnar fór fram í gær og gerðum við gott mót þar með 1-7 sigri á Fjölni.
Leikurinn var ágætlega leikinn af okkar hálfu en þó mátti sjá smá "gras" brag á liðinu en við spiluðum loksins loksins á grasi í mótinu. Marktækifærin voru mörg og það voru markaskorararnir líka.
Margrét Lára 2, Fríða, Sif Rykær, Kristín Ýr, Katrín og Hallbera.
Liðið: Randi - Sif - Pála - Ásta - Vanja - Sif R (Dagný 78.mín) - Fríða (Kristín Ýr 65.mín) - Dóra - Katrín -Hallbera (Rakel 55.mín) - Margrét
Núna verður smá hlé á deildinni vegna landsleiks en Ísland mætir Serbíu kl. 15.00 á íslenskum í beinni útsendingu á RÚV.
Stelpur gerið okkur hin stolt þar :)
föstudagur, maí 23, 2008
Fjölnir - Valur í kvöld!!!
þriðjudagur, maí 20, 2008
Hin færeyska Randi Wardum fékk veislu!
Nýji færeyski markvörðurinn okkar, Randi Wardum sem mætt er á klakann fékk góðar kveðjur frá fyrrum liðsfélögum sínum í KÍ en þær héldu fyrir hana kveðjuveislu þar sem þessar skemmtilegu myndir voru teknar. Þær kunna greinilega að baka alvöru kökur eins og sjá má!
Velkomin í Val Randi, við verðum að bjóða KÍ á einhvern leik í sumar, það er klárt!
mánudagur, maí 19, 2008
Abragadabra 3-0 sigur
Þá er 2.umferð LD kvenna lokið og þar höfðum við góðan 3-0 sigur á HK/Vík.
Eins og í fyrstu umferðinni þá byrjuðum við af ógnarkrafti og uppskárum mark á fyrstu mínútu leiksins en þar var að verki Dóra María Lárusdóttir sem nýkomin er frá BNA með sólbrúnku á við Michael Jackson (fyrir aðgerðir). Frábært mark og yndisleg byrjun á leik. Eftir þessa góðu byrjun jafnaðist leikurinn aðeins og HK/Vík börðust vel úti á vellinum en uppskáru þó engin alvöru marktækifæri. Rétt fyrir leikhlé komst Dóra María ein inn fyrir en var brugðið innan teigs og dæmdi dómarinn umsvifalaust vítaspyrnu. Úr henni skoraði Margrét Lára örugglega og staðan því 2-0 í hléinu. Seinni hálfleikurinn var eign okkar allar 45 mínúturnar og litu fjölmörg færi dagsins ljós en þau voru bara því miður aðeins of illa nýtt. En "klettur ársins" 2007 tók þó af skarið fyrir liðsfélaga sína þegar hun gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark sitt með Val síðan ég veit ekki hvenær. Markið kom eftir hornspyrnu MLV9. Nú er bara spurning hvort flóðgáttir séu opnaðar hjá XOXO og mörkin komi í röðum ?? bíðum og sjáum - látum verkin tala.
En aldeilis góður sigur og 6 stig í höfn af jafn mörgum mögulegum.
Næsti leikur verður föstudaginn 23.maí gegn Fjölni í Grafarvoginum. MÆTA.
Eins og í fyrstu umferðinni þá byrjuðum við af ógnarkrafti og uppskárum mark á fyrstu mínútu leiksins en þar var að verki Dóra María Lárusdóttir sem nýkomin er frá BNA með sólbrúnku á við Michael Jackson (fyrir aðgerðir). Frábært mark og yndisleg byrjun á leik. Eftir þessa góðu byrjun jafnaðist leikurinn aðeins og HK/Vík börðust vel úti á vellinum en uppskáru þó engin alvöru marktækifæri. Rétt fyrir leikhlé komst Dóra María ein inn fyrir en var brugðið innan teigs og dæmdi dómarinn umsvifalaust vítaspyrnu. Úr henni skoraði Margrét Lára örugglega og staðan því 2-0 í hléinu. Seinni hálfleikurinn var eign okkar allar 45 mínúturnar og litu fjölmörg færi dagsins ljós en þau voru bara því miður aðeins of illa nýtt. En "klettur ársins" 2007 tók þó af skarið fyrir liðsfélaga sína þegar hun gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark sitt með Val síðan ég veit ekki hvenær. Markið kom eftir hornspyrnu MLV9. Nú er bara spurning hvort flóðgáttir séu opnaðar hjá XOXO og mörkin komi í röðum ?? bíðum og sjáum - látum verkin tala.
En aldeilis góður sigur og 6 stig í höfn af jafn mörgum mögulegum.
Liðið: Ása - Helga (Rakel 55.mín) - Fríða - Pála - Vanja (Dagný 55.mín) - Sif (Andrea 70.mín) - Katrín - Sif.R - Dóra María - Hallbera - Margrét
Næsti leikur verður föstudaginn 23.maí gegn Fjölni í Grafarvoginum. MÆTA.
fimmtudagur, maí 15, 2008
SIGUR!!
Margblessuð.
Eins og frægt er orðið þá unnum við fyrsta leik okkar í íslandsmótinu sannfærandi 5-1.
Það var hershöfðinginn Katrín Jónsdóttir sem skoraði fyrsta mark leiksins og jafnframt sumarsins, það var vinstri "snudda" niður í fjær hornið eftir klafs í teignum. Hún var ekki hætt því nokkrum mínútum síðan skallaði drottninginn boltann í netið eftir hornspyrnu. 2-0
Þá var komið að þætti Margrétar Láru og hún bætti við tveimur góðum mörkum áður en dómarinn flautaði til hálfleiks.
Frissi fríski setti svo punktinn yfir i-ið með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu frá Marco.
Þórskonur náðu svo að setja eitt mark í lokin þegar þær fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem þær nýttu vel.
Góður sigur sem við tökum með okkur inn í næsta leik sem er við HK/Víking á sunnudaginn.
Stefnt er á að spila þann leik í Egilshöllinni en VONANDI verður hægt að spila á grasi. Gengur ekki að spila inni þegar sumarið er komið ;) wink wink
Eins og frægt er orðið þá unnum við fyrsta leik okkar í íslandsmótinu sannfærandi 5-1.
Það var hershöfðinginn Katrín Jónsdóttir sem skoraði fyrsta mark leiksins og jafnframt sumarsins, það var vinstri "snudda" niður í fjær hornið eftir klafs í teignum. Hún var ekki hætt því nokkrum mínútum síðan skallaði drottninginn boltann í netið eftir hornspyrnu. 2-0
Þá var komið að þætti Margrétar Láru og hún bætti við tveimur góðum mörkum áður en dómarinn flautaði til hálfleiks.
Frissi fríski setti svo punktinn yfir i-ið með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu frá Marco.
Þórskonur náðu svo að setja eitt mark í lokin þegar þær fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem þær nýttu vel.
Góður sigur sem við tökum með okkur inn í næsta leik sem er við HK/Víking á sunnudaginn.
Stefnt er á að spila þann leik í Egilshöllinni en VONANDI verður hægt að spila á grasi. Gengur ekki að spila inni þegar sumarið er komið ;) wink wink
sunnudagur, maí 11, 2008
Íslandsmótið hefst á morgun!!! Valur-Þór/KA
Fyrsti leikur okkar á Íslandsmótinu er á morgun þegar við tökum á móti Þór/KA í Egilshöll! Leikurinn byrjar kl. 17.00 og hvetjum við ALLA til að mæta á svæðið og styðja okkur til sigurs!
ÁFRAM VALUR!!!!
(Það er ekki afsökun að kvarta undan veðri því leikurinn verður víst innandyra)
laugardagur, maí 03, 2008
ÁRSMIÐAR!!!
Erum að selja ársmiða sem gilda bæði á kvenna og karlaleikina. Kortið kostar 16000 þús Kr og veitir aðgang að kaffi og bakkelsi í hálfleik.
þeir sem hafa áhuga hafi samband við Önnu Garðars...eða öðru nafni ANNIE G!..í síma 867 6634
Kooooma svoooo!
PEACE!