mánudagur, maí 19, 2008
Abragadabra 3-0 sigur
Þá er 2.umferð LD kvenna lokið og þar höfðum við góðan 3-0 sigur á HK/Vík.
Eins og í fyrstu umferðinni þá byrjuðum við af ógnarkrafti og uppskárum mark á fyrstu mínútu leiksins en þar var að verki Dóra María Lárusdóttir sem nýkomin er frá BNA með sólbrúnku á við Michael Jackson (fyrir aðgerðir). Frábært mark og yndisleg byrjun á leik. Eftir þessa góðu byrjun jafnaðist leikurinn aðeins og HK/Vík börðust vel úti á vellinum en uppskáru þó engin alvöru marktækifæri. Rétt fyrir leikhlé komst Dóra María ein inn fyrir en var brugðið innan teigs og dæmdi dómarinn umsvifalaust vítaspyrnu. Úr henni skoraði Margrét Lára örugglega og staðan því 2-0 í hléinu. Seinni hálfleikurinn var eign okkar allar 45 mínúturnar og litu fjölmörg færi dagsins ljós en þau voru bara því miður aðeins of illa nýtt. En "klettur ársins" 2007 tók þó af skarið fyrir liðsfélaga sína þegar hun gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark sitt með Val síðan ég veit ekki hvenær. Markið kom eftir hornspyrnu MLV9. Nú er bara spurning hvort flóðgáttir séu opnaðar hjá XOXO og mörkin komi í röðum ?? bíðum og sjáum - látum verkin tala.
En aldeilis góður sigur og 6 stig í höfn af jafn mörgum mögulegum.
Næsti leikur verður föstudaginn 23.maí gegn Fjölni í Grafarvoginum. MÆTA.
Eins og í fyrstu umferðinni þá byrjuðum við af ógnarkrafti og uppskárum mark á fyrstu mínútu leiksins en þar var að verki Dóra María Lárusdóttir sem nýkomin er frá BNA með sólbrúnku á við Michael Jackson (fyrir aðgerðir). Frábært mark og yndisleg byrjun á leik. Eftir þessa góðu byrjun jafnaðist leikurinn aðeins og HK/Vík börðust vel úti á vellinum en uppskáru þó engin alvöru marktækifæri. Rétt fyrir leikhlé komst Dóra María ein inn fyrir en var brugðið innan teigs og dæmdi dómarinn umsvifalaust vítaspyrnu. Úr henni skoraði Margrét Lára örugglega og staðan því 2-0 í hléinu. Seinni hálfleikurinn var eign okkar allar 45 mínúturnar og litu fjölmörg færi dagsins ljós en þau voru bara því miður aðeins of illa nýtt. En "klettur ársins" 2007 tók þó af skarið fyrir liðsfélaga sína þegar hun gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark sitt með Val síðan ég veit ekki hvenær. Markið kom eftir hornspyrnu MLV9. Nú er bara spurning hvort flóðgáttir séu opnaðar hjá XOXO og mörkin komi í röðum ?? bíðum og sjáum - látum verkin tala.
En aldeilis góður sigur og 6 stig í höfn af jafn mörgum mögulegum.
Liðið: Ása - Helga (Rakel 55.mín) - Fríða - Pála - Vanja (Dagný 55.mín) - Sif (Andrea 70.mín) - Katrín - Sif.R - Dóra María - Hallbera - Margrét
Næsti leikur verður föstudaginn 23.maí gegn Fjölni í Grafarvoginum. MÆTA.
Comments:
Skrifa ummæli