sunnudagur, maí 29, 2005
Hörkuleikur á þriðjudag
Á þriðjudag mætum við til 3.leiks á Íslandsmótinu, andstæðingarnir að þessu sinni verða Keflavík. Þrátt fyrir að Keflavík sé kannski ekki þekktasta kvennaveldi Íslands í boltanum þá er greinilega mikill uppgangur suður með sjó. Keflavík hefur fest kaup á nokkrum leikmönnum til að styrkja liðið og það hefur greinilega gengið vel upp því þær eru með 3 stig og voru sannarlega óheppnar að næla ekki í stig í Kópavogi í 2.umferð.
Svo við í Austurbæjarveldinu Val erum á fullu að undirbúa okkur undir hörkuleik og lofum að ef einn eða tveir skildu kannski kíkja með okkur á völlinn til stuðnings þá lofum við baráttuleik.
Við stefnum að sjálfsögðu á 3 stig og okkur hlakkar mikið til að spila enda gleðin allsráðandi þessa stundina AÐ Hlíðarenda :)
Over and out
Svo við í Austurbæjarveldinu Val erum á fullu að undirbúa okkur undir hörkuleik og lofum að ef einn eða tveir skildu kannski kíkja með okkur á völlinn til stuðnings þá lofum við baráttuleik.
Við stefnum að sjálfsögðu á 3 stig og okkur hlakkar mikið til að spila enda gleðin allsráðandi þessa stundina AÐ Hlíðarenda :)
Over and out
sunnudagur, maí 22, 2005
Komnar úr fallsæti :)
------ sjónarhorn markmannsins -------
Í gær spiluðum við á móti Stjörnunni í miklum kulda og roki og ég er ekki frá því að nokkur snjókorn hafi fallið í leiðinni...
Við vorum staðráðnar í að fá þrjú stig í þessum leik eftir slæma byrjun í mótinu og koma okkur nú uppúr 7.sætinu..
Fyrsta markið kom eftir að Laubba Jó tók fasta aukaspyrnu og boltinn endaði hjá Rakel Loga sem kláraði færið vel af stuttu færi. Annað markið var eign Dóru Maríu sem brunaði upp hægri kantinn og var tækluð (frekar óskynsamlegt brot en jæja..) og fékk vítaspyrnu og skoraði sjálf örugglega. Staðan var 2-0 í hálfleik og við spiluðum með vindi í fyrri hálfleik og ótrúlegt en satt þá virðumst við alltaf spila betur á móti vindi og það kom á daginn.. Þriðja markið kom síðan eftir hreint magnaða sendingu frá Pálu og Dóra María kláraði færið með stæl, stakk sér fram hjá Söndru stjörnumarkmanni og renndi síðan boltann í tómt markið. Margrét Lára opnaði síðan sinn markareikning á Íslandsmótinu í sumar og vann boltann sólaði tvær og sett’ann í fjær...staðan var orðin 4-0. Nína skoraði síðan næstu 2 mörk, það fyrra eftir fyrirgjöf frá hægri og smá klafs í teignum og Nína náði að skalla boltann í netið, seinna markið, var það glæsilegasta í leiknum að mínu mati, vörnin vann boltann og kom honum á Dóru Maríu sem spændi upp kanntinn og kom með magnaða sendingu yfir á Nínu sem var alein og lagði boltann í hornið. Síðasta markið skoraði síðan Rut eftir að hún komst ein inn fyrir vinstra megin, lék á Söndru og renndi boltanum í markið. Mjög góður liðs-sigur og erfitt að velja einhvern einn sem stóð sig best, vörnin var hreint frábær að mínu mati og þær gáfu aldrei færi á sér. Íris og Pála voru mjög góðar, Pála lagði m.a upp mark og átti fullt af hættulegum stungum. Laufey og Dóra áttu alveg miðjuna en maður leiksins að mínu mati var Dóra María sem spilaði frábærlega, skoraði tvö mörk og lagði upp fjölmörg færi og mörk. Leiðinlegur atburður átti sér stað seint í fyrri hálfleik, Fríða fékk högg á nefið og var flutt uppá slysó og kom í ljós að hún er nefbrotin :( meira um það síðar..Ásta Árna var síðan í leikbanni eftir hið fræga rauða spjald á móti breiðablik í 1.umferð..en eins og maður segir..maður kemur í manns stað:) og já Lilja Kjalars er formlega orðin Valsari og hún byrjaði á því að vinna fyrrum liðsfélaga sína 7-0....
Síðan vil ég þakka þeim stuðningsmönnum sem mættu á leikinn þrátt fyrir kulda og þá sérstaklega trömmurunum sem láta alltaf vel í sér heyra:)
Until next..ble
Í gær spiluðum við á móti Stjörnunni í miklum kulda og roki og ég er ekki frá því að nokkur snjókorn hafi fallið í leiðinni...
Við vorum staðráðnar í að fá þrjú stig í þessum leik eftir slæma byrjun í mótinu og koma okkur nú uppúr 7.sætinu..
Fyrsta markið kom eftir að Laubba Jó tók fasta aukaspyrnu og boltinn endaði hjá Rakel Loga sem kláraði færið vel af stuttu færi. Annað markið var eign Dóru Maríu sem brunaði upp hægri kantinn og var tækluð (frekar óskynsamlegt brot en jæja..) og fékk vítaspyrnu og skoraði sjálf örugglega. Staðan var 2-0 í hálfleik og við spiluðum með vindi í fyrri hálfleik og ótrúlegt en satt þá virðumst við alltaf spila betur á móti vindi og það kom á daginn.. Þriðja markið kom síðan eftir hreint magnaða sendingu frá Pálu og Dóra María kláraði færið með stæl, stakk sér fram hjá Söndru stjörnumarkmanni og renndi síðan boltann í tómt markið. Margrét Lára opnaði síðan sinn markareikning á Íslandsmótinu í sumar og vann boltann sólaði tvær og sett’ann í fjær...staðan var orðin 4-0. Nína skoraði síðan næstu 2 mörk, það fyrra eftir fyrirgjöf frá hægri og smá klafs í teignum og Nína náði að skalla boltann í netið, seinna markið, var það glæsilegasta í leiknum að mínu mati, vörnin vann boltann og kom honum á Dóru Maríu sem spændi upp kanntinn og kom með magnaða sendingu yfir á Nínu sem var alein og lagði boltann í hornið. Síðasta markið skoraði síðan Rut eftir að hún komst ein inn fyrir vinstra megin, lék á Söndru og renndi boltanum í markið. Mjög góður liðs-sigur og erfitt að velja einhvern einn sem stóð sig best, vörnin var hreint frábær að mínu mati og þær gáfu aldrei færi á sér. Íris og Pála voru mjög góðar, Pála lagði m.a upp mark og átti fullt af hættulegum stungum. Laufey og Dóra áttu alveg miðjuna en maður leiksins að mínu mati var Dóra María sem spilaði frábærlega, skoraði tvö mörk og lagði upp fjölmörg færi og mörk. Leiðinlegur atburður átti sér stað seint í fyrri hálfleik, Fríða fékk högg á nefið og var flutt uppá slysó og kom í ljós að hún er nefbrotin :( meira um það síðar..Ásta Árna var síðan í leikbanni eftir hið fræga rauða spjald á móti breiðablik í 1.umferð..en eins og maður segir..maður kemur í manns stað:) og já Lilja Kjalars er formlega orðin Valsari og hún byrjaði á því að vinna fyrrum liðsfélaga sína 7-0....
Síðan vil ég þakka þeim stuðningsmönnum sem mættu á leikinn þrátt fyrir kulda og þá sérstaklega trömmurunum sem láta alltaf vel í sér heyra:)
Until next..ble
föstudagur, maí 20, 2005
Valur v.s Stjarnarn kl 2
já goðir gestir, á morgunn (laugard) spilum við i valsstelpurnar (7sæti) við Stjornuna (5sæti) og vill eg bara hvetja sem flesta til að mæta a svæðið....með trommurnar og lúðrana takk fyrir!!! ....enda er ekkert annað skemmtilgra að gera á þessum blessaða laugardegi. Þetta verður án efa skemtilegur og erfiður leikur . stjarnan spilaði nu siðast við KR liðið þar sem þær veittu þeim verðuga motspyrnu...það getur þvi allt gerst i þessum leik. en við i val ætlum að bretta upp ermarnar, maka sma classic yellow a likamann og komum svo einbeittar til leiks.
sem sagt leikurinn byrjar kl 14:00 á valsvellinum....
sé jú there!!!
sem sagt leikurinn byrjar kl 14:00 á valsvellinum....
sé jú there!!!
miðvikudagur, maí 18, 2005
Tap í fyrsta leik
Fyrsta leik í Íslandsmótinu er lokið með slæmu tapi fyrir Breiðablik 4-1. Ásta fékk að líta rauða spjaldið á 27.mín og í kjölfarið var dæmd vítaspyrna sem við getum ekki sagt við höfum verið sátt við. Einum færri börðumst við grimmilega og áttum allt spil á vellinum en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðum við ekki að setja mark. Undir lokin skoruðu þær svo fjórða markið upp úr skyndisókn. Það vita allir að þetta var sárt tap en líklega það sem við þurftum eftir litla mótspyrnu í leikjum vetrarins .... Leikurinn kveikti í okkur neista sem erfitt verður að slökkva í framhaldinu.
Liðið : Gugga - Ásta (rautt á 27.mín), Pála, Íris, Laufey Jóh, Fríða (Rakel 65 mín), Dóra María, Dóra, Laufey Ó, Nína (Vilborg 75.mín), Margrét.
Mark : Dóra María 35.mín.
Liðið : Gugga - Ásta (rautt á 27.mín), Pála, Íris, Laufey Jóh, Fríða (Rakel 65 mín), Dóra María, Dóra, Laufey Ó, Nína (Vilborg 75.mín), Margrét.
Mark : Dóra María 35.mín.
þriðjudagur, maí 17, 2005
Fyrsti leikurinn í kvöld
jæja þá er víst komið að því...... fyrsti leikur sumarsins í kvöld gegn Breiðablik á Kópavogsvelli.. :)
Búast má við hörkuleik enda 2 af sterkustu liðum landsins til margra ára að mætast.
Blikar hafa styrkt sig töluvert fyrir átökin og það verður gaman að sjá hvernig þær koma undan vetri.
Við náum að tefla fram okkar sterkasta hóp fyrir utan það að Kristín Ýr er enn frá vegna meiðsla og Lilja Kjalars hefur ekki fengið félagsskipti frá Stjörnunni.
Sjáumst á vellinum kl. 20.00
Búast má við hörkuleik enda 2 af sterkustu liðum landsins til margra ára að mætast.
Blikar hafa styrkt sig töluvert fyrir átökin og það verður gaman að sjá hvernig þær koma undan vetri.
Við náum að tefla fram okkar sterkasta hóp fyrir utan það að Kristín Ýr er enn frá vegna meiðsla og Lilja Kjalars hefur ekki fengið félagsskipti frá Stjörnunni.
Sjáumst á vellinum kl. 20.00
miðvikudagur, maí 11, 2005
Meistarar meistaranna !!!!
já það má nú með sanni segja að þetta hafi verið leikur Kattarins af músinni. Það tók okkur nú smástund að ná upp spilinu en í siðari hálfleik small þetta saman og urðu loka urslitinn á moti IBV 10-0 okkur i hag. Mörkin fyrir okkur skoruðu Margrét Lára (2), Nína (4), Dóra María , Laufey Jó, Fríða og svarta perlan eitt hvor. glæsilegt girls!
svo ætla eg bara að minna á leikinn á þriðjudaginn (næsta) sem verður á blikavellinum...á moti breiðabliki að sjalfsögðu.....allir að mæta með lúðra og trommur takk fyrir!!:)
sé jú there!!
svo ætla eg bara að minna á leikinn á þriðjudaginn (næsta) sem verður á blikavellinum...á moti breiðabliki að sjalfsögðu.....allir að mæta með lúðra og trommur takk fyrir!!:)
sé jú there!!
mánudagur, maí 09, 2005
Íslandsmeistaratitill að mati hinna liðanna
Í dag var spáin fyrir landsbankadeild karla og kvenna ..... og okkur var spáð Íslandsmeistaratitli og það reyndar með miklum yfirburðum. Alltaf ánægulegt að sjá okkur í efsta sæti en ekki má gleyma því að spáin rætist oft ekki og hafa þarf fyrir að spila mótið þrátt fyrir góða spá.
Gaman verður að sjá andstæðinga okkar þegar liðin eru orðin fullmönnuð og vonandi verður þetta spennandi mót :)
Þess má geta að karlaliði Vals var síðan spáð 3.sæti en liðinu hefur ekki verið spáð svo háu sæti síðan einhverntímann á síðustu öld.
Greinilegt að sumarið verður pressusumar og gaman gaman :)
Gaman verður að sjá andstæðinga okkar þegar liðin eru orðin fullmönnuð og vonandi verður þetta spennandi mót :)
Þess má geta að karlaliði Vals var síðan spáð 3.sæti en liðinu hefur ekki verið spáð svo háu sæti síðan einhverntímann á síðustu öld.
Greinilegt að sumarið verður pressusumar og gaman gaman :)
sunnudagur, maí 08, 2005
Allt að gerast.....
Í dag sunnudaginn 8.maí lenti svarta perlan on the land og verður því mætt spræk á æfingu á mánudag... velkomin heim rúsínurassgat :) alltaf gaman að fá þig heim til að taka löng innköst, röfla yfir lögunum inni í klefa fyrir leiki og að sjálfsögðu til að lífga upp á líf fjölskyldunnar :)
OG..... Kristín Ýr rappari, verslunarstjóri og stormsenter er komin í skóna og farin að sparka eftir margra mánaða pásu vegna meiðsla.... mikið mikið gott og þ.a.l. eru allir komnir á skrið nema Jóhanna sem heldur áfram að passa kríli in the states :)
over and out
OG..... Kristín Ýr rappari, verslunarstjóri og stormsenter er komin í skóna og farin að sparka eftir margra mánaða pásu vegna meiðsla.... mikið mikið gott og þ.a.l. eru allir komnir á skrið nema Jóhanna sem heldur áfram að passa kríli in the states :)
over and out
DeildarbikarCHAMPAR
Á föstudag unnum deildarbikarmeistaratitilinn sem okkur vantaði í safnið eftir að hafa klikkað í úrslitum í fyrra gegn ÍBV. Við höfðum því hungur til að vinna bikarinn í herbúðum okkar
Andstæðingarnir voru KR ekki í fyrsta skiptið í vetur og sigurinn nokkuð öruggur 6-1.
Pála og Margrét Lára voru í hóp eftir nokkra fjarveru vegna meiðsla og Pála náði nokkrum mínútum í nýrri stöðu (senter) sem virtist alls ekki henta henni ;) Margrét kom ekki við sögu og mætir væntanlega spræk til leiks á þriðjudag gegn ÍBV í meistarakeppninni sem BTW verður spilaður í EGILZ kl. nítjánhundruð.
Liðið: Gugga - Laufey Jóh - Íris (Pála 86 mín) - Ásta - Fríða - Dóra - Laufey Ó - Dóra María - Rut (Rúna 75 mín) - Nína - Elín (Guðrún 75 mín).
Mörkin: Nína 3, Laufey Ó, Dóra María and Fríða
Andstæðingarnir voru KR ekki í fyrsta skiptið í vetur og sigurinn nokkuð öruggur 6-1.
Pála og Margrét Lára voru í hóp eftir nokkra fjarveru vegna meiðsla og Pála náði nokkrum mínútum í nýrri stöðu (senter) sem virtist alls ekki henta henni ;) Margrét kom ekki við sögu og mætir væntanlega spræk til leiks á þriðjudag gegn ÍBV í meistarakeppninni sem BTW verður spilaður í EGILZ kl. nítjánhundruð.
Liðið: Gugga - Laufey Jóh - Íris (Pála 86 mín) - Ásta - Fríða - Dóra - Laufey Ó - Dóra María - Rut (Rúna 75 mín) - Nína - Elín (Guðrún 75 mín).
Mörkin: Nína 3, Laufey Ó, Dóra María and Fríða
sunnudagur, maí 01, 2005
Stórsigur í dag ÍBV - Valur 1 - 8
Þá eru undanúrslitin í deildarbikarnum að baki og við áfram eftir stórsigur á ÍBV í góðu gluggaveðri á Stjörnuvellinum. Fyrri hálfleikur var bara í hreinskilni frekar leiðinilegur á að horfa og staðan í hálfleik 0-1 fyrir okkur þrátt fyrir 2-3 góð færi sem við fórum illa með þar fyrir utan. Seinni hálfleikur var ekki lengi að gleðja augað en þá skoraði Nína eftir aðeins 8 sek þrátt fyrir að ÍBV hafi byrjað með boltann. Í kjölfarið fylgdi góð súpa af mörkum og útkoman 7 marka sigur og úrslitaleikur næsta föstudag á Stjörnuvelli gegn röndótta liðinu in west town of Rvk.
Pála Marie og Margrét Lára voru fjarri góðu gam.. vegna meiðsla.
Liðið í dag: Gugga - Laufey Jóh - Íris - Ásta (Rúna 78 mín) - Fríða - Dóra María - Dóra - Laufey Ó - Elín (Rut 65 mín) - Nína - Guðrún (Guðný 55.mín).
Ásta þurfti að yfirgefa völlin vegna meiðsla sem ekki er vitað hversu alvarleg eru.
Mörk: Nína 3, Dóra S 2, Laufey Jóh, Guðný og laufey Ó
Þess má geta að Guðný skoraði þarna sitt fyrsta mark fyrir Val.
Pála Marie og Margrét Lára voru fjarri góðu gam.. vegna meiðsla.
Liðið í dag: Gugga - Laufey Jóh - Íris - Ásta (Rúna 78 mín) - Fríða - Dóra María - Dóra - Laufey Ó - Elín (Rut 65 mín) - Nína - Guðrún (Guðný 55.mín).
Ásta þurfti að yfirgefa völlin vegna meiðsla sem ekki er vitað hversu alvarleg eru.
Mörk: Nína 3, Dóra S 2, Laufey Jóh, Guðný og laufey Ó
Þess má geta að Guðný skoraði þarna sitt fyrsta mark fyrir Val.