<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, maí 22, 2005

Komnar úr fallsæti :) 

------ sjónarhorn markmannsins -------
Í gær spiluðum við á móti Stjörnunni í miklum kulda og roki og ég er ekki frá því að nokkur snjókorn hafi fallið í leiðinni...
Við vorum staðráðnar í að fá þrjú stig í þessum leik eftir slæma byrjun í mótinu og koma okkur nú uppúr 7.sætinu..
Fyrsta markið kom eftir að Laubba Jó tók fasta aukaspyrnu og boltinn endaði hjá Rakel Loga sem kláraði færið vel af stuttu færi. Annað markið var eign Dóru Maríu sem brunaði upp hægri kantinn og var tækluð (frekar óskynsamlegt brot en jæja..) og fékk vítaspyrnu og skoraði sjálf örugglega. Staðan var 2-0 í hálfleik og við spiluðum með vindi í fyrri hálfleik og ótrúlegt en satt þá virðumst við alltaf spila betur á móti vindi og það kom á daginn.. Þriðja markið kom síðan eftir hreint magnaða sendingu frá Pálu og Dóra María kláraði færið með stæl, stakk sér fram hjá Söndru stjörnumarkmanni og renndi síðan boltann í tómt markið. Margrét Lára opnaði síðan sinn markareikning á Íslandsmótinu í sumar og vann boltann sólaði tvær og sett’ann í fjær...staðan var orðin 4-0. Nína skoraði síðan næstu 2 mörk, það fyrra eftir fyrirgjöf frá hægri og smá klafs í teignum og Nína náði að skalla boltann í netið, seinna markið, var það glæsilegasta í leiknum að mínu mati, vörnin vann boltann og kom honum á Dóru Maríu sem spændi upp kanntinn og kom með magnaða sendingu yfir á Nínu sem var alein og lagði boltann í hornið. Síðasta markið skoraði síðan Rut eftir að hún komst ein inn fyrir vinstra megin, lék á Söndru og renndi boltanum í markið. Mjög góður liðs-sigur og erfitt að velja einhvern einn sem stóð sig best, vörnin var hreint frábær að mínu mati og þær gáfu aldrei færi á sér. Íris og Pála voru mjög góðar, Pála lagði m.a upp mark og átti fullt af hættulegum stungum. Laufey og Dóra áttu alveg miðjuna en maður leiksins að mínu mati var Dóra María sem spilaði frábærlega, skoraði tvö mörk og lagði upp fjölmörg færi og mörk. Leiðinlegur atburður átti sér stað seint í fyrri hálfleik, Fríða fékk högg á nefið og var flutt uppá slysó og kom í ljós að hún er nefbrotin :( meira um það síðar..Ásta Árna var síðan í leikbanni eftir hið fræga rauða spjald á móti breiðablik í 1.umferð..en eins og maður segir..maður kemur í manns stað:) og já Lilja Kjalars er formlega orðin Valsari og hún byrjaði á því að vinna fyrrum liðsfélaga sína 7-0....
Síðan vil ég þakka þeim stuðningsmönnum sem mættu á leikinn þrátt fyrir kulda og þá sérstaklega trömmurunum sem láta alltaf vel í sér heyra:)
Until next..ble

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow