miðvikudagur, maí 18, 2005
Tap í fyrsta leik
Fyrsta leik í Íslandsmótinu er lokið með slæmu tapi fyrir Breiðablik 4-1. Ásta fékk að líta rauða spjaldið á 27.mín og í kjölfarið var dæmd vítaspyrna sem við getum ekki sagt við höfum verið sátt við. Einum færri börðumst við grimmilega og áttum allt spil á vellinum en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðum við ekki að setja mark. Undir lokin skoruðu þær svo fjórða markið upp úr skyndisókn. Það vita allir að þetta var sárt tap en líklega það sem við þurftum eftir litla mótspyrnu í leikjum vetrarins .... Leikurinn kveikti í okkur neista sem erfitt verður að slökkva í framhaldinu.
Liðið : Gugga - Ásta (rautt á 27.mín), Pála, Íris, Laufey Jóh, Fríða (Rakel 65 mín), Dóra María, Dóra, Laufey Ó, Nína (Vilborg 75.mín), Margrét.
Mark : Dóra María 35.mín.
Liðið : Gugga - Ásta (rautt á 27.mín), Pála, Íris, Laufey Jóh, Fríða (Rakel 65 mín), Dóra María, Dóra, Laufey Ó, Nína (Vilborg 75.mín), Margrét.
Mark : Dóra María 35.mín.
Comments:
Skrifa ummæli