laugardagur, apríl 23, 2005
5 Toppráð fyrir endingargóðri og flottri gulu.....
1. Maka þykkri slummu í andlitið og fara ALDREI í ljós..(krabbameinsvaldandi hef ég heyrt)
2. Fyrir hvern leik skal ein túpa kanebo honey glow makað á læri og kálfa, og muna að maka mikið! Ef það kæmi nú rigning eða eitthvað þá má gulan ekki renna af...
3. Til að gulan náist sem best er gott að vera mjög illa leikin af albinóaveikinni og vera sem hvítastur þegar henni er makað í andlitið..þá er munurinn mestur...hér mæli ég helst með clinicue froðunni...
4. Ekki gleyma framhandlegg...Gulan á ekki að sjást aðeins á andliti og leggjum...hendurnar verða að vera með...(Hvað ef þessi einkaþjálfari í hreyfingu væri nú að fylgjast með?? Ég bara spyr sko?)
5. Ef allt klikkar þá er Brúnkuklefi Hafnarfjarðar place to be kæru vinir..
2. Fyrir hvern leik skal ein túpa kanebo honey glow makað á læri og kálfa, og muna að maka mikið! Ef það kæmi nú rigning eða eitthvað þá má gulan ekki renna af...
3. Til að gulan náist sem best er gott að vera mjög illa leikin af albinóaveikinni og vera sem hvítastur þegar henni er makað í andlitið..þá er munurinn mestur...hér mæli ég helst með clinicue froðunni...
4. Ekki gleyma framhandlegg...Gulan á ekki að sjást aðeins á andliti og leggjum...hendurnar verða að vera með...(Hvað ef þessi einkaþjálfari í hreyfingu væri nú að fylgjast með?? Ég bara spyr sko?)
5. Ef allt klikkar þá er Brúnkuklefi Hafnarfjarðar place to be kæru vinir..
föstudagur, apríl 22, 2005
Nýr leikmaður in the group
Í vikunni fengum við góðan lisstyrk þegar Guðný B. Óðinsdóttir skrifaði undir félagsskipti til okkar frá Aftureldingu. Guðný er 16 ára unglingalandsliðs leikmaður og án efa ein af efnilegustu leikmönnum landsins. Guðný spilaði sinn fyrsta leik fyrir Val þegar hún kom inn á móti FH Í gær.
Velkomin í gula liðið Guðný :)
Velkomin í gula liðið Guðný :)
Valur - FH 5 - 0
Þá er riðlakeppninni lokið í deildarbikarnum og unnum við síðasta leik okkar 5-0. Leikurinn var nú frekar bragðdaufur en við vorum engu að síður miklu betri aðilinn í leiknum. Staðan í hálfleik var 2-0. 3 mörk droppuðu inn í seinni hálfleik og er vert að nefna að Ásta Árna setti eitt og fagnaði með vel æfðu fimleikatriði sem setti skemmtilegan svip á leikinn. Leikurinn skipti ekki miklu máli upp á sæti í úrslitum við höfðum fyrir leikinn unnið riðilinn og mætu væntanlega KR í undanúrslitum keppninnar 1.maí.
Liðið: Stella - Fríða (Rúna 60 mín) - Regína (Íris 60 mín) - Pála (80 mín enginn replacer) - Laufey Jóh - Dóra - Laufey Ó - Rut (Ásta 60 mín) - Elín - Nína (Guðný 60 mín) - Vilborg (Guðrún 60 mín).
Mörk: Nína (eða sjálfsmark) , Laufey Ó, Dóra, Ásta og Viborg.
Gugga og Dóra María fengu frí frá leiknum vegna prófa og Margrét Lára missti af leiknum vegna meiðsla.
Já og auðvitað GLEÐILEGT SUMAR KÆRU heimsækjendur þessarar síðu :)
Liðið: Stella - Fríða (Rúna 60 mín) - Regína (Íris 60 mín) - Pála (80 mín enginn replacer) - Laufey Jóh - Dóra - Laufey Ó - Rut (Ásta 60 mín) - Elín - Nína (Guðný 60 mín) - Vilborg (Guðrún 60 mín).
Mörk: Nína (eða sjálfsmark) , Laufey Ó, Dóra, Ásta og Viborg.
Gugga og Dóra María fengu frí frá leiknum vegna prófa og Margrét Lára missti af leiknum vegna meiðsla.
Já og auðvitað GLEÐILEGT SUMAR KÆRU heimsækjendur þessarar síðu :)
miðvikudagur, apríl 20, 2005
Breiðablik - Valur 1 - 2
Það eru víst margir búnir að kvarta yfir því að engar fréttir af leiknum séu komnar inn á síðuna okkar. Sérstaklega útlendingarnir vestkur frá :)
En við unnum semsagt Breiðablik 2 -1 í deildarbikarnum á sunnudagskvöld. Leikurinn var í meira lagi kaflaskiptur ..... Við byrjuðum leikinn ágætlega og sköpuðum okkur færi til að komast yfir en fórum illa með þau. Blikarnir beittu okkur hröðum skyndisóknum og fóru einnig illa með sín færi. Um miðjan seinni hálfleik skoraði Breiðablik svo mark og komst yfir í leiknum og tóku upp frá því leikinn í sínar hendur þangað til á síðustu mínútu hálfleiksins að Gugga lagði upp færi fyrir Dóru Maríu sem hún nýtti vel og jafnaði þar með leikinn 1-1 fyrir hlé. Seinni hálfleikur jafn til byrja með en við gáfum síðan í þegar leið á leikinn og tókum völd á vellinum og uppskárum sigurmarkið sem Dóra María skoraði EFTIR FRÁBÆRA SENDINGU FRÁ PÁLU MARIE líklega sending leiksins :) :) :) :) :) . Við fengum mörg góð færi til að auka forustuna á meðan Breiðablik hefði getað lætt inn marki gegn gangi leiksins vegna klaufaskaps okkar.
Góður sigur í hörkuleik :)
Liðið: Gugga - Ásta - Íris (Regína 70 mín) - Pála - Fríða - Dóra María - Laufey Jóh (Dóra 40 mín) - Laufey Ó - Elín (Rut 40 mín) - Nína (Vilborg 80 mín)- Margrét
Mörk: Dóra María 2
En við unnum semsagt Breiðablik 2 -1 í deildarbikarnum á sunnudagskvöld. Leikurinn var í meira lagi kaflaskiptur ..... Við byrjuðum leikinn ágætlega og sköpuðum okkur færi til að komast yfir en fórum illa með þau. Blikarnir beittu okkur hröðum skyndisóknum og fóru einnig illa með sín færi. Um miðjan seinni hálfleik skoraði Breiðablik svo mark og komst yfir í leiknum og tóku upp frá því leikinn í sínar hendur þangað til á síðustu mínútu hálfleiksins að Gugga lagði upp færi fyrir Dóru Maríu sem hún nýtti vel og jafnaði þar með leikinn 1-1 fyrir hlé. Seinni hálfleikur jafn til byrja með en við gáfum síðan í þegar leið á leikinn og tókum völd á vellinum og uppskárum sigurmarkið sem Dóra María skoraði EFTIR FRÁBÆRA SENDINGU FRÁ PÁLU MARIE líklega sending leiksins :) :) :) :) :) . Við fengum mörg góð færi til að auka forustuna á meðan Breiðablik hefði getað lætt inn marki gegn gangi leiksins vegna klaufaskaps okkar.
Góður sigur í hörkuleik :)
Liðið: Gugga - Ásta - Íris (Regína 70 mín) - Pála - Fríða - Dóra María - Laufey Jóh (Dóra 40 mín) - Laufey Ó - Elín (Rut 40 mín) - Nína (Vilborg 80 mín)- Margrét
Mörk: Dóra María 2
þriðjudagur, apríl 19, 2005
Loksins loksins
Tad var mikid!!!! Frída, tú færd karmellu næst tegar ég hitti tig :-)
Og loks get ég skrifad edlilega hérna. Vitid tid hvad tad er erfitt ad skrifa med norsku lyklabordi án tess ad fólk fatti tad?
"Nýi" bíllinn minn er volkswagen golf 87 módel...ha ha ha...tvílík dúlla. Hann er búin ad fá 2 nøfn, eitt norskt sem er leyndó, ekki hægt ad skrifa tad hér á einni af vinsælustu netsídum landsins, og hitt er íslenskt, Búri.
Annars allt gott. Búid ad spá 20 stiga hita um helgina...ja hú. Og deildin byrjar á lau. Vid tøpudum fyrir Kolbotn í æf.leik í sídustu viku 2-4. 2-2 tegar 10 mín voru eftir. Frekar leidinlegt ad tapa, en ekki slæmt fyrir 1. deildarlid á móti lidi sem er búid ad spá sigri í úrvalsdeildinni.
Og loks get ég skrifad edlilega hérna. Vitid tid hvad tad er erfitt ad skrifa med norsku lyklabordi án tess ad fólk fatti tad?
"Nýi" bíllinn minn er volkswagen golf 87 módel...ha ha ha...tvílík dúlla. Hann er búin ad fá 2 nøfn, eitt norskt sem er leyndó, ekki hægt ad skrifa tad hér á einni af vinsælustu netsídum landsins, og hitt er íslenskt, Búri.
Annars allt gott. Búid ad spá 20 stiga hita um helgina...ja hú. Og deildin byrjar á lau. Vid tøpudum fyrir Kolbotn í æf.leik í sídustu viku 2-4. 2-2 tegar 10 mín voru eftir. Frekar leidinlegt ad tapa, en ekki slæmt fyrir 1. deildarlid á móti lidi sem er búid ad spá sigri í úrvalsdeildinni.
mánudagur, apríl 18, 2005
Lélegar....
Mér líst best á Búra.....
En hver er ég :-)
En hver er ég :-)
mánudagur, apríl 11, 2005
No way
Hèr kemur gàta.....
Hver er hamingjusamasta stelpa nù?!?
Hver var ad kaupa sinn fyrsta bìl??
Nafn à bìlinn??
Sigurlaunin er karamella :-)
Hver er hamingjusamasta stelpa nù?!?
Hver var ad kaupa sinn fyrsta bìl??
Nafn à bìlinn??
Sigurlaunin er karamella :-)
sunnudagur, apríl 10, 2005
Valur - Stjarnan 12 - 2
Á föstudag spiluðum við í deildarbikar við Stjörnuna og endaði leikurinn 12 - 2 fyrir okkur. Þá höfum við spilað 3 leiki í mótinu og loksins breyttust úrslitin. Samt erum við að fá okkur jafn mörg mörk og í leikjunum á undan. Leikurinn byrjaði af krafti skoruðum strax á 5 mín og komumst fljótlega í 3-0. Stjarnan setti á okkur 2 mörk fyrir hlé og staðan í hálfleik var 6-2.
Seinni hálfleikur var mjög vel spilaður af okkur hálfu og við bættust 6 mörk.
Liðið: Gugga, Íris, Laufey Jóh (Guðrún 75 mín), Pála (Regína 68 mín), Fríða (Elín 68.mín), Laufey Ó, Dóra, Ásta (Vilborg 68 mín), Dóra María (Rut 75 mín), Nína, Margrét.
Mörk: Nína 3 - Margrét 3 - Dóra María 2 - Dóra - Regína - Laufey Ó - Vilborg
Seinni hálfleikur var mjög vel spilaður af okkur hálfu og við bættust 6 mörk.
Liðið: Gugga, Íris, Laufey Jóh (Guðrún 75 mín), Pála (Regína 68 mín), Fríða (Elín 68.mín), Laufey Ó, Dóra, Ásta (Vilborg 68 mín), Dóra María (Rut 75 mín), Nína, Margrét.
Mörk: Nína 3 - Margrét 3 - Dóra María 2 - Dóra - Regína - Laufey Ó - Vilborg
miðvikudagur, apríl 06, 2005
Slúðrið á götunum
Það eru nánast ár og dagar síðan síðustu slúðurlínur voru birtar hér á Valurwoman þannig það er komin tími á nokkrar línur, ekki er víst að þetta eigi við nein rök að styðjast en heyrst hefur......
Að mikill skvettugangur hafi verið á vorfagnaði vals....
Að Regína hafi látið mynda á sér afturendann til að næla í ræðumann Íslands...
Að eðalvagn Írisar sé búinn að syngja sitt síðasta eftir að hafa dáið á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar....
Að valsstúlkurnar séu byrjaðar að taka inn ákveðið efni til að “móta” líkamann:) Að það sé búið að skipa tískunefnd flokksins og Regína fær ekki aðgang, öllum til mikillar undrunar...
Að minnstu hefði munað að liðið hafi aldrei komist til Gautaborgar vegna þess að þær vissu ekki hvar rútan átti að koma.....
Að Ásta sé með allar stoppustöðvar sporvagnanna í Svíþjóð á hreinu....
Að Villa Villta hafi lokast inni á Þjóðarbókhlöðunni yfir alla páskana...
Að Pála og Fríða hafi lokast inni í lyftu með búrhval í Köben og þurftu að dúsa þar inni heillengi...
Að Beta sé búin að ráða handrukkara til að safna “dóp-peningunum”....hmm..hver er það?
Að Kristín Ýr hafi keypt sér 11.parið af Puma skóm á mánudaginn....
Að Dóra María hafi ekki komið nýja bílnum hennar Guggu af stað....síðan fattaði hún seinna að hann var í handbremsu....
Að Margrét Lára sé vægast sagt léleg í Eróbikki og ætti bara að halda sig við boltaíþróttirnar....
Að Nína hafi ekki séð sér fært um að mæta á æfingar í vikunni vegna fráfall páfans...
Að Rut sé ávallt með mynd af bílnum sem hún ekur á í vasanum....
Að Elín sé komin í hóp fríðra “hverfismellna”....
Að Guðrún hafi ekki farið til Mílanó því hún hafði farið í ljós og Regína var því spurð í staðinn...
Að Sali Heimir Porsa sé á eftir Birnu markmanni...hringir í hana dag og nótt..
Að Gugga sé farin í Tennis og sé hætt í fótbolta...
Að það séu fleiri próf og mælingar í Mfl.kvenna Vals heldur en flestum skólum landsins..
Endilega commentiði ef þið viljið eitthvað tjá ykkur um þetta....
Að mikill skvettugangur hafi verið á vorfagnaði vals....
Að Regína hafi látið mynda á sér afturendann til að næla í ræðumann Íslands...
Að eðalvagn Írisar sé búinn að syngja sitt síðasta eftir að hafa dáið á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar....
Að valsstúlkurnar séu byrjaðar að taka inn ákveðið efni til að “móta” líkamann:) Að það sé búið að skipa tískunefnd flokksins og Regína fær ekki aðgang, öllum til mikillar undrunar...
Að minnstu hefði munað að liðið hafi aldrei komist til Gautaborgar vegna þess að þær vissu ekki hvar rútan átti að koma.....
Að Ásta sé með allar stoppustöðvar sporvagnanna í Svíþjóð á hreinu....
Að Villa Villta hafi lokast inni á Þjóðarbókhlöðunni yfir alla páskana...
Að Pála og Fríða hafi lokast inni í lyftu með búrhval í Köben og þurftu að dúsa þar inni heillengi...
Að Beta sé búin að ráða handrukkara til að safna “dóp-peningunum”....hmm..hver er það?
Að Kristín Ýr hafi keypt sér 11.parið af Puma skóm á mánudaginn....
Að Dóra María hafi ekki komið nýja bílnum hennar Guggu af stað....síðan fattaði hún seinna að hann var í handbremsu....
Að Margrét Lára sé vægast sagt léleg í Eróbikki og ætti bara að halda sig við boltaíþróttirnar....
Að Nína hafi ekki séð sér fært um að mæta á æfingar í vikunni vegna fráfall páfans...
Að Rut sé ávallt með mynd af bílnum sem hún ekur á í vasanum....
Að Elín sé komin í hóp fríðra “hverfismellna”....
Að Guðrún hafi ekki farið til Mílanó því hún hafði farið í ljós og Regína var því spurð í staðinn...
Að Sali Heimir Porsa sé á eftir Birnu markmanni...hringir í hana dag og nótt..
Að Gugga sé farin í Tennis og sé hætt í fótbolta...
Að það séu fleiri próf og mælingar í Mfl.kvenna Vals heldur en flestum skólum landsins..
Endilega commentiði ef þið viljið eitthvað tjá ykkur um þetta....
sunnudagur, apríl 03, 2005
2 - 5 í tízku ?
Í dag spiluðum við í deildarbikar við ÍBV og endaði leikurinn 2-5 fyrir okkur. Þá höfum við spilað 2 leiki í mótinu og unnið þá báða með sömu úrslitum.
Leikurinn fór heldur rólega af stað en á 25.mín gegn gangi leiksins skoraði ÍBV eftir hornspyrnu.
Eftir markið spiluðum við illa og fórum illa með færin sem við fengum. ÍBV refsaði okkur með öðru marki rétt fyrir hálfleik. Seinni hálfleikur var allt annar af okkar hálfu, spiluðum oft á tíðum vel og sköpuðum fullt af færum sem gáfu okkur 5 mörk. Liðið sýndi því mikinn karakter með góðum sigri.
Liðið: Gugga, Íris(Laufey Joh 56.mín) , Ásta, Pála (Regína 82 mín), Fríða, Laufey Ó(Guðrún 82.mín), Dóra, Dóra María, Rut(Vilborg 46.mín), Nína(Elín 72.mín), Margrét.
Mörk: Nína 2 - Laufey Ó - Dóra María - Dóra
Leikurinn fór heldur rólega af stað en á 25.mín gegn gangi leiksins skoraði ÍBV eftir hornspyrnu.
Eftir markið spiluðum við illa og fórum illa með færin sem við fengum. ÍBV refsaði okkur með öðru marki rétt fyrir hálfleik. Seinni hálfleikur var allt annar af okkar hálfu, spiluðum oft á tíðum vel og sköpuðum fullt af færum sem gáfu okkur 5 mörk. Liðið sýndi því mikinn karakter með góðum sigri.
Liðið: Gugga, Íris(Laufey Joh 56.mín) , Ásta, Pála (Regína 82 mín), Fríða, Laufey Ó(Guðrún 82.mín), Dóra, Dóra María, Rut(Vilborg 46.mín), Nína(Elín 72.mín), Margrét.
Mörk: Nína 2 - Laufey Ó - Dóra María - Dóra
laugardagur, apríl 02, 2005
Deildarbikar sunnudag 16.00 ÍBV - Valur
Vinsamlegast mæta og hvetja okkur :)