miðvikudagur, apríl 20, 2005
Breiðablik - Valur 1 - 2
Það eru víst margir búnir að kvarta yfir því að engar fréttir af leiknum séu komnar inn á síðuna okkar. Sérstaklega útlendingarnir vestkur frá :)
En við unnum semsagt Breiðablik 2 -1 í deildarbikarnum á sunnudagskvöld. Leikurinn var í meira lagi kaflaskiptur ..... Við byrjuðum leikinn ágætlega og sköpuðum okkur færi til að komast yfir en fórum illa með þau. Blikarnir beittu okkur hröðum skyndisóknum og fóru einnig illa með sín færi. Um miðjan seinni hálfleik skoraði Breiðablik svo mark og komst yfir í leiknum og tóku upp frá því leikinn í sínar hendur þangað til á síðustu mínútu hálfleiksins að Gugga lagði upp færi fyrir Dóru Maríu sem hún nýtti vel og jafnaði þar með leikinn 1-1 fyrir hlé. Seinni hálfleikur jafn til byrja með en við gáfum síðan í þegar leið á leikinn og tókum völd á vellinum og uppskárum sigurmarkið sem Dóra María skoraði EFTIR FRÁBÆRA SENDINGU FRÁ PÁLU MARIE líklega sending leiksins :) :) :) :) :) . Við fengum mörg góð færi til að auka forustuna á meðan Breiðablik hefði getað lætt inn marki gegn gangi leiksins vegna klaufaskaps okkar.
Góður sigur í hörkuleik :)
Liðið: Gugga - Ásta - Íris (Regína 70 mín) - Pála - Fríða - Dóra María - Laufey Jóh (Dóra 40 mín) - Laufey Ó - Elín (Rut 40 mín) - Nína (Vilborg 80 mín)- Margrét
Mörk: Dóra María 2
En við unnum semsagt Breiðablik 2 -1 í deildarbikarnum á sunnudagskvöld. Leikurinn var í meira lagi kaflaskiptur ..... Við byrjuðum leikinn ágætlega og sköpuðum okkur færi til að komast yfir en fórum illa með þau. Blikarnir beittu okkur hröðum skyndisóknum og fóru einnig illa með sín færi. Um miðjan seinni hálfleik skoraði Breiðablik svo mark og komst yfir í leiknum og tóku upp frá því leikinn í sínar hendur þangað til á síðustu mínútu hálfleiksins að Gugga lagði upp færi fyrir Dóru Maríu sem hún nýtti vel og jafnaði þar með leikinn 1-1 fyrir hlé. Seinni hálfleikur jafn til byrja með en við gáfum síðan í þegar leið á leikinn og tókum völd á vellinum og uppskárum sigurmarkið sem Dóra María skoraði EFTIR FRÁBÆRA SENDINGU FRÁ PÁLU MARIE líklega sending leiksins :) :) :) :) :) . Við fengum mörg góð færi til að auka forustuna á meðan Breiðablik hefði getað lætt inn marki gegn gangi leiksins vegna klaufaskaps okkar.
Góður sigur í hörkuleik :)
Liðið: Gugga - Ásta - Íris (Regína 70 mín) - Pála - Fríða - Dóra María - Laufey Jóh (Dóra 40 mín) - Laufey Ó - Elín (Rut 40 mín) - Nína (Vilborg 80 mín)- Margrét
Mörk: Dóra María 2
Comments:
Skrifa ummæli