<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, janúar 30, 2008

Hver vill koma í sund? 


Fyrst það er frídagur á morgun, fimmtudag, þá er tilvalið fyrir þá sem vilja að hvíla lúgin læri í heitum pottum laugardalslaugar!

Mæting kl. 18.30 í Laugardalslaug á morgun fyrir þá sem vilja - jafnvel vesturbæjarís eftir pottinn:)
Þið hinar - njótið frídagsins og sjáumst á föstudag!

þriðjudagur, janúar 29, 2008

Æfingafatnaður 

Í dag:
Þriðjudagur19.45-21.30 Egilshöll Æfing
Svartar buxur/hvítar stuttbuxur, rauði síðerma bolurinn með númeri, hvítir sokkar, rauða peysan og rauði jakkinn ef ykkur er kalt!

Miðvikudagur, Egilshöll 17.00-18.30
Svartar buxur/hvítar stuttbuxur hvíti puma bolurinn með valsmerki, svarta peysan með númeri, hvítir sokkar - blár jakki ef ykkur er kalt!

Fimmtudagur, staðsetning og tími?
Svartar buxur/hvítar stuttbuxur, hvíti pumabolurinn með rauðu og gull í, rauða peysan, rauðir sokkar, - blái jakkinn ef við erum úti!!

Restin af æfingafatnaði kemur inn um leið og æfingatafla fyrir Febrúar kemur!!

sunnudagur, janúar 27, 2008

Myndir vikunnar 









Marco með átrúnaðargoðinu á þorláksmessu..

Jóla-Beta með Peter Wilt (Chicago President and CEO)




Guðný og Marco að spóka sig um á strætum Chicago borgar








föstudagur, janúar 25, 2008

Æfingafatnaður 

Sælar, það er ekki seinna vænna en að fara að setja reglur á klæðnað liðsins
Ég vil undirstrika að þetta er í gildi þangað til að nýji fatnaðurinn kemur í hús:)

Hérna er dagskráin út janúar:

Föstudagur
06.30/17.00
Valsheimilið
Aukaæfing / styrktarþjálfun
klæðnaður: Svörtu hnébuxurnar og/eða hvítar stuttbuxur, svartur bolur með númeri, hvítir sokkar og svarta númeraða peysan - Taka bláa jakkan með ef við förum út!

Laugardagur
14.30-16.00
Egilshöll
Æfing
Svartar hnébuxur og/eða hvítar stuttbuxur, hvítir sokkar, rauði síðerma bolurinn með númeri, rauða puma peysan - Rauði jakkinn ef ykkur er kalt!

Sunnudagur
17.30-18.50
Valsheimilið
Skallatennis

Svartar buxur og/eða hvítar stuttbuxur, hvíti bolurinn með rauðu í og hvítir sokkar með rauðu línunni + rauði jakkinn

Mánudagur
06.30/17.00
Valsheimili
Aukaæfing / styrktarþjálf

Morgunæfing: Hvítar stuttbuxur/svartar hnébuxur, svarti númeraði bolurinn, hvítir sokkar og svarta peysan með númeri.
Kvöldæfing: Svartar buxur, svarti bolurinn, svarta peysan með númeri, hvítir sokkar og blái jakkinn.

Þriðjudagur
19.45-21.30
Egilshöll
Æfing

Svartar buxur/hvítar stuttbuxur, rauði síðerma bolurinn með númeri, hvítir sokkar, rauða peysan og rauði jakkinn ef ykkur er kalt!

Það er sekt ef þið mætið í einhverju sem samræmist þessu engan veginn!!!

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Fotos aus Deutschland!!! erstaunliche Mannschaft!! 


Ragga nahm viele Fotos in Deutschland und du kannst sie heraus überprüfen hier: http://share.shutterfly.com/action/welcome?sid=0AcsW7Nmzat2LqA
http://share.shutterfly.com/action/welcome?sid=0AcsW7Nmzat2LsY
http://share.shutterfly.com/action/welcome?sid=0AcsW7Nmzat2LuQhttp://share.shutterfly.com/action/welcome?sid=0AcsW7Nmzat2Lxo
Njótið vel!!
Þið getið líka bara skellt ykkur inná www.blog.central.is/ragga80 og þar er heil veröld fótboltamynda:)
Minni á alla sem eiga eftir að borga 1000kr að koma með það í kvöld!!

mánudagur, janúar 21, 2008

Frábærri ferð til þýskalands lokið!!! 

Nú erum við komnar til baka eftir frábæra ferð til Þýskalands. Niðurstaðan var 4.sætið í mótinu (þrátt fyrir mjög svo umdeilda vítakeppni). Við enduðum í 2.sæti í okkar riðli og mættum því Duisburg (gamla liðinu hennar Marco) í undanúrslitum. Þess má geta að við mættum okkar gamla liðsfélaga Violu Oderbrecht í riðlinum en hún spilar nú með liðinu Bad Neuenahr. Duisburg vann leikinn 3-2 og voru vonbrigði okkar gríðarleg þar sem við fengum svo sannarlega færi til að komast í úrslitaleikinn. Eftir frábær tilþrif vorum við búnar að fá nánast alla áhorfendur með okkur í lið í húsinu og glumdi "valur, valur" og sáust íslenskir fánar meðal áhorfenda". Leikurinn um bronsið var á móti erkifjendum okkar Potsdam og náðum við að komast í 3-1 en þær jöfnuðu rétt fyrir leikslok og staðan var því 3-3 eftir venjulegan leiktíma. Rétt áður en leiktíminn var liðinn fengum við 2 dauðafæri þar sem við hefðum getað gert útum leikinn en okkur tókst ekki að nýta þau. Það var því farið í vítakeppni sem fór 3-2 fyrir Potsdam og 3.sætið því þeirra.

Eftir mót var vegleg verðlaunaafhending en þjálfarar liðanna standa að kostningu á besta leikmanni mótsins og besta markmanni mótsins og vildi svo skemmtilega til að bæði þessi verðlaun fóru í hendur okkar leikmanna. Guðbjörg Gunnarsdóttir var valin besti markvörður mótsins en Nadine Angerer hin þýska og Tine Cederkvist hin danska voru í 2. og 3.sæti í því vali. Margrét Lára Viðarsdóttir var valin besti leikmaður mótsins en Anja Mittag og Inka Grings voru í 2. og 3.sæti í valinu!!! Fyrrverandi félagi Margrétar í Duisburg, Inka Grings (lengst til hægri á myndinni) var markahæsti leikmaður mótsins.
Stórskemmtilegu móti lokið og komumst við meiðslalausar heim við mikinn létti þjálfarateymisins:)

Eftir mót fengum við formlegt boð í mótið á næsta ári og þáðum það að sjálfsögðu enda ætlum við að gera enn betur næsta ár þar sem við hefðum hæglega getað endað ofar en í 4.sæti í ár!!

Ég mæli með að þið kíkið á þessa síðu ef þið viljið fá að sjá fullt af skemmtilegum myndum frá mótinu: http://www.frauenfussball-foto.de/ffuss_07_08/joel08_d2_fin_01.html

sunnudagur, janúar 20, 2008

G-e-r-m-a-n-y 

heil og sæl

hér gengur vel
alveg eins og hjá nýfæddum sel

hér eiga allir leynivin
og engum er illt í sin

hér er gaman
hér eru allir saman

hér borðum við allltaf safa
hér minnir okkur margt á afa


gáta: hvað er Berry að leika?


Við erum stelpur stelpur stelpur og við skorum mörk mörk mörk!!
Okkar bestustu bestu kveðjur á klakann valsfamily#1

fimmtudagur, janúar 17, 2008

Germanygermgerm 

8°C - 6°C - West South Westerly Wind (17 mph) -- Frida
Wir fliegen nach Deutschland heute abend und wir bleiben dort für vier Tage. Wir werden Innenfußball mit einigen Lesbiern spielen. Wenn Sie mit uns in Verbindung treten möchten, während wir in Deutschland bitte sind, benennen Sie "Ragga Liðsstjóri" oder Brigitte Prinz


Já þeir sem ekki skildu þetta hafa greinilega ekki lært sína framhaldsskólaþýsku!

Vona að allir séu með það á hreinu að við erum að fara út í nótt og að Helga,Linda,Guðný,Dóra,Ása og...Rakel minnir mig SKULDA sigurliðinu morgunmat upp í flugstöð! Bannað að koma með smurt nesti að heiman! :)


Svo er bara að muna eftir bikiníinu! Sólarstrandarverður þarna úti!



mánudagur, janúar 07, 2008

*photos* pics* myndir* billeder* 

Hæjó

Fullt af myndum komnar inn á : http://share.shutterfly.com/action/welcome?sid=0AcsW7Nmzat2LoI
og : http://share.shutterfly.com/action/welcome?sid=0AcsW7Nmzat2Lmw

í boði Röggumark

líka á http://www.valsmyndir.com/nyarsfagn/


enjoy


ps.minni á skróp-sektarsjóðinn og hvet ykkur til að skoða ÆFINGATÖFLUNA!!

sunnudagur, janúar 06, 2008

TAKK FYRIR OKKUR 

Þökkum fyrir FRÁBÆRA skemtun og góða mætingu
á laugardaginn!

föstudagur, janúar 04, 2008

party party 

Hæ hæ

Gugga hér. Ég var að hugsa um að halda smá svona get togeather heima hjá mér. Ég er með ótrúlega spennandi fréttir kannski tvær. Æi...lífið er bara svo æðislegt eins og er (dæs)


Sá sem sagði að lífið væri ekki alltaf dans á rósum hefur greinilega ekki kynnst ákveðnum einstakling! :*



playlist:

Leoncie - Ástin

NP :Elton John - can you feel the love tonight

Beyoncé - Baby boy

Alicia Keys - Fallin'

Beyoncé ft Jay -Z - Crazy in love















þriðjudagur, janúar 01, 2008

Nýársfagnaður Vals - ALLIR AÐ MÆTA 

8 rétta hlaðborð, bæði heitt og kalt plús magnaður eftirréttur - allt frá Múlakaffi:) - Frábær dagskrá, ALLIR AÐ TRYGGJA SÉR MIÐA!
SEE YOU THERE!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow