mánudagur, janúar 21, 2008
Frábærri ferð til þýskalands lokið!!!
Nú erum við komnar til baka eftir frábæra ferð til Þýskalands. Niðurstaðan var 4.sætið í mótinu (þrátt fyrir mjög svo umdeilda vítakeppni). Við enduðum í 2.sæti í okkar riðli og mættum því Duisburg (gamla liðinu hennar Marco) í undanúrslitum. Þess má geta að við mættum okkar gamla liðsfélaga Violu Oderbrecht í riðlinum en hún spilar nú með liðinu Bad Neuenahr. Duisburg vann leikinn 3-2 og voru vonbrigði okkar gríðarleg þar sem við fengum svo sannarlega færi til að komast í úrslitaleikinn. Eftir frábær tilþrif vorum við búnar að fá nánast alla áhorfendur með okkur í lið í húsinu og glumdi "valur, valur" og sáust íslenskir fánar meðal áhorfenda". Leikurinn um bronsið var á móti erkifjendum okkar Potsdam og náðum við að komast í 3-1 en þær jöfnuðu rétt fyrir leikslok og staðan var því 3-3 eftir venjulegan leiktíma. Rétt áður en leiktíminn var liðinn fengum við 2 dauðafæri þar sem við hefðum getað gert útum leikinn en okkur tókst ekki að nýta þau. Það var því farið í vítakeppni sem fór 3-2 fyrir Potsdam og 3.sætið því þeirra.
Eftir mót var vegleg verðlaunaafhending en þjálfarar liðanna standa að kostningu á besta leikmanni mótsins og besta markmanni mótsins og vildi svo skemmtilega til að bæði þessi verðlaun fóru í hendur okkar leikmanna. Guðbjörg Gunnarsdóttir var valin besti markvörður mótsins en Nadine Angerer hin þýska og Tine Cederkvist hin danska voru í 2. og 3.sæti í því vali. Margrét Lára Viðarsdóttir var valin besti leikmaður mótsins en Anja Mittag og Inka Grings voru í 2. og 3.sæti í valinu!!! Fyrrverandi félagi Margrétar í Duisburg, Inka Grings (lengst til hægri á myndinni) var markahæsti leikmaður mótsins.
Stórskemmtilegu móti lokið og komumst við meiðslalausar heim við mikinn létti þjálfarateymisins:)
Eftir mót fengum við formlegt boð í mótið á næsta ári og þáðum það að sjálfsögðu enda ætlum við að gera enn betur næsta ár þar sem við hefðum hæglega getað endað ofar en í 4.sæti í ár!!
Ég mæli með að þið kíkið á þessa síðu ef þið viljið fá að sjá fullt af skemmtilegum myndum frá mótinu: http://www.frauenfussball-foto.de/ffuss_07_08/joel08_d2_fin_01.html
Eftir mót var vegleg verðlaunaafhending en þjálfarar liðanna standa að kostningu á besta leikmanni mótsins og besta markmanni mótsins og vildi svo skemmtilega til að bæði þessi verðlaun fóru í hendur okkar leikmanna. Guðbjörg Gunnarsdóttir var valin besti markvörður mótsins en Nadine Angerer hin þýska og Tine Cederkvist hin danska voru í 2. og 3.sæti í því vali. Margrét Lára Viðarsdóttir var valin besti leikmaður mótsins en Anja Mittag og Inka Grings voru í 2. og 3.sæti í valinu!!! Fyrrverandi félagi Margrétar í Duisburg, Inka Grings (lengst til hægri á myndinni) var markahæsti leikmaður mótsins.
Stórskemmtilegu móti lokið og komumst við meiðslalausar heim við mikinn létti þjálfarateymisins:)
Eftir mót fengum við formlegt boð í mótið á næsta ári og þáðum það að sjálfsögðu enda ætlum við að gera enn betur næsta ár þar sem við hefðum hæglega getað endað ofar en í 4.sæti í ár!!
Ég mæli með að þið kíkið á þessa síðu ef þið viljið fá að sjá fullt af skemmtilegum myndum frá mótinu: http://www.frauenfussball-foto.de/ffuss_07_08/joel08_d2_fin_01.html
Comments:
Skrifa ummæli