<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, desember 24, 2006

Memories of 2006 

Árið sem er við það að kveðja okkur með stæl hefur heldur betur verið viðburðaríkt og því við hæfi að minnast þess með nokkrum afbragðs myndum sem teknar voru á góðum stundum :)



Margrét hitti "Einstein" á leiðinni á La Manga

Gugga sér "rautt" á Akureyri

M16 þar sem við lærðum nýjar "stragetíur" sem nýttust okkur vel á vellinum í sumar..

Coach-inn með uppskeru sumarsins ...


Gugga fremst í flokki þegar Íslandsmeistaratitillinn var blásin á loft með mikilli viðhöfn í Sept.

Margrét tilnefnd sem íþróttamaður ársins 2006 

28.desember n.k. verður íþróttamaður ársins valinn á Íslandi.
Tilnefndir eru 10 íþróttamenn og viti menn, einn af þessum íþróttamönnum er úr okkar röðum
Margrét Lára :) Frábær frammistaða hennar hefur skilað henni í fremstu röð og verðum við að vera stolt af þessari tilnefningu því þetta er ákveðin viðurkenning til liðsins líka.














Til hamingju Margrét, það verður spennandi að sjá hversu ofarlega þú verður svo :)

laugardagur, desember 23, 2006

Sara Sigurlásdóttir 


Já góðan daginn gott fólk.
við á valurwoman viljum afsaka hversu seint þessi umfjöllun kemur inn í þessari viku en vegna mikilla anna var bara ekki hægt að koma því fyrir.
Sara Sigurlásdóttir er Vestmannaeyingur í húð og hár. Hún fæddist reyndar í Svíþjóð stelpan, en viljum við nú meina að hún sé komin af Tyrkjum þar sem hún þykir hafa afar dökka hörund. Sara spilaði upp alla yngri flokka með Týr og síðan ÍBV við gott orðspor. Stelpan ákvað þó að ganga til liðs við Val vorið 2006 þar sem lið ÍBv var lagt niður tímabundið. sara á að baki 40 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim 1 mark. Sara á einnig að baki 1 leik með u-19 ára landsliði Íslands.

seinasta ár stelpurnar var erfitt þar sem hún var að rífa sig upp úr erfiðum krossbandameiðslum. Þó sýndi stelpan hvað í henni býr þegar hún kom inná. Það má því segja að sara muni taka allt með trompi á næstu leiktíð ef meiðslin hætta að hrjá hana.
Sara þykir einstaklega duglegur leikmaður sem gefur ekkert eftir. inn við beinið getur hún verið algjör frekja sem rífur hana áfram á vellinum. Utan valla er Sara skemmtileg og fyndin auk þess sem hún er mjög ljúf lamb eins og maðurinn sagði..
Sem stendur er Sara að stunda nám við HÍ þar sem hún er í Líffræði. Stúlkan er á lausu sem stendur en það má með sannri segja að Hún VEÐUR Í KARLMÖNNUM :)
Sara we lovejú :*

GLEÐILEGA HÁTIÐ! 



Valurwoman óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, hafiði það gott um jólin og njótið þess í botn að vera í fríi!!


Munið að það verður síðan
smá skallatennis um jólin, þið verðið nú að fá að sprikla aðeins á milli máltíða:)
Ef það verður jólapartý þá koma inn upplýsingar um það á næstu dögum:)!!
Í fréttum er samt helst að Margrét Lára er tilnefnd til íþróttamanns ársins, TIL HAMINGJU MARGRÉT!


föstudagur, desember 15, 2006

Pála 22 ára í dag! 

Ofurtæklarinn og stórvarnarmaðurinn Pála Marie Einarsdóttir á afmæli í dag og er stelpan orðin hvorki meira né minna en 22 ára gömul!

Innilega til hamingju með afmælið Pála!!!


mánudagur, desember 11, 2006

Guðný Björk Óðinsdóttir 


Nú er komið að krakkanum í hópnum henni Guðný litlu.
Guðný er sú eina sem kemur úr Mosfellsbænum, betur þekktur sem KÓNGULÓABÆRINN. Sagan segir að þar séu kóngulærnar allsráðandi og þá sérstaklega á haustinn þegar kólna fer. En hvað um það hún Guðný hefur ekki látið kóngulærnar stoppa sig í gegnum tíðina nema á vordögum árið 2005, þá gafst stelpan upp á þessum kóngulóm og gekk til liðs við stórveldið Val þar sem hún hefur hreinlega farið á kostum. Árið í fyrra var hennar frumraun í efstu deild og stóð hún sig með mikilli príði þar sem hún var einnig ad rífa sig upp ur erfiðum meiðslum.
Það má með sanni segja að árið í ár hafi verið ÁRIÐ hennar Guðnýjar þar sem hún fór á kostum. Stelpan var sett í bakvörð og stóð þá vakt með mikilli príði. Hún afrekaði það að spila með öllum landsliðum Íslands það er að segja 17, 19, 21 og stóru kökunni sjálfu A-landsliðinu. Í lok sumars var Guðný valin efnilegasti leikmaður deildarinnar auk þess sem hún var i liði ársins. Þar á undan hafði hún verið bæði i liði fyrri- og senni umferðar. Hreint út sagt stórkostlegt ár hjá ”the fish” okkar og væntum við þess að hún eigi eftir að gera enn betur í framtíðinni.
Eins og stendur er Guðný við nám í fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Stúlkan er ekki nema 18 ára og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Utan vallar er Guðný mjög hlédræg og ljúf stúlka sem vill allt fyrir alla gera. Hún hefur mikinn metnað og er dugleg að mæta á allar æfingar sem eru í boði og leggur sig ávallt 100% fram. Guðný er fljót, ákveðin og hefur mjög góða skallatækni.
Það má því segja að Guðný sé leikmaður framtíðarinnar í Íslenskum Kvennafótbolta.
Eins og við best vitum er krakkinn á lausu.
Guðný we lovejú :*

laugardagur, desember 09, 2006

KEPPNIS... 


HANN orri okkar er að fara að keppa með liði sínu í bikarnum á móti ekki ómerkilegra liði en SKALLAGRÍM. en þeir eru víst rosa góðir.

Lætin byrja kl 20:00 að staðartíma í íþróttahúsi kennaraháskólans og ég kvet ykkur allar að mæta. það verðru massívt fjör og gaman að vera til þegar hann ORRI TEKUR SIG TIL OG DUNKAR NOKKRUM FEITUM KÖRFUM OFAN Í OPIÐ GEÐIÐ Á SKALLAGRÍMS PEOPLE!

jæja eg vona að sem flestar láti sjá sig... pearlý kveður..over and out!




fimmtudagur, desember 07, 2006

what about this one ? 



jahá svo má sjá glitta

í hina elskuna í baksýn...

Endilega tjáið ykkur ??


þriðjudagur, desember 05, 2006

Annar nýr famelí member!!! 



Að þessu sinni er það hin feiknagóða VANJA! en við þekkjum hana öll. Nú hún Vanja og Pála okkar eiga eitt sameiginlegt. Það er það að það er sko miklu betra að vera með þeim í liði en á móti;)

Vanja kemur frá serbíu-svartfjallalandi og spilaði með fjölni, KR og þá Breiðablik. Nú er hún sem sagt komin í rauðan búning....

En VANJA..VERTU VELKOMIN Í FAMELÍUNA OG OKKUR HLAKKAR TIL AÐ FÁ ÞIG Á NÆSTU ÆFINGU.

mánudagur, desember 04, 2006

Pála Marie Einarsdóttir 



Já bændur og kindur
Þá er komið að varnarjaxlinum okkar henni Pálu. Það er við hæfi að taka Pálu fyrir þar sem stelpan skrifaði nú i vikunni undir tveggja ára samning við Val auk þess sem hún er jólabarnið i liðinu en hún á afmæli 15. þessa mánaðar. Pála kemur úr hafnarfirði eins og svo margar aðrar i liði okkar eða nánar tiltekið úr Stekkjarhvamminum og spilaði hún með stórliði Hafnarfjarðar Haukum alla sína yngri flokka.
Pála hefur alla sína tíð verið þekkt fyrir tæklingar sínar og hafa þær kostað ófá spjöldin, en einnig oft á tíðum bjargað liði sínu. Pála hefur bætt sig mikið á þessu sviði undanfarin ár og sést það best á því að hún fékk aðeins 3 spjöld í sumar og þau öll gul að lit. Sú saga gengur fjöllunum hærri að margir valsarar hafi fyrst tekið eftir Pálu þegar hún lennti í eftirminnanlegri rimmu við Ernu Erlendsdóttur um árið, þar sem Erna hlaut sitt fyrtsa rauða spjald og var það fyrir að þruma í rassinn á Pálu hehe... Ekki fylgir sögunni hvað Pála gerði.
Pála hefur spilað 75 leiki í efstu deild og skorað í þeim 3 mörk. Einnig er Pála landsliðinu ekki ókunn en þar á hún að baki 2 A landsleiki og fjöldann allann af yngrilandsleikjum.
Seinasta tímabil Pálu var mjög gott og vaxandi þar sem hún var að vinna sig upp úr erfiðum meiðslu sem hún hlaut í leik með Val sumarið 2004. Pála kom inn í byrjunarliðið snemma sumars og hélt sæti sínu þar og var mikill styrkur fyrir liðið. Við væntum þess að Pála geri enn betur næsta sumar og komi sér í bláa liðið aftur.
Þrátt fyir að Pála hafi alla yngri flokka sína spilað með hafnarfjarðarliðinu þyki hún mikill valsari og er hún dugleg að draga liðsfélaga sína í teiti eða aðrar skemmtanir. Hún er einstkalega trygg sínu liði og sínu fólki og hefur gaman af því að skemmta sér og öðrum með ótrúlegustu sögum þar sem lýsingarorðin koma fram í þúsundatali. Á vellinum getur Pála verið mjög hvejandi og ákveðin á sínu. Hún er traustur varnarmaður sem hleypir engum auðveldlega í gegnum sig. Hún er með sterkan hægri fót, með föst og góð skot og einstaklega langar sendingar.
Pála we love you, frábært að hafa þig áfram.

föstudagur, desember 01, 2006

BYSSA MÁNAÐARINS! (DES) 


jÁ það er aftur komið að þessum stórskemtilega lið okkar hér á valurwoman....en það er hið vandasama verk að velja BYSSU MÁNAÐARINS!! og eftir að hafa farið yfir nokkrar myndir þá var það þessi mynd sem stóð upp úr! ÁSTA ÁRNADÓTTIR er byssa desember mánaðar! til hamingju! En þess má geta að hún leysir hann Orra okkar af...sem var sælla minninga byssa nóvember mánaðar. já ásta þú ert vel að þessum tiltli komin og átt hann fyllilega skilið! (sjáið þið kúlurnar!!!!!!!)

En annað mál...það verður samkoma 26 des. svo allar að taka það frá. Samkomu staður er ekki ákveðinn en það kemur í ljos og ef allt breggst þá líklegast verðum við að múta fólkinu á neðri hæðinni hjá Doktornum í liðinu;) svo við getum haldið aðra samkomu með KFUM OG KFUK lögum og biblíu sögum.....það var snilld seinast!;)
En þetta verður klárlega þemasamkoma og hér eru nokkrar uppástungur um þema: NÖRDA ÞEMA; BLEIKt ÞEMA; 80´S , 90´S.........ERUÐ ÞIÐ MEÐ EITTHVAÐ ANNAÐ Í HUGA?? ER EKKI STEMMING FYRIR ÞESSU!!!???
jÆJA ÞETTA ER KOMIÐ FÍNT... SJÁUMST Á ÆFINGU Á MORGUN!
OVER AND OUT....CURLÍ VURLÍ!

Skoðanakönnun ,. hvað finnst þér um þennan búning? 


This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow