<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 04, 2006

Pála Marie Einarsdóttir 



Já bændur og kindur
Þá er komið að varnarjaxlinum okkar henni Pálu. Það er við hæfi að taka Pálu fyrir þar sem stelpan skrifaði nú i vikunni undir tveggja ára samning við Val auk þess sem hún er jólabarnið i liðinu en hún á afmæli 15. þessa mánaðar. Pála kemur úr hafnarfirði eins og svo margar aðrar i liði okkar eða nánar tiltekið úr Stekkjarhvamminum og spilaði hún með stórliði Hafnarfjarðar Haukum alla sína yngri flokka.
Pála hefur alla sína tíð verið þekkt fyrir tæklingar sínar og hafa þær kostað ófá spjöldin, en einnig oft á tíðum bjargað liði sínu. Pála hefur bætt sig mikið á þessu sviði undanfarin ár og sést það best á því að hún fékk aðeins 3 spjöld í sumar og þau öll gul að lit. Sú saga gengur fjöllunum hærri að margir valsarar hafi fyrst tekið eftir Pálu þegar hún lennti í eftirminnanlegri rimmu við Ernu Erlendsdóttur um árið, þar sem Erna hlaut sitt fyrtsa rauða spjald og var það fyrir að þruma í rassinn á Pálu hehe... Ekki fylgir sögunni hvað Pála gerði.
Pála hefur spilað 75 leiki í efstu deild og skorað í þeim 3 mörk. Einnig er Pála landsliðinu ekki ókunn en þar á hún að baki 2 A landsleiki og fjöldann allann af yngrilandsleikjum.
Seinasta tímabil Pálu var mjög gott og vaxandi þar sem hún var að vinna sig upp úr erfiðum meiðslu sem hún hlaut í leik með Val sumarið 2004. Pála kom inn í byrjunarliðið snemma sumars og hélt sæti sínu þar og var mikill styrkur fyrir liðið. Við væntum þess að Pála geri enn betur næsta sumar og komi sér í bláa liðið aftur.
Þrátt fyir að Pála hafi alla yngri flokka sína spilað með hafnarfjarðarliðinu þyki hún mikill valsari og er hún dugleg að draga liðsfélaga sína í teiti eða aðrar skemmtanir. Hún er einstkalega trygg sínu liði og sínu fólki og hefur gaman af því að skemmta sér og öðrum með ótrúlegustu sögum þar sem lýsingarorðin koma fram í þúsundatali. Á vellinum getur Pála verið mjög hvejandi og ákveðin á sínu. Hún er traustur varnarmaður sem hleypir engum auðveldlega í gegnum sig. Hún er með sterkan hægri fót, með föst og góð skot og einstaklega langar sendingar.
Pála we love you, frábært að hafa þig áfram.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow