mánudagur, desember 11, 2006
Guðný Björk Óðinsdóttir
Nú er komið að krakkanum í hópnum henni Guðný litlu.
Guðný er sú eina sem kemur úr Mosfellsbænum, betur þekktur sem KÓNGULÓABÆRINN. Sagan segir að þar séu kóngulærnar allsráðandi og þá sérstaklega á haustinn þegar kólna fer. En hvað um það hún Guðný hefur ekki látið kóngulærnar stoppa sig í gegnum tíðina nema á vordögum árið 2005, þá gafst stelpan upp á þessum kóngulóm og gekk til liðs við stórveldið Val þar sem hún hefur hreinlega farið á kostum. Árið í fyrra var hennar frumraun í efstu deild og stóð hún sig með mikilli príði þar sem hún var einnig ad rífa sig upp ur erfiðum meiðslum.
Það má með sanni segja að árið í ár hafi verið ÁRIÐ hennar Guðnýjar þar sem hún fór á kostum. Stelpan var sett í bakvörð og stóð þá vakt með mikilli príði. Hún afrekaði það að spila með öllum landsliðum Íslands það er að segja 17, 19, 21 og stóru kökunni sjálfu A-landsliðinu. Í lok sumars var Guðný valin efnilegasti leikmaður deildarinnar auk þess sem hún var i liði ársins. Þar á undan hafði hún verið bæði i liði fyrri- og senni umferðar. Hreint út sagt stórkostlegt ár hjá ”the fish” okkar og væntum við þess að hún eigi eftir að gera enn betur í framtíðinni.
Eins og stendur er Guðný við nám í fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Stúlkan er ekki nema 18 ára og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Utan vallar er Guðný mjög hlédræg og ljúf stúlka sem vill allt fyrir alla gera. Hún hefur mikinn metnað og er dugleg að mæta á allar æfingar sem eru í boði og leggur sig ávallt 100% fram. Guðný er fljót, ákveðin og hefur mjög góða skallatækni.
Það má því segja að Guðný sé leikmaður framtíðarinnar í Íslenskum Kvennafótbolta.
Eins og við best vitum er krakkinn á lausu.
Guðný we lovejú :*
Comments:
Skrifa ummæli