<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, ágúst 27, 2005

Dottnar úr bikarnum - einbeiting = Evrópukeppnin... 

Já eins og allir vita fór leikurinn við breiðablik ekki nógu vel, niðurstaðan var stórt tap 0-4. Ég vil þakka öllum áhorfendum sem mættu til að styðja við bakið á okkur en því miður náðum við aldrei að sýna okkar rétta andlit.
Núna eru Dóra María, Dóra Stefáns, Ásta, Laufey Ólafs, og Margrét Lára ásamt Betu allar í Svíþjóð en það er landsleikur á morgun. Þessar stúlkukindur eru verðugir fulltrúar vals! - make us proud !! :) Síðasti landsleikur var á móti Hvíta-Rússlandi þar sem Dóra María setti 2 og Marco 1 en sá leikur endaði 3-0. ÁFRAM ÍSLAND!!

Næsti leikur er síðan á móti FH í deildinni og þá þurfum við aðeins að slípa liðið betur saman til að koma okkur á rétt plan fyrir Evrópukeppnina.
until next...

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Breiðablik - Valur næst á dagskrá 

Þessi síða hefur verið nokkuð illa uppfærð upp á síðkastið en ef við stiklum á stóru þá unnum við semsagt síðasta leik á móti ÍBV 3-1 eftir erfiðan fyrri hálfleik þar sem ÍBV komst í 1-0 en síðan skoruðum við 3 góð mörk í seinni hálfleik. Staðan 3-1 í leikslok og 3 stig í hús.

Næsti leikur er svo á móti Breiðablik á kópovogsvelli í undanúrslitum VISA bikarsins og segir sagan að stórhljómsveitin Igore hiti upp með Kristínu Ýr í fararbroddi. En allavega þá byrjar þessi leikur klukkan 17:30 á miðvikudaginn og væri mjög vel þegið að fá trommarana og fleiri áhorfendur til að styðja við bakið á okkar í þessum stórslag :)

ÁFRAM VALUR!!!!

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Komnar heim - Hin hliðin af ferðinni... 



Jæja núna erum við komnar heim eftir frábæra ferð til Kokkola. 3 leikir 9 stig semsagt 100% sigurhlutfall sem er framúrskarandi árangur. Við settum nokkuð ítarlega umfjöllun um fyrstu tvo leikina á valur.is en þessi pistill fjallar að mestu um hvað við gerðum annað en að spila fótbolta í Kokkola ;)
Þegar við mættum uppá Hótel Kokkóla vorum við orðnar nokkuð þreyttar eftir langt ferðalag en við flugum frá Keflavík til Helsinki og síðan Helsinki til Kokkola (og stoppuðum m.a í e-h borg í Finnland sem ég man ekki alveg hvað heitir, þetta var svona “fly-bus” bara) Nokkrir leikmenn liðsins eyddu tímanum í fluginu í nýju spili sem við fundum upp, kýs að kalla það “giskaðu og dragðu” (smá einkahúmor í gangi) Daginn eftir var leikur við Roa. Það þurfti lítið til að gera okkur “trylltar” fyrir þann leik, það var nóg að vita að þær voru þá þegar byrjaðar að tala um næsta riðil. Eins og flestar vita núna unnum við þann leik 4-1 í FRABÆRUM leik. Toppnum var náð þegar Rakel tók hið alfræga handartrikk, þ.e þegar hún þykist ætla að grípa boltann, og fór síðan fram hjá norsku píunni fyrir framan norska varamannabekkinn og ALLIR í stúkunni sprungu úr hlátri.. Ótrúlegt hvað liðið okkar er healthy, allir í pasta pasta upp á hóteli eftir leikinn meira að segja þegar þjálfarinn vildi panta pizzu á liðið..
Daginn eftir var reyndar chill að mestu, létt æfing og síðan fóru flestir að sofa meðan aðrir fóru í göngu um hina stórbrotnu Kokkolaborg og náðu að versla svolítið. Síðan var það leikurinn við heimastúlkurnar FC United. Leikurinn endaði 2-1 og það verður að viðurkennast að við vorum mjög ánægðar þegar dómarinn flautaði þetta loksins af enda voru síðustu mínúturnar nokkuð erfiðar. Eftir leikinn var allt uppbókað hjá Jóa sjúkraþjálfara þar sem hálft liðið lenti í tveggja fóta tæklingum, flugubitum, höfuðhöggum og fleiru. Margrét og Beta fóru í viðtal við finnska sjónvarpið sem var þýtt snilldarlega af Unnari framkvæmdarstjóra: Finnska í sænsku, sænska í íslensku, svarið kom á íslensku í sænsku og sænsku í finnsku. Jájá..segjum það..
Daginn eftir fór liðið í hina “stórskemmtilegu” keilu. Sumir fóru á kostum, aðrir ekki..Dóra Stefáns náði 4 eða 5 fellum í röð á meðan Rut setti þetta í rennurnar...Unnar þurfti að horfast í augu við Idolið, enda vorum við komnar áfram uppúr riðlinum. Síðasti leikurinn var við Eistnesku meistarana og tókum við þann leik nokkuð létt 8-1 og fullt hús stiga var niðurstaðan úr mótinu:) Eftir leikinn fórum við út að borða í boði Vals og síðan var stokkið á Karókí bar þar sem flestir leikmenn liðsins tóku lagið og má þar nefna stórlög eins og “simply the best” ,“it’s my life” og að sjálfsögðu “we are family” síðan tók Idol kóngurinn sjálfur dúett með Erlu “something Stupid” (með Robbie Williams og Nicole Kidman) við brjálaðar undirtektir og píkuskræki..
Ferðin heim var stórmerkileg..rúta í sjö tíma frá Kokkola til Helsinki. Flestir versluðu mjög mikið en sumir nánast ekkert og lögðu sig í bíóhúsum borgarinnar. Síðan var flogið frá Helsinki til Köben og Köben heim og fólk orðið mjög þreytt þegar komið var uppá leifsstöð.
Verð að enda pistilinn á nokkrum gullmolum:
Dóra María að tala við Betu og Unnar um Bandaríkin, New York og Chicago = já það er svo geðveikt að fara til New Cagó!!! Jájá..

Beta Gunn að horfa á eistneska liðið keppa við FC United. Vá, sjöan er geðveikt góð, við ættum bara að kaupa hana:) æ nei, hún er pottþétt að spila með e-h góðu liði!...(erum við ekki að spila í Evrópukeppni FÉLAGSLIÐA?!)

Dóra María að taka kjúklingin okkar í kennslustund: hver er höfuðborgin á Spáni? Guðný: ég veit þetta pottþétt..guð..það er Real Madríd! Dóra: ertu alveg viss?? REAL Madríd??já, pottþétt, Dóru finnst þetta náttla svo fyndið og fer til Rakelar sem svarar líka: REAL Madríd, síðan er röðin komin að Laufey Ólafs og hún orðin svolítið skrítin á svipinn (er pottþétt að hugsa um Barcelona) og segir síðan: sko það er allavega ekki REAL madríd, ég er viss um það... VÁ ER LIÐIÐ ALVEG STEIKT AF FÓTBOLTA...!

Liðið að gera sig klárt og er að fara inná völlinn. Það má ekki hafa neitt..engan hringi, né eyrnarlokka. Þegar ein sú grimmasta í bransanum kemur inní klefa að tékka á öllum, Natalie frá Rússlandi segir við betu: No ear rings! Og beta alveg: I’m the coach og nataly fór alveg hjá sér: ohh...beautiful beautiful coach, I’m sorry..

við að drepa tímann a veitingastaðnum.. förum í hver er maðurinn.. við vorum búnar að vera soldið lengi að finna kallinn.. fyrr en ein segir er hann forseti?? þá heyrist í guðnýju, Davið Oddsson.!!!

við eftir sama leik: gugga: ég gerði colin Farrell.. en beta gerða pálma PREST

laufey "ég er svo þreytt að ég gæti barið heilan hest".. meikar það sens? Það er endalaust mikið af gullmolum sem þið verðið síðan að fylla inn í kommentum, nenni ekki meir...until next..

föstudagur, ágúst 12, 2005

Ótrúlegir hlutir að gerast í Finnlandi 

Eins og flestir sem hafa áhuga á að fylgjast með gengi okkar vita, þá höfum við farið á kostum hérna in Finnland. Höfum spilað 2 leiki og unnið þá báða.

1.leikur Röa - Valur 1 - 4 (Margrét 2 - Dóra María -Guðný)
2.leikur Valur - FC United 2 - 1 (Margrét 2)
3.leikur Parna - Valur (spilaður á laugardag kl. 13.00 á íslenskum tíma)

Frammistaða okkar hefur verið frábær í alla staði og einbeitingin betri en nokkru sinni áður enda
komin tími til eftir frekar slaka frammistöðu í "vissum leikjum" í sumar :) Liðsheildin er frábær og gaman að vera hluti af rauða liðinu í dag.

Það verður ekki erfitt að fylla "heyrst hefur" greinarnar eftir þessa ferð enda með ólíkindum hvað það er mikið af ljóskum, krökkum og steiktum fararstjórum í þessu liði :)

Lengi lifi IDOL STJARNA ÍSLANDS

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Valur - Keflavík 4-1 - Finnland næst á dagskrá.. 


Unnum Keflavík í gær í hörkuskemmtilegum leik 4-1. Nína var mætt aftur á hlíðarenda en nú í öðrum lit (samt eins puma búning sko..) Margrét Lára með þrennu og Dóra Stefánsdóttir (maður leiksins) þrumaði einu inn! Guðný átti sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu en liðið var: Gugga, Laufey, Íris, Dóra, Ásta, Rakel, Guðný, Fríða, Elín, Margrét og Dóra María. Nú er aftur hlé á deildinni hjá okkur enda erum við að fara til Kokkola (eða e-h álíka) í Finnlandi að keppa á Evrópumótinu...

fxxkin enjoy it!

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Heyrst hefur eftir helgi... 

sumir hafi verið þreyttari en aðrir og sofið 16 tíma að meðaltali um helgina..
Að stjörnustelpurnar hafi verið sendar í útihlaup á þjóðhátið....
Að Dóra María hafi eignast stalker...
Að Írisi dreymi um að vera markvörður..
Að Margrét Lára hafi verið elt út um allt af hjólreiðarmanni í dalnum...
Að Bubbi hafi ekkert verið góður á sunnudeginum..
Að Laufey Ólafs hafi verið föst upp á hálendi um helgina, en hún skilaði sér loksins rétt fyrir mánudagsæfinguna:)
Að Elín eigi ennþá ný ónotuð föt sem hún hefur ekki sýnt áður eftir verslunarferðina miklu í London..
Að stelpurnar í A-landsliðinu hafi misst sig í verslunarleiðöngrum í LA sérstaklega í Puma búðinni...
Að það sé rigning í Svíþjóð..
Að Dóra María sé svo hálaunuð að hún þarf víst að fara að borga hátekjuskatt til ríkisins...
Að engin viti neitt um þessa Finnlandsferð...
Að það sé komin nýr aðstoðarþjálfari.....
Að Fríða sé meidd eftir að hafa verið að klifra inn um glugga...
Að Villa Vilta sé í úglöndum...
Að Dóra Stefáns hafi fengið skemmtileg meðmæli frá vinnuveitanda....
Að það hafi ekki verið margir á æfingum þegar U21 og A landsliðið voru úti...
Að Pála, Fríða, Gugga og Dóra María búi hjá Rachel Kruze í ÍBV...
Að Beta hafi skemmt sér vel í góðra vina hópi um helgina..

Þarf varla að endurtaka en, ekki er öruggt að þetta eigi við nein rök að styðjast...

mánudagur, ágúst 01, 2005





jæja þessi siðar er buin að vera doldid dauð i sma tima og mer fannst þvi timi til komin að skrifa eitthvað sneddí i tilefni þess. Var að prufa að láta inn mynd þannig að nu ættum við allar að gear latið einhverjar sneddí myndir á siðuna sem gerir þetta allt saman storskemtilegt og bara svona meira fyrir augað......hhee djok!

anyway..næsti leikur er við kefló á miðvikudag á valsvellinum kl 8....held eg.....allir að mæta og hvetja...trommur og lúðrar verða að vera með takk fyrir! svo það næsta a dööööfini hja Mfl kvenna er Eruo keppnin sem við erum allar buinar að vera að biða spentar eftir. við forum ut manudaginn 8 agust og keppum fyrsta leik á þriðjudeginu við eitthvað norskt lið.....svo við eitthvað finnskt lið og að lokum eitthvað eistneskt lið. should be fun in the sun! vonandi verður ekki rigning svo marr geti nu workað tannið í leiðinni...þar sem þær sem foru i U21 feriðna fengu enga sól:)

en jæja ætla að láta þetta bra gott heita...sjaumst öll á miðvikudaginn!!


This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow