laugardagur, júlí 16, 2005
Leikurinn í gær og slúðrið á götunum........
Í gær spiluðum við á móti Stjörnunni á gervigrasinu í Garðabæ og unnum 3-0. Margrét Lára skoraði 2 og Laufey Ólafs 1. Frekar dapur leikur hjá okkur en mörkin telja og stigin voru 3 þannig þetta er nú í góðu lagiJ Svarti punkturinn er að sjálfsögðu fjarvera Pálu sem sat þó á bekknum og studdi við bakið á okkurJ
Langt síðan slúðrinu á götunum hefur verið skellt inn en hér er það helsta....heyrst hefur..
Að næsta takmark Lilju Kjalars sé að klifra upp Hallgrímskirkju eftir að hafa klifrað upp vegginn ógurlega í óvissuferðinni...
Að Laufey Ólafs sé skipulagðasta manneskja i heimi og sé nú þegar búin að plana allar helgar til 12.nóvember...
Að Beta sé leynilega að æfa karate og ef einhver stendur sig illa þá er hún tilbúin með spörkin......síðast var það geislaspilarinn sem fékk að kenna á því...
Að Lundinn í Vestmannaeyjum sé skemmtistaður....ekki fugl, ekki fiskur....
Að Íris sé alltaf að læsa bíllyklunum inní bílnum sínum og sé búin að kaupa sér skellinöðru til að geta ekki læst neitt inni...
Að Dóra María geti spilað með Kahn, Ballack og félögum í þýska landsliðinu slík sé tæknin hjá stelpunni....
Að krökkunum í knattspyrnuskólanum sé aðallega kennt að dansa...
Að kælirinn inn í klefa sé tómur...
Að Pála sé ófáanlega til að fara af knattspyrnuvellinum, það er ekki nóg að handleggsbrjóta hana, nei, hún þarf að slíta krossbönd, þá er henni orðið pínu illt og fer kannski af leikvelli...
Að Dóra, Dóra María, Gugga, Fríða, Margrét, Laufey, Íris, Rakel, Ásta og Beta séu allar e-h pirraðar og hafi því bara ákveðið að skella sér til útlanda.... Sumir til USA aðrir til Sverge.. Óli tekur þá bara æfingarnar á meðan...
Að íris hafi misstígið sig í fyrsta skipti í 18 ár eða tæplega allur samanlagður aldur margrétar láru, hún sér víst mjög eftir þessu og hefur þurft að líða fyrir það í þrjá heila daga! ;)
Endilega komiði með meira slúður.....:)
Langt síðan slúðrinu á götunum hefur verið skellt inn en hér er það helsta....heyrst hefur..
Að næsta takmark Lilju Kjalars sé að klifra upp Hallgrímskirkju eftir að hafa klifrað upp vegginn ógurlega í óvissuferðinni...
Að Laufey Ólafs sé skipulagðasta manneskja i heimi og sé nú þegar búin að plana allar helgar til 12.nóvember...
Að Beta sé leynilega að æfa karate og ef einhver stendur sig illa þá er hún tilbúin með spörkin......síðast var það geislaspilarinn sem fékk að kenna á því...
Að Lundinn í Vestmannaeyjum sé skemmtistaður....ekki fugl, ekki fiskur....
Að Íris sé alltaf að læsa bíllyklunum inní bílnum sínum og sé búin að kaupa sér skellinöðru til að geta ekki læst neitt inni...
Að Dóra María geti spilað með Kahn, Ballack og félögum í þýska landsliðinu slík sé tæknin hjá stelpunni....
Að krökkunum í knattspyrnuskólanum sé aðallega kennt að dansa...
Að kælirinn inn í klefa sé tómur...
Að Pála sé ófáanlega til að fara af knattspyrnuvellinum, það er ekki nóg að handleggsbrjóta hana, nei, hún þarf að slíta krossbönd, þá er henni orðið pínu illt og fer kannski af leikvelli...
Að Dóra, Dóra María, Gugga, Fríða, Margrét, Laufey, Íris, Rakel, Ásta og Beta séu allar e-h pirraðar og hafi því bara ákveðið að skella sér til útlanda.... Sumir til USA aðrir til Sverge.. Óli tekur þá bara æfingarnar á meðan...
Að íris hafi misstígið sig í fyrsta skipti í 18 ár eða tæplega allur samanlagður aldur margrétar láru, hún sér víst mjög eftir þessu og hefur þurft að líða fyrir það í þrjá heila daga! ;)
Endilega komiði með meira slúður.....:)
fimmtudagur, júlí 14, 2005
Pála með slitin krossbönd !!!!!!!!! :(
Leikurinn í Eyjum tók sinn toll því nú er komið í ljós að Pála er með slitið fremra krossband.
Það er því ljóst að Pála spilar ekki fleiri leiki í ár og verður ekki klár í slaginn fyrr en á næsta tímabili.
Baráttukveðjur girl
Það er því ljóst að Pála spilar ekki fleiri leiki í ár og verður ekki klár í slaginn fyrr en á næsta tímabili.
Baráttukveðjur girl
þriðjudagur, júlí 12, 2005
Coming up :)
Undanúrslit í bikarnum er niðurstaðan eftir frábæran leik í Eyjum. Eftir örlítið brösuga byrjun þar sem ÍBV fór illa með dauðafæri þá var leikurinn einstefna. Glæsilega útfærðar skyndisóknir okkar stútuðu einfaldlega leiknum. Hraðinn í spilinu var mikill og mörkin einstaklega glæsileg. ÍBV fékk einhver færi til að gera betur í leiknum en sigurinn var þó aldrei í hættu.
Eftir þennan glæsilega leik skall síðan auðvitað þoka á og við fastar í Eyjum sem var svosem í góðu lagi þar sem við unnum leikinn :)
Liðið: Gugga - Pála (Guðrún 60mín) - Íris(Laufey Jóh 50mín) - Ásta - Fríða - Dóra - Rakel - Elín - Laufey Ó - Margrét - Dóra María
Mörkin: Dóra María 3 - Rakel - Margrét - Elín
Næsti leikur er við Stjörnuna í Garðabæ föstudaginn 15.júlí kl. 20.00 ........................
Eftir þennan glæsilega leik skall síðan auðvitað þoka á og við fastar í Eyjum sem var svosem í góðu lagi þar sem við unnum leikinn :)
Liðið: Gugga - Pála (Guðrún 60mín) - Íris(Laufey Jóh 50mín) - Ásta - Fríða - Dóra - Rakel - Elín - Laufey Ó - Margrét - Dóra María
Mörkin: Dóra María 3 - Rakel - Margrét - Elín
Næsti leikur er við Stjörnuna í Garðabæ föstudaginn 15.júlí kl. 20.00 ........................
sunnudagur, júlí 10, 2005
ÍBV - Valur í bikar á morgun
Jæja þá er komið að Visa bikarnum...
Eins og flestir vita drógumst við gegn ÍBV í Eyjum fengum kannski ekki þægilegasta dráttinn að þessu sinni en ef lið ætlar að verða bikarmeistari þarf það víst að vinna hvaða lið sem það dregst á móti... Eftir að Íslandsmótið fór út um þúfur er mikilvægt að við sýnum sterkan karakter í Eyjum á morgun og gerum allt til að komast áfram í 4 liða úrslit bikarsins.. Þar liggja víst möguleikarnir á titli :)
Áfram Valur - stuðningsmenn þið eruð ávallt velkomnir með í för
Eins og flestir vita drógumst við gegn ÍBV í Eyjum fengum kannski ekki þægilegasta dráttinn að þessu sinni en ef lið ætlar að verða bikarmeistari þarf það víst að vinna hvaða lið sem það dregst á móti... Eftir að Íslandsmótið fór út um þúfur er mikilvægt að við sýnum sterkan karakter í Eyjum á morgun og gerum allt til að komast áfram í 4 liða úrslit bikarsins.. Þar liggja víst möguleikarnir á titli :)
Áfram Valur - stuðningsmenn þið eruð ávallt velkomnir með í för
laugardagur, júlí 09, 2005
Geggjaður leikur LOKSINS
Það er greinilegt að liðið á að ferðast með rútu í leiki :) Leikurinn við ÍA í kvöld uppi á Skaga frá bara í einu orði sagt FRÁBÆR. Gott að vita hversu vel við getum spilað og gaman að sjá liðið rífa sig upp eftir erfiða viku og spila jafn vel og raunin varð. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður í rokinu og rigningunni var spilið með því besta sem maður sér í fótbolta og leikgleðin til mikillar fyrirmyndar.
Ekki má gleyma þeim stuðningsmönnum sem lögðu leið sína upp á skaga með lúðra og tilheyrandi.... THANX fyrir mikilvægan stuðning.
Þrátt fyrir að titillinn eftirsótti sé nánast farin frá okkur þá er gaman að sjá að við getum notið þess að spila fótbolta og haldið áfram í átt að öðrum titlum því það er nóg eftir af sumrinu eins og staðan er í dag í það minnsta.
Liðið: Gugga - Ásta - Íris (Rut 67.mín) - Laufey Jóh (Guðrún 67.mín) - Dóra - Fríða - Laufey Ó - Rakel - Elín (Lilja 67.mín) - Margrét - Dóra María.
Mörkin: Margrét Lára 5 - Dóra M - Laufey Ó - Rakel - Fríða
Pála missti því miður af leiknum vegna leikbanns.
Valur risastórum vængjum þöndum :)
Ekki má gleyma þeim stuðningsmönnum sem lögðu leið sína upp á skaga með lúðra og tilheyrandi.... THANX fyrir mikilvægan stuðning.
Þrátt fyrir að titillinn eftirsótti sé nánast farin frá okkur þá er gaman að sjá að við getum notið þess að spila fótbolta og haldið áfram í átt að öðrum titlum því það er nóg eftir af sumrinu eins og staðan er í dag í það minnsta.
Liðið: Gugga - Ásta - Íris (Rut 67.mín) - Laufey Jóh (Guðrún 67.mín) - Dóra - Fríða - Laufey Ó - Rakel - Elín (Lilja 67.mín) - Margrét - Dóra María.
Mörkin: Margrét Lára 5 - Dóra M - Laufey Ó - Rakel - Fríða
Pála missti því miður af leiknum vegna leikbanns.
Valur risastórum vængjum þöndum :)
fimmtudagur, júlí 07, 2005
ÍA á morgun og Finnland í evrópukeppninni
9.leikur okkar á Íslandsmótinu er á morgun en þá mætum við ÍA upp á Skaga. Eftir frekar dapra daga hefjum við okkur til flugs á ný gegn ÍA. Þrátt fyrir sterka stöðu Blika í deildinni klárum við mótið að sjálfsögðu með sóma og vonumst til að stuðningsmenn okkar komi á sem flesta leiki sem eftir eru.
Leikurinn hefst kl. 20.00 á morgun og ef einhverjir vilja koma með í rútunni þá leggjum við af stað kl. 17.45 frá Hlíðarenda að sjálfsögðu með Hópbílum.
í dag ver svo dregið í Evrópugameinu og við lentum í Finnlandi. Þar mætum við finnsku meisturunum, Röa frá Noregi og eistnesku meisturunum. Spilað verður 9. - 11. og 13.ágúst.
Það eru spennandi tímar framundan og spurningin hvort gleðin taki ekki bara öll völd núna :)
Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið að ákveðið að liðið mun hittast í hádeginu á morgun og borða saman grjónagraut frá 1999 svona til að stuða sig fyrir leik :)
Gúgú
Leikurinn hefst kl. 20.00 á morgun og ef einhverjir vilja koma með í rútunni þá leggjum við af stað kl. 17.45 frá Hlíðarenda að sjálfsögðu með Hópbílum.
í dag ver svo dregið í Evrópugameinu og við lentum í Finnlandi. Þar mætum við finnsku meisturunum, Röa frá Noregi og eistnesku meisturunum. Spilað verður 9. - 11. og 13.ágúst.
Það eru spennandi tímar framundan og spurningin hvort gleðin taki ekki bara öll völd núna :)
Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið að ákveðið að liðið mun hittast í hádeginu á morgun og borða saman grjónagraut frá 1999 svona til að stuða sig fyrir leik :)
Gúgú
sunnudagur, júlí 03, 2005
Valur - Breiðablik þriðjudaginn kl. 20.00
Þriðjudaginn 5.júlí fer fram fyrsti leikur seinni umferðar en þá mætum við Breiðablik.
Endilega mæta á völlinn þetta verður skemmtun :)
Endilega mæta á völlinn þetta verður skemmtun :)
Heyrt eftir óvissuferð.........
að Lilja sé hætt knattspyrnuiðkun og tekin til við klifur. Næsti viðkomustaður hjá henni ku vera hús Verslunarinnar
að Guðrún hafi sést um víðan bæ með exi í hendi og fleygjandi henni í allt sem hún telur vera hentug skotmörk --------- Lögreglu hefur verið gert viðvart um þetta nýja en jafnframt hættulega áhugamál stúlkunnar
að Rúna sæki tíma hjá sálfræðingi þar sem hún reynir að sigrast á lofthræðslu
að yngri ætli að kæra........
að fyrsti gírinn hafi eitthvað verið að vefjast fyrir þjálfaranum á fjórhjólinu og olli töfum á hraðferð hans
að eymsli séu að gera vart við sig á ýmsum stöðum eftir stuttan en annars ágætan reiðtúr
að rútubílstjórinn ætli að sækja um starf liðstjóra flokksins árið 2010 þegar samningur hans við Hópbíla rennur út
að það sé betra að "smúla" en "spúla"
að starfsmaður Hyrnunnar í Borgarnesi hafi misst starfið vegna örlætis í nammipoka leikmanna flokksins
að eldri ætli líka að kæra
og að lokum.......................
að Margrét hafi loksins skilað sér í hljóðver í dag eftir að hafa fundist ráfandi fyrir utan stóra hvíta húsið við sjóinn sem við borgarbörnin köllum Höfða!
Vafalaust liggur eitthvað meira í loftinu sem ekki enn hefur heyrst en mun án efa heyrast á næstu dögum!
að Guðrún hafi sést um víðan bæ með exi í hendi og fleygjandi henni í allt sem hún telur vera hentug skotmörk --------- Lögreglu hefur verið gert viðvart um þetta nýja en jafnframt hættulega áhugamál stúlkunnar
að Rúna sæki tíma hjá sálfræðingi þar sem hún reynir að sigrast á lofthræðslu
að yngri ætli að kæra........
að fyrsti gírinn hafi eitthvað verið að vefjast fyrir þjálfaranum á fjórhjólinu og olli töfum á hraðferð hans
að eymsli séu að gera vart við sig á ýmsum stöðum eftir stuttan en annars ágætan reiðtúr
að rútubílstjórinn ætli að sækja um starf liðstjóra flokksins árið 2010 þegar samningur hans við Hópbíla rennur út
að það sé betra að "smúla" en "spúla"
að starfsmaður Hyrnunnar í Borgarnesi hafi misst starfið vegna örlætis í nammipoka leikmanna flokksins
að eldri ætli líka að kæra
og að lokum.......................
að Margrét hafi loksins skilað sér í hljóðver í dag eftir að hafa fundist ráfandi fyrir utan stóra hvíta húsið við sjóinn sem við borgarbörnin köllum Höfða!
Vafalaust liggur eitthvað meira í loftinu sem ekki enn hefur heyrst en mun án efa heyrast á næstu dögum!