<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 29, 2009

Laufey Ólafs aftur í VALSBÚNINGINN!!!!! 

Þá er hún mætt aftur :D 
Laufey er búin að reima á sig takkaskónna aftur og komin á Hlíðarenda. Ekki þannig að hún er búin að vera langt í burtu, alls ekki, en virkilega gaman að fá þig aftur í búninginn Laufey.... 
VELKOMIN TIL BAKA Í BOLTANN VINAN :) 


mánudagur, júlí 27, 2009

Sigur í bikar og GRV í næsta leik :) 

Sæl veriði öll sem eitt... 

Jæja þá erum við komin áfram í bikarnum. Virkilega ánægjulegt og frábær sigur í gær. Virkilega flottur sigur og ALLIR hreint frábærir :) 
5-0 fyrir Val gegn Stjörnunni. 
Markaskorarar gærkvöldsins voru:
1. Rakel "Sleggja" Logadóttir
2. Kristín "haldabolta" Bjarnadóttir
3. Dóra "Maradona" Lárusdóttir
4. Kata "el.capitano" Jónsdóttir
5 Dagný "Header" Brynjarsdóttir 
Fáránlega flott og æðislegt hjá okkar dömum... 
En það sem setur skugga á þennan frábæra sigur okkar var brotið á Hallberu okkar inní teig. Ekki nóg með að fá ekki brot á þetta heldur við fallið brotnar Berry á úlliðnum og verður frá í smá tíma. En þar sem við þekkjum Berry okkar vel þá verður hún komin aftur á völlinn innan tíðar:) En sendum allar okkar batakveðjur á hana... 
VIÐ ELSKUM ÞIG BERRY... AND NEVER FORGET IT... Þetta brot er geymt en ALLS EKKI GLEYMT... 
Þökkum kærlega fyrir stuðninginn sem við fengum í leiknum í gær. 2.fl.kk. 3, 4, 5.fl kvk og allir sem komu Þið voruð bara frábær... Ekki hægt að biðja um það betra :D 

Annars er næsti leikur okkar við GRV í Grindavík næstkomandi miðvikudag 29.júlí. 
Kvetjum auðvitað alla til að mæta til Grindavíkur. 

Áfram VALUR!!!! :D

fimmtudagur, júlí 23, 2009

Undanúrslit bikars VALUR - Stjarnan... 

Hey hó... 

Næsta sunnudag, 26. júlí, eigum við Stjörnuna heima í undanúrslitum bikars. Þar sem þetta mót er allt annað en Íslandsmótið og ALLT UNDIR í þessum leik HVETJUM VIÐ ALLA til að mæta á leikinn... Leikurinn hefst 16:00 á Hlíðarenda...


SÚPERGRÚPPA hlökkum til að sjá ykkur þar :D 

ÁFRAM VALUR!!!!! 

fimmtudagur, júlí 16, 2009

Liggur hundurinn grafinn? :) 

Sæl verði öll sem eitt... 
Ég fór að velta fyrir mér þessum dýrindis málshætti, Liggur kötturinn (eða hundurinn ef fólk vill frekar nota hann :) grafinn? Þessi síða okkar er búin að vera örlítið 6 feet under ef maður má sletta fram ensku mælandi málsætti. Ég og Guðný okkar Óðins vorum að velta því fyrir okkur hvað hafi orðið um okkar kæru síðu þegar við fengum þá flugu í hausinn að reisa hana upp frá dauðum. Ég er nú ekki alveg besti penninn í bænum þannig ég vona að fólk fari að setja eitthvað hérna inn þó það sé ekki nema svona 1 sinni í viku :) 

Annars sagði Kata mér góða sögu af 2 fjölskyldumeðlimum okkar. Þetta átti sér stað þann 16.júní síðastliðinn. Staðsetningin var Lollastúka á Hlíðarenda og umræddu meðlimir eru með nafnleynd... Köllum þær Gnoll og Tott.

Gnoll og Tott eru að ræða saman um daginn og veginn þegar Dr. Kata spyr Tott hvort hún sé ekki að hitta einhvern (þ.e.a.s. hvort hún sé að fara á eldheit stefnumót fyrir ykkur sem þurfa meiri útskýringar:) og þá grípur Gnoll inní og segir "Jú hún er að hitta frænda minn". Þannig opnast umræðan um þennan alræmda frænda Gnoll. 
Gnoll: Hann er ekkert smá ríkur..
Tott: Já eigum við að ræða það eitthvað.
Gnoll: Já, hann á ekkert smá flott FJÓS...
Á þessari stundu snýr Rakel sér við og gapir af hreinni undrun á vinkonurnar og áttar sig á hvað það er geinilegt hversu mikill munur er á borgarbörnunum og sveitabörnunum. Á meðan Rakel er að spá í þessu þá nær Dr. Kata varla andanum yfir þessum upplýsingum. 
Þetta kennir okkur það að á meðan borgarbörnin mæla út frá bílum eða seðlum ríka fólkið þá skipir það sveitafólkið lítið hvort þú átt flottan bíl eða mikið af seðlum heldur er það Fjósið og búfénaðurinn sem er þar fremst í flokki.

Með þessu Endar þessi pistill... 
Þanngað til næst
Köttur út í mýri
Setti upp á sig stýri
og úti er ævintýri.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow