mánudagur, maí 18, 2009
Tilkynning frá Skemmtinefndinni
Katrín féll úr keppni þar sem hún gat ekki sannað að hatturinn væri heimatilbúinn.
Systurnar Björg & Guðný hlutu systrabikarinn. Pála og Bára voru í harðri samkeppni um bréfpoka ársins og hlaut Bára að lokum titilinn og gerðu límmiðarnir á pokanum útslagið
Thelma og Magga komu sterkar inn í systrakeppninni en höfðu ekki erindi sem erfiði
SKAMMARLEG FRAMMISTAÐA ÖNNU
Thelma og Magga komu sterkar inn í systrakeppninni en höfðu ekki erindi sem erfiði
SKAMMARLEG FRAMMISTAÐA ÖNNU
1.sæti : MAJA!! Maja mætti með hattinn "Euro-vision" Þar sem evrurnar voru fyrir Euro og gleraugun fyrir vision. Stórglæsilegur hattur og í verðlaun er rómantísk stund í pottinum með engum öðrum en Geir Ólafssini og 500.000 krónur!! 2. sæti : María blómarós. María kom með hattinn "ljósblóm" og var virkilega sumarlegur og fallegur. María fær 2 Tyrkisk peber sleikjóa í verðlaun
3. sæti : Hallbera. Hatturinn er ádeila á íslenska efnahagskerfið sem hrundi eins og spilaborg. Hatturinn er gerður úr spilum frá Landsbankanum og má einnig nota hattinn sem... spil!
3. sæti : Hallbera. Hatturinn er ádeila á íslenska efnahagskerfið sem hrundi eins og spilaborg. Hatturinn er gerður úr spilum frá Landsbankanum og má einnig nota hattinn sem... spil!
Verðlaun : 100.000 krónur
laugardagur, maí 09, 2009
Sigur í fyrsta leik!
Unnum verðskuldaðan og góðan sigur á Kr-ingum í fyrsta leik í Pepsi deildinni!
Við byrjuðum strax af miklum krafti og það var greinilegt hvort liðið var komið til þess að sækja stigin 3.
Rakel Loga kom okkur í 1-0 með fínu skoti úr vítateignum og þar við sat í hálfleik. Staðan 0-1 en það fóru nokkur mjög góð færi forgörðum í fyrri hálfleik.
Við héldum áfram að sækja í seinni hálfleik en gegn gangi leiksins skoraði Kr mark sem kom eftir mistök okkar.
Dóra María svaraði strax með góðu skallamarki eftir fyrirgjöf frá Sifilis. Dóra er augljóslega farin að gera harða atlögu að skalladrottningartitlinum.
Það var svo Sif Atla sem er búin að grátbiðja í allan vetur um að fá að skella sér í hlutverk sóknarmanns sem smellti boltanum glæsilega í netið eftir að hafa tekið hann á kassann fyrir utan vítateig.
Góð byrjun á íslandsmótinu þrátt fyrir að sigurinn hefði sjálfsagt átt að vera töluvert stærri en það eru aldrei auðveld stigin sem maður sækir vestur í bæ!
Næsti leikur á dagskrá er stórleikur af bestu gerð en við tökum á móti Breiðablik á miðvikudaginn á hinum gullfallega Vodafone velli sem virðist vera í frábæru ásigkomulagi.
Að sjálfsögðu hvetjum við sem flesta að láta sjá sig og þökkum í leiðinni fyrir stuðninginn í dag og þá sérstaklega stelpurnar í 4. flokk sem mættu með trommur og voru með dólgslæti ;)
mánudagur, maí 04, 2009
Meistarar meistaranna...meistaralega flott
Sigruðum KR 2-1 í hinum árlega leik um titilinn meistara meistaranna
Flottur endir á undirbúningstímabilinu og ágætt að Kata æfi sig í að lyfta titli
Það var einmitt Kata sjálf sem að jafnaði leikinn og Guðný kláraði svo dæmið einni mínútu fyrir leikslok.
Fyrsti leikurinn í Íslandsmótinu er svo á laugardaginn n.k úti í Frostaskjóli
(myndir fengnar á fotbolta.net)