<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, janúar 06, 2009

Dömur mínar og herrar.... 

Þá er loksins komið að því. Keppendur í facebook stúlku ársins! Facebook stúlka ársins kemur á eftir hinni sí vinsælu myspace stúlku sem Anna Garðarsdóttir sigraði með yfirburðum með alls 3.467 vini. http://valurwoman.blogspot.com/2007/05/myspace-stlkan-2007.html


Dama # 1 er Freyr Alexandersson. Freyr er stofnandi félagsins "pabbar sem vilja vera mömmur" og hefur gjörbreytt þjóðfélagshugsun víða um heim. Nú hefur loksins fyrsti karlmaðurinn gengið með og átt barn.
Freyr á 1.098 "vini"







Dama # 2 er Helga Sjöfn Jóhannesdóttir. Helga Sjöfn er mikill áhugamaður um hlutverkaleiki. Hennar uppáhalds leikur er "dungeons and dragons" en á það til að spila eve online og gengur þá undir ciber nafninu "darklord666". Helga á 278 vini.









Dama # 3 er Anna Garðarsdóttir. Draumur Önnu er að geta haldið áfram mávarækt sinni óáreitt. Hún hefur látið teikna fyrir sig mávabúgarð á Reyðafirði og hyggst hefja byggingu á honum um leið og hún lýkur námi við verkfræði. Anna á 678 vini.







Dama númer #4 er Hallbera Guðný Gísladóttir. Hallbera hefur flakkað á milli munaðarleysingjahæla stóran part af lífi sínu en fjölskylda hennar féll fyrir hendi munnangurs. Allar götur síðan hefur hún heitið því að finna lækningu við þessum bannvæna sjúkdómi. Hallbera á 297 vini og stefnir á 300 múra vininn fyrir 1. febrúar.







Dama #5 er Elísasbet Gunnarsdóttir. Beta eins og hún er kölluð er stofnandi hinna víðfrægu samtaka "einmanna börn sem eiga hunda sem vini". Hún er talin hafa hjálpað þúsundum barna um allan heim sem telja hunda vera bestu vini sína. http://www.lonelykidswithdogfriends.com
Beta er að sjálfsögðu áskrifandi að Séð&heyrt. Hún á 999 vini.






Dama #6 er Katrín Jónsdóttir. Katrín er menntaður ræstitæknir og
býr í kjallaranum hjá foreldrum sínum. Hún stefnir á íbúðakaup árið 2034 og sama ár stefnir hún á að giftast kærasta sínum til margra ára sem hún kynntist á einkamál.is og gengur undir nafninu alot2suck69. Kata er hamingjusöm og á 35 vini.






Dama #7 er Guðný Björk Óðinsdóttir. Guðný Björk er 1.45 cm að hæð en er þrátt fyrir það sá götu bardagamaður sem er með hinn eftirsótta titil "flestu drápin í bardaga". Guðný hefur sett stefnuna á alþjóðlegt götu bardaga mót sem haldið verður í Harlem 5-8 júní.







Dama #8 er Málfríður Erna Sigurðardóttir. Fríða hefur iðkað Yoga af miklum krafti síðasta árið og er ein helsta baráttukona fyrir því að íþróttin verði gerð að löggildri keppnisgrein á ólympíuleikunum.
Fríða á 2.578 vini og stefnir á ennþá fleiri.





Dama # 9 er Guðbjörg Gunnarsdóttir. Guðbjörg útskrifaðist úr Listaskóla Íslands í lok árs 2008. Hennar helstu verk má sjá seint að kvöldi á götum Laugarvegs.. helst um helgar. Guðbjörg er handhafi stórriddarakross sem hún hlaut nú í byrjun árs fyrir ótrúlega sýningu á gamlárskvöld sem hlaut að endingu nafnið "innihald magans" Gugga á 120 vini.






Dama # 10 er Dóra María Lárusdóttir. Dóra er sérstakur áhugamaður um nagladekk og allt sem við kemur gerð þeirra. Hún hefur lagt fram beiðni um það að nagladekk verði leyfð sem akstursdekk yfir sumartímann. Hún hefur einnig verið andlit Mitchelin um nokkurt skeið sem ætti að gefa henni forskot í þessari keppni. Dóra á 20.795.489. vini.




Dama # 11 er Ásta Árnadóttir. Ásta vinnur við það að skrásetja alla heimsbygðina og fylgir þannig kallinu sem kom frá Ágústusi keisara forðum. Hún er með bækistöðvar í Betlehem og berst fyrir því að Ryanair hefji vikulegt flug þangað. Ásta á enga vini.








Dama # 12 er Rakel Logadóttir. Rakel vinnur í IKEA og vinnur fyrir því sem vantar uppá að hún geti látið drauma sína rætast. Hana vantar eingöngu 20.984 krónur til þess að hún geti flogið til Svíþjóðar og hefji þar vinnu við munnblástur glers í höfuðstöðvum IKEA. Rakel á 911 vini.




Dama # 13 er Sif Atladóttir. Sif kemur frá Norður Kóreu eða frá
Chosŏn Minjujuŭi Inmin Konghwaguk. Þar gekk hún í herinn aðeins 3 ára gömul og hefur með tíð og tíma orðið að hægri hönd Kim Jong-il.
Sif á fjöldan allan af vinum en engann á facebook þar sem sú djöfladýrkun er bönnuð í N-Kóreu.








Dama # 14 er Pála Marie Einarsdóttir. Pála ólst upp með hirðingjum í Síberíu en fyrir algera tilviljun lá leið hennar til Íslands þar sem hún hafði heyrt af verkum götulistamannsins G.Gunn. Pála syngur kareókí á Ölver virk kvöld milli 9 og 11. Hún á 38 vini.







Dama # 15 er Margrét Lára Viðarsdóttir. Margrét hefur í gegnum tíðina safnað flöskum og haft mikinn áhuga á öllu sem þeim kemur við, allt frá plastflöskum uppí sjaldgæfar glerflöskur. Hún hefur nú sett á fót flöskulistasafnið í Vestmannaeyjum sem er eins og er staðsett í kjallara foreldra hennar. Margrét á 478 vini.








Dama # 16 er Kristín Ýr Bjarnadóttir. Kristín Ýr hefur unnið við það síðustu árin að troða snjó uppí Bláfjöllum. Þar sem að snjórinn hefur látið standa á sér síðustu ár hefur hún keyrt Zamboni-inn á skautasvelli Reykjavíkur í hjáverkum. Kristín á 845 vini.






Þetta er fyrsta umferð af þeim keppendum sem hafa hlotið náð fyrir augum dómnefndar.
Meira síðar

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow