mánudagur, júní 30, 2008
Valur - Fylkir á morgun!!


Á morgun spilum við gegn Fylki í Landsbankadeild kvenna á Vodafone vellinum okkar að Hlíðarenda. Fylkir er sem stendur í 8.sæti deildarinnar en aðeins 3 stig skilja liðin af í 4. og 10.sæti. Leikurinn hefst á slaginu 19.15 (eða jafnvel fyrr eins og áður í sumar) þannig mæta á réttum tíma!!!
Aðrir leikir sem fara fram á sama tíma eru HK/Víkingur - Breiðablik, Fjölnir - KR, og Afturelding - Keflavík
Allir að mæta á völlinn og styðja okkur til sigurs!!!
ÁFRAM VALUR!!!
fimmtudagur, júní 26, 2008
Til hamingju Ísland!


Það má því segja að íslenska liðið hafi átt mjög góða viku og vann tvo leiki með markatöluna 12-0! geri aðrir betur!
Nú fá landsliðsstelpurnar kærkomið frí og næst á dagskrá er hin dularfulla óvissuferð á sunndaginn!!!
Næsti leikur Vals er gegn Fylki þann 1.júlí næstkomandi!!!