<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 26, 2008

Til hamingju Ísland! 

Íslenska landsliðið í fótbolta vann tvo frábæra sigra í vikunni og stóðu okkar stelpur sig einkar vel. Ísland vann Slóveníu 5-0 á laugardaginn og Margrét Lára skoraði þrennu og Kata jóns fyrirliði skoraði eitt. Í kvöld vann Ísland lið Grikkja 7-0 og Margrét skoraði 2 auk þess sem Dóra María var mjög virk í að leggja upp mörk fyrir félaga sína. Ásta, Kata, Dóra María og Margrét voru allar í byrjunarliði í báðum leikjunum auk þess sem Sif Atladóttir kom inná á móti Slóveníu.

Það má því segja að íslenska liðið hafi átt mjög góða viku og vann tvo leiki með markatöluna 12-0! geri aðrir betur!
Nú fá landsliðsstelpurnar kærkomið frí og næst á dagskrá er hin dularfulla óvissuferð á sunndaginn!!!

Næsti leikur Vals er gegn Fylki þann 1.júlí næstkomandi!!!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow