miðvikudagur, október 26, 2005
Mynd ársins
Flottar myndir úr leiknum....




Hérna eru nokkrar flottar myndir úr leiknum: http://www.ffc-turbine.de/fotos_tumbs.php?id=126, takið sérstaklega eftir guðnýju, ætli það hafi ekki farið mikil einbeiting í að reyna að halda fyrirliðabandinu á hendinni?? rann alltaf niður??hehe. Hérna eru líka myndir úr fyrri leiknum:http://www.ffc-turbine.de/fotos_tumbs.php?id=125
enjoy....
þriðjudagur, október 25, 2005
"Go back to Germany" eins og segir í laginu góða....

Nokkrir molar úr ferðinni:
Elín: hei, ætlum við ekki að fara og sjá Kínamúrinn???
Þulur: Anja, Crowd: Mittag!, Þulur: Potsdam, Crowd: eins! Þulur: Reykjavik, Crowd: null, Þulur: Danke, Crowd: Bitte!! Þetta hljómar enn í mínum eyrum enda 12 sinnum í loftið með viðeigandi útf

Elísabet Gunn við matarborðið, ég kom fyrst aftan að henni með svona stóra loðna dótarkönguló og lét á öxlina á henni og hún náttla öskraði en sá ekki hvað ég var með, síðan settist ég fyrir framan hana og lét hana á borðið án þess að hún sæi og lét köngulóna labba að matnum hennar (það var svona band úr henni og maður gat pumpað)þangað til hún sá köngulóna og fékk náttla móðursýkiskast!!hahah tekin aftur.hóst..
“Tyggjófundurinn”Það mættu allir með tyggjó á fundinn fyrir leik til að pirra þjálfarann sem hefur einstaka fóbíu fyrir tyggjóum og hljóðið þegar fólk er að tyggja á fullu. Ákveðið var að gera smá leik úr þessu og spurt var liðið hver væri tilbúin til að tyggja fimm tuggin tyggjó úr öðrum fyrir 6000 kall, mér til mikillar undrunar vildi cirka 90% af liðinu gera þetta! Og þurfti að draga uppá, Beta litla tuggði semsagt fimm ógeðslega tyggjó og fær sinn sexþúsund kall!!! Man ekki meira at the moment...endilega hendið inn kommentum um fleiri fyndin atriði sem ég er örugglega að gleyma.. kveðja GG
fimmtudagur, október 20, 2005
miðvikudagur, október 12, 2005
Potsdam heima - Potsdam úti
Líklega komin tími til að skrifa aðeins um þessa leiki hérna. Eins og allir vita þá létum við fara ansi illa með okkur heima í fyrri leiknum. Þrátt fyrir frábæra spilamennsku okkar í tæpar 60 mínútur þá tóku þær okkur í bakaríið í seinni hálfleik og sýndu okkur og öðrum sem leikinn sáu að þarna er á ferðinni frábært lið sem erfitt er að stoppa. 1-8 var alltof stór tala miðað við framgang okkar í leiknum við sköpuðum okkur nokkur mjög góð tækifæri og hefðum mátt nýta þau betur. Dómarinn var nú ekki að hjálpa okkur mikið en hún tók af okkur ótrúleg vafaatriði sem hafðu vafalaust skipt okkur sköpum sérstaklega í byrjun leiks þegar hún dæmdi af okkur fullkomlega löglegt mark. En þrátt fyrir allt þá er þetta þýska lið bara hrikalega gott og átti sigurinn skilið.
Guðrún María fékk því miður gult spjald í leiknum og verður því ekki með okkur í seinni leiknum því hún tekur út leikbann vegna tveggja gulra.
En við fáum annað tækifæri á sunndaginn þegar við heimsækjum þær til Þýskalands. Leikurinn fer fram 16.okt kl. 13.00 á íslenskum tíma. Við gerum að sjálfsögðu allt sem við getum til að ná fram betri úrslitum en hér heima.
Æfingar í þessari viku verða allar í Egilshöll, ÍBR losaði fyrir okkur tíma í "höll fólksins" nokkuð gott :)
Fyrir þær sem ekki vita:
Miðvikudag: 21.00 - 22.30
Fimmtudag: 17.00 - 18.45
Föstudag: Mæting kl. 04.25 í Valsheimili
Guðrún María fékk því miður gult spjald í leiknum og verður því ekki með okkur í seinni leiknum því hún tekur út leikbann vegna tveggja gulra.
En við fáum annað tækifæri á sunndaginn þegar við heimsækjum þær til Þýskalands. Leikurinn fer fram 16.okt kl. 13.00 á íslenskum tíma. Við gerum að sjálfsögðu allt sem við getum til að ná fram betri úrslitum en hér heima.
Æfingar í þessari viku verða allar í Egilshöll, ÍBR losaði fyrir okkur tíma í "höll fólksins" nokkuð gott :)
Fyrir þær sem ekki vita:
Miðvikudag: 21.00 - 22.30
Fimmtudag: 17.00 - 18.45
Föstudag: Mæting kl. 04.25 í Valsheimili
þriðjudagur, október 04, 2005
Infó - hófið - Potsdam and so on
Jæja hófið var á laugardag eins og alles vita...
Við áttum að sjálfsögðu okkar verðlaunahafa en þar fóru fremstar í flokki í liði ársins þær Ásta "happyland", Laufey "Láfý" og Margrét "Margó" og héldu merkjum okkar á lofti. Margó og Láfýfengu síðan skó fyrir mörk sín, M golden fyrir 23 mörkin sín og L silver fyrir 13 mörkin sín. Síðast en þó alls ekki síst ÁTTUM VIÐ LEIKMANN ÁRSINS Láfý litla hirti titilinn annað árið í röð ekki amalegt hjá skvísunni. Til hamingju all of you við erum allar svo stoltar af ykkur : )
Heyrst hefur að á hófinu og jafnvel eftir hóf .....
Við áttum að sjálfsögðu okkar verðlaunahafa en þar fóru fremstar í flokki í liði ársins þær Ásta "happyland", Laufey "Láfý" og Margrét "Margó" og héldu merkjum okkar á lofti. Margó og Láfýfengu síðan skó fyrir mörk sín, M golden fyrir 23 mörkin sín og L silver fyrir 13 mörkin sín. Síðast en þó alls ekki síst ÁTTUM VIÐ LEIKMANN ÁRSINS Láfý litla hirti titilinn annað árið í röð ekki amalegt hjá skvísunni. Til hamingju all of you við erum allar svo stoltar af ykkur : )
Heyrst hefur að á hófinu og jafnvel eftir hóf .....
- Hafi fyrirliðin víst gert sér eitthvað vingott við einn ákveðin þjálfara í deildinni.....
- Hafi jörðin gleypt Láfý skömmu eftir að hún var útnefnd best......
- Hafi Margó lent á sjens með einum eða jafnvel tveimur heitum folum, annar í hvítum jakkafötum með seiðandi augnaráð....
- Hafi Rakel horfið út í bíl nokkrum sinnum til að skipta um föt ......
- Hafi 2.flokks stelpurnar verið slefandi yfir borgarstjórasyninum...
- Hafi Eva "semiliðsstjóri" stjórnað djamminu á Óliver og verið dáldið spennt yfir ýmsum málum......
- Hafi Kristín Ýr verið mætt með nýja hnakkann og orðin einn af valsfamilyunni......
- Hafi Villa vilta ákveðið að fara snemma heim til að undirbúa myndatökuna daginn eftir enda ákveðin í að vera fremst á eggjandi myndinni......
- Hafi Pála misst af matnum því hún stillti sér upp nálægt Fylkisborðinu til að horfa á einn dökkhærðan mann sem hún taldi dáldið mikið fyrir augað .....
- Hafi Stjórnarmenn Vals gleymt að óska stelpunum til hamingju með verðlaunin sín.....
Svo er það bara fréttablaðið í vikunni...... jæja eða bara séð og heyrt.... eða bara strætóskýlin :)
Sunnudaginn 9.okt. kl. 14.00 ALLIR Á VÖLLINN evrópuchamparnir mæta á svæðið Potsdam