miðvikudagur, október 12, 2005
Potsdam heima - Potsdam úti
Líklega komin tími til að skrifa aðeins um þessa leiki hérna. Eins og allir vita þá létum við fara ansi illa með okkur heima í fyrri leiknum. Þrátt fyrir frábæra spilamennsku okkar í tæpar 60 mínútur þá tóku þær okkur í bakaríið í seinni hálfleik og sýndu okkur og öðrum sem leikinn sáu að þarna er á ferðinni frábært lið sem erfitt er að stoppa. 1-8 var alltof stór tala miðað við framgang okkar í leiknum við sköpuðum okkur nokkur mjög góð tækifæri og hefðum mátt nýta þau betur. Dómarinn var nú ekki að hjálpa okkur mikið en hún tók af okkur ótrúleg vafaatriði sem hafðu vafalaust skipt okkur sköpum sérstaklega í byrjun leiks þegar hún dæmdi af okkur fullkomlega löglegt mark. En þrátt fyrir allt þá er þetta þýska lið bara hrikalega gott og átti sigurinn skilið.
Guðrún María fékk því miður gult spjald í leiknum og verður því ekki með okkur í seinni leiknum því hún tekur út leikbann vegna tveggja gulra.
En við fáum annað tækifæri á sunndaginn þegar við heimsækjum þær til Þýskalands. Leikurinn fer fram 16.okt kl. 13.00 á íslenskum tíma. Við gerum að sjálfsögðu allt sem við getum til að ná fram betri úrslitum en hér heima.
Æfingar í þessari viku verða allar í Egilshöll, ÍBR losaði fyrir okkur tíma í "höll fólksins" nokkuð gott :)
Fyrir þær sem ekki vita:
Miðvikudag: 21.00 - 22.30
Fimmtudag: 17.00 - 18.45
Föstudag: Mæting kl. 04.25 í Valsheimili
Guðrún María fékk því miður gult spjald í leiknum og verður því ekki með okkur í seinni leiknum því hún tekur út leikbann vegna tveggja gulra.
En við fáum annað tækifæri á sunndaginn þegar við heimsækjum þær til Þýskalands. Leikurinn fer fram 16.okt kl. 13.00 á íslenskum tíma. Við gerum að sjálfsögðu allt sem við getum til að ná fram betri úrslitum en hér heima.
Æfingar í þessari viku verða allar í Egilshöll, ÍBR losaði fyrir okkur tíma í "höll fólksins" nokkuð gott :)
Fyrir þær sem ekki vita:
Miðvikudag: 21.00 - 22.30
Fimmtudag: 17.00 - 18.45
Föstudag: Mæting kl. 04.25 í Valsheimili
Comments:
Skrifa ummæli