<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, október 30, 2004

Grandmótið 21.nóvember 

Við tökum þátt í Grandmóti FH, þó aðeins með eitt lið að þessu sinni..
Mótið verður spilað í tveim riðlum á sunnudeginum og úrslit að lokinni riðlakeppni.

föstudagur, október 29, 2004

Margrét Lára gengin til liðs við Val og Elín líklega á leiðinni líka 

Seinni partinn í dag skrifaði Margrét Lára undir 1 árs samning við Val..
Þetta er án efa mikil styrkur fyrir okkar hóp og bjóðum við hana velkomna að Hlíðarenda.

Til gaman má geta þess að á sama tíma skrifuðu Guðmundur Benediksson og Kjartan Sturluson undir 2 ára samning við Val og bjóðum við þá velkomna að Hliðarenda sömuleiðis.

Elín Svavarsdóttir er að auki að íhuga skipti yfir í Val á nyjan leik úr FH og ef þau skipti ganga eftir yrði það að auki mikil styrkur fyrir okkur .

Á næstu dögum mun stjórnin ganga til samninga við þá leikmenn sem eru með lausa samninga.

Æfingar byrja svo á fullu frá og með þriðjudeginum 2.nóv.


Afmælisbarn dagsins - Jóhanna FARIN - Dóra ekki með  

Fréttamennskan hefur algjörlega legið niðri hérna...

En til að bæta úr því er skemmst frá því að segja að Regína litla María á afmæli í dag, 18 ára
pæjan sú arna ... til hamingju með daginn fröken :)

Svo er ekki úr vegi að óska Jóhönnu velfarnaðar á nýjum vettvangi en hún hefur eins og flestir vita lagt land undir fót, flogin norður á bóginn til USA þar sem hún tekur við nýju og skemmtilegu hlutverki í sínu lífi (voða dramatísk allt saman) :)

Svo er það leiðinlega fréttin að nú er ljost að Dóra getur ekki tekið þátt í landsleikjunum við Noreg um miðjan nóvember vegna áverka á andliti sem hún hlaut í leik á móti USA í september.




mánudagur, október 25, 2004

Framundan 

Jæja nú fer að líða að STARTI
Fyrsta æfing tímbilsins verður þriðjudaginn 2.nóvember í Egilshöll mæting kl. 19.45
Æfingin er frá 20.00 - 21.00...
Eftir æfingu höldum við stuttan fund um framhaldið.

Leikmenn í A landsliði hafa frjálsa mætingu varðandi þátttöku á þessari æfingu
en mikilvægt er að allar mæti samt sem áður undir lok æfingar og taki þátt í fundinum þar sem við förum yfir tímabilið fram að áramótum.



þriðjudagur, október 19, 2004

Íslandsmótið innanhúss 

Það er bara allt að gerast hérna!

En fyrir þær og þá sem ekki vita þá er búið að draga í riðla á innanhússmótinu og það sem mesta athygli vekur er að með okkur í riðli eru Gróttu grund "stelpurnar", þið vitið, þessar gömlu góðu; Ragga Vík, Gunna Sæm, Biddý Vals og fleiri og fleiri goðsagnir. Eitthvað hafa þær þó verið að bæta við sig "yngri" leikmönnum og heyrst hefur að hún Ásgerður Hildur, a.k.a. Hilla speedee, hafi sjaldan eða aldrei verið í betra formi og fari létt með eitt stykki maraþon hlaup á góðum degi, þ.e. langi hana til þess.

A-riðillinn okkar lítur annars svona út: Grótta, ÍBV, Stjarnan, Valur og Þróttur R.
Í B-riðli eru: Breiðablik, FH, HK/Víkingur, ÍA og KR.
Riðlarnir fara fram í Austurbergi laugardaginn 27.nóv og svo úrslit á sunnudeginum. Hægt er að sjálfsögðu að sjá leikjaröðunina inn á ksi.is
Allt lítur út fyrir hörkuspennandi riðlakeppni og vonandi skemmtilegt mót. Við höfum að sjálfsögðu titil að verja og látum hann ekki svo auðveldlega frá okkur, ef ég þekki liðið rétt.

Að lokum skora ég á FH-ingana að klikka ekki á Grandmótinu. Snilldarmót í Krikanum sem alltaf er jafn gaman á.

over&out
Íris

laugardagur, október 09, 2004

portúgal og smá canella 

hae hae

Eins og tid vitid er madur ad spoka sig í sólinni hérna sudur frá....
Reyndar hefur sólin eitthvad verid ad fela sig full mikid en madur
nytir hvern sentemeter af henni samt sem adur :)

Keyrdi yfir a canella i gaer á gamlar slódir, ramsadi inn a hotel eins
hotelgestur og let vel um mig fara, pantadi meira ad segja pizzu hjá
Jesús og blandadi mer kokteilsósu ad haetti Irisar med :)
Vorum svo ad hugsa um ad svindla okkur í kvoldmat med odrum gestum
en toldum tad fullgróft hehehe..

Svo er madur audvitad buin ad traeda budirnar svolitid vel... her er komin
ny glaesileg Adidas bud svo madur er vist eitthvad ad svikja merkid sitt
en nike fotin fylgja samt ad sjalfsogdu med i pokana :)

Willum nyji valstjalfarinn er hérna med okkur á hotelinu svo vid erum
komin vel a veg med ad skipuleggja glaesilega framtíd félagsins :)

Meira var tad ekki ef einhver ykkar les tetta í gudana baenum commentidi ta
svo tad sé gaman fyrir mig ad kikja i tolvuna a kvoldin :)

Sólbrennheit kvedja fra Hotel Pariso
Gunnarz

mánudagur, október 04, 2004

Lokahófið - áttum stóran þátt í góðu kvöldi 

Lokahófið var fyrst að Hlíðarenda þar sem leikmenn m.fl.ka og m.fl.kv voru valdir.
Best að vali þjálfara: Laufey Ólafs
Efnilegust að vali þjálfara: Guggz
Leikmaður leikmannanna: Laufey Ólafs

KSÍ hófið:
Lið ársins: Gugga, Fríða, Pála, Íris, Laufey og Nína
Þjálfari: Elízabet

Bronsskórinn : Nína Óskin

Besti leikmaður deildarinnar: Laufey Ólafs

Prúðasta liðið: Valur

Alveg ágætis uppskera hjá okkur í ár til hamingju allar :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow