<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 19, 2004

Íslandsmótið innanhúss 

Það er bara allt að gerast hérna!

En fyrir þær og þá sem ekki vita þá er búið að draga í riðla á innanhússmótinu og það sem mesta athygli vekur er að með okkur í riðli eru Gróttu grund "stelpurnar", þið vitið, þessar gömlu góðu; Ragga Vík, Gunna Sæm, Biddý Vals og fleiri og fleiri goðsagnir. Eitthvað hafa þær þó verið að bæta við sig "yngri" leikmönnum og heyrst hefur að hún Ásgerður Hildur, a.k.a. Hilla speedee, hafi sjaldan eða aldrei verið í betra formi og fari létt með eitt stykki maraþon hlaup á góðum degi, þ.e. langi hana til þess.

A-riðillinn okkar lítur annars svona út: Grótta, ÍBV, Stjarnan, Valur og Þróttur R.
Í B-riðli eru: Breiðablik, FH, HK/Víkingur, ÍA og KR.
Riðlarnir fara fram í Austurbergi laugardaginn 27.nóv og svo úrslit á sunnudeginum. Hægt er að sjálfsögðu að sjá leikjaröðunina inn á ksi.is
Allt lítur út fyrir hörkuspennandi riðlakeppni og vonandi skemmtilegt mót. Við höfum að sjálfsögðu titil að verja og látum hann ekki svo auðveldlega frá okkur, ef ég þekki liðið rétt.

Að lokum skora ég á FH-ingana að klikka ekki á Grandmótinu. Snilldarmót í Krikanum sem alltaf er jafn gaman á.

over&out
Íris

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow