föstudagur, desember 12, 2008
Meistaradeild kvenna.
Tekið af fotbolti.net:
Knattspyrnusamand Evrópu, UEFA, tilkynnti í gær breytingar á Evrópukeppni félagsliða kvenna sem hér eftir mun heita Meistaradeild kvenna frá næstu leiktíð 2009-2010.Íslandsmeistarar Vals munu verða fulltrúar Íslands í mótinu en öll meistaralið komast í keppnina og auk þeirra þau lið sem enduðu í öðru sæti í deildarkeppnum átta bestu deilda Evrópu fá einnig sæti í mótinu. Aðeins ein riðlakeppni mun fara fram í þessari nýju keppni í stað tveggja áður og eftir það verður farið í 32 liða úrslit sem verður útsláttarkeppni, leikið heima og að heiman. Með þessu er hugsunin að fjölga heimaleikjum liðanna því riðlakeppnirnar eru almennt leiknar í einu landi hver riðill. Stór breyting verður líka á úrslitaleiknum því til þessa hafa þeir verið leiknir heima og að heiman en í Meistaradeild kvenna verður úrslitaleikurinn á hlutlausum velli og leikinn í sömu borg og úrslitaleikur Meistaradeildar karla en tveimur dögum áður. Þannig verður mikil fótboltavika í kringum úrslitaleiki Meistaradeildar karla og kvenna í viðkomandi borg sem á fyrstu leiktíðinni verður í Madríd á Spáni, úrslitaleikur kvenna fer fram fimmtudaginn 20. maí 2010, úrslitaleikur karla tveimur dögum síðar í sömu borg.
Eigum við ekki bara að fara að byrja á þessum helvítis 200 metra sprettum?
Knattspyrnusamand Evrópu, UEFA, tilkynnti í gær breytingar á Evrópukeppni félagsliða kvenna sem hér eftir mun heita Meistaradeild kvenna frá næstu leiktíð 2009-2010.Íslandsmeistarar Vals munu verða fulltrúar Íslands í mótinu en öll meistaralið komast í keppnina og auk þeirra þau lið sem enduðu í öðru sæti í deildarkeppnum átta bestu deilda Evrópu fá einnig sæti í mótinu. Aðeins ein riðlakeppni mun fara fram í þessari nýju keppni í stað tveggja áður og eftir það verður farið í 32 liða úrslit sem verður útsláttarkeppni, leikið heima og að heiman. Með þessu er hugsunin að fjölga heimaleikjum liðanna því riðlakeppnirnar eru almennt leiknar í einu landi hver riðill. Stór breyting verður líka á úrslitaleiknum því til þessa hafa þeir verið leiknir heima og að heiman en í Meistaradeild kvenna verður úrslitaleikurinn á hlutlausum velli og leikinn í sömu borg og úrslitaleikur Meistaradeildar karla en tveimur dögum áður. Þannig verður mikil fótboltavika í kringum úrslitaleiki Meistaradeildar karla og kvenna í viðkomandi borg sem á fyrstu leiktíðinni verður í Madríd á Spáni, úrslitaleikur kvenna fer fram fimmtudaginn 20. maí 2010, úrslitaleikur karla tveimur dögum síðar í sömu borg.
Eigum við ekki bara að fara að byrja á þessum helvítis 200 metra sprettum?
Comments:
Skrifa ummæli