<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 04, 2008

There is a fire in the building, do not use the lifts 

Við spiluðum þriðja leik okkar í Lengjubikarnum í gær við Fylki. Mannskapurinn var harðákveðinn í því að hysja upp um sig frá síðasta leik þar sem við töpuðum fyrir KR sælla minninga. Við byrjuðum leikinn strax af krafti og á 5. mínútu c.a fengum við dæmda vítaspyrnu sem fyrirliði okkar í þessum leik Margrét Lára tók. Spyrnan fór þó flestum til undrunar forgörðum, en Margrét var ekki lengi að leiðrétta þann misskilning og var búin að koma boltanum í netið 2 mínútum seinna.

Við héldum áfram að sækja gegn daufu liði Fylkis, og Guðný og Vanja sköpuðu oft mikinn usla í vörn þeirra. Það var svo á 27. mínútu Klettur ársins 2007 (Pála Marie) sendi ban eitraðan bolta inn í teig og eftir örlítið klafs var það Margrét Lára sem skoraði annað mark leiksins.

Staðan var því 2-0 þegar mínúta var eftir af fyrri hálfleik og brunavarnarkerfi Egilshallarinnar ákvað að fara í gang. Konan í kallkerfinni skipaði fólki að yfirgefa bygginguna tafarlaust og það mætti alls ekki nota lyfturnar sem flestir myndu þýða elevator á ensku en hún kaus að nota orðið "lifts". Ensku spekingum liðsins var misboðið við þetta og hafa sent kvörtunarbréf til húsvarðarins. Fréttaritari valurwoman fór á stúfana og komst að því að lift getur í raun líka þýtt lyfta þó svo að elevator sé þessi týpíska. En eftir korters eldvarnaræfingu var MÍNÚTAN sem eftir var af fyrri hálfleik spiluð og þá var flautað til hálfleiks.

Seinni hálfleikur hófst eftir mikla bið og við héldum áfram að ráða lögum og lofum inn á vellinum. Það var svo á 68. mínútu að Rakel Loga kom með góða fyrirgjöf frá hægri sem Dagný Brynjarsdóttir stuðningsmaður FSU kláraði með glæsibrag. Við vorum langt frá því að vera hættar og eftir 8 mínútur var Margrét Lára búin að fullkomna þrennuna þegar hún fylgdi vel eftir "skoti" Hallberu á markið sem markmaður Fylkis missti. En hún lét ekki þar við sitja því eftir 3. mínútum síðar var það María Rós sem geystist upp kantinn og renndi boltanum á hverja aðra en Margréti Láru sem kláraði færið af alkunnri fagmennsku.

Leikmaður Fylkis varð svo fyrir því óláni að senda botlann í eigið net og staðan því orðin 4-0.

Það var svo engin önnur en Kristín Ýr betri helmingurinn í dúettnum snooze sem rak síðasta smiðshöggið með góðum skalla. Langþráð mark hjá Chriss cool sem er byrjuð aftur að æfa eftir að hafa tekið sér pásu frá knattspyrnuiðkun.

Liðið var mikið frískara heldur en undanfarið og alltaf gott að halda hreinu þar sem Ása stóð fyrir sínu. Fylkir fékk ekkert hættulegt marktækifæri á meðan við nýttum okkar vel og hefðum getað sett fleiri.

Liðið: Ása,Anna-61 María,Ásta,Pála,Vanja,Dagný-75 Kristín,Helga,Heiða-61 Rakel,Fríða,Guðný-51 Hallbera,Margrét.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow