<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 18, 2008

steindautt jafntefli 

Stjarnan - Valur (Lengjubikar) fór fram á hinum sí græna gervigrasvelli í Garðabænum í gærkvöldi.
Leikurinn var því miður ekki mikið fyrir augað, fyrir þá örfáu áhorfendur sem lögðu leið sína á völlinn. Það dró þó til tíðinda á c.a 25 mínútu þegar Kristín Ýr fékk dæmda vítaspyrnu eftir góða sendingu frá Pálu innfyrir vörn Stjörnunnar. Eitthvað eru vítin þó að stríða okkur því spyrnan fór forgörðum rétt eins og síðasta víti sem við tókum. Við fengum annað gott tækifæri til þess að komast yfir þegar að Pála tók langt innkast en Hallbera skallaði boltann yfir.
Staðan 0-0 í hálfleik.
Seinni hálfleikur var tíðindalaus rétt eins og sá fyrri, við fengum nokkur tækifæri til þess að skora en inn vildi boltinn ekki. Stjörnustelpur fengu sitt eina færi sem þeim tókst ekki að nýta.
Niðurstaðan var því steindautt jafntefli 0-0.

Varamennirnir áttu góðar innkomur í seinni hálfleik þrátt fyrir vafasaman aldur ;)
Vörnin stóð fyrir sínu þar sem að stjörnustúlkur fengu einungis 1 marktækifæri.
Ása hélt hreinu 3. leikinn í röð ;)

Liðið : Ása, María Rós (55 Begga gná), Ásta, Pála, Vanja, Andrea Ýr (75 Katrín Gylfa), Anna Garðars (45 Thelma Björk) Katrín, Helga Sjöfn, Hallbera, Kristín Ýr (55 Magga)

Meiðslalistinn okkar er orðinn ansi langur, en þær Gugga,Guðný,Sif,Fríða,Margrét,Rakel og Dagný gátu ekki tekið þátt í leiknum í gær vegna meiðsla.

Næst á dagskrá er Akureyri, þangað sem liðið heldur í dag í æfingaferð með skemtilegu ívafi ;)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow