laugardagur, desember 08, 2007
Stórtíðindi, stórtíðindi - Kata framlengir!!
Okkar ástkæri fyrirliði Katrín Jónsdóttir hefur framlengt samning sinn við Val um 2 ár og eru þetta frábærar fréttir fyrir liðið. Kata hefur verið fyrirliði liðsins síðustu tvö ár og hefur lyft hvorki fleiri né færri en tveimur Íslandsmeistarartitlum á þeim árum (Guðný stærðfræðingur sagði mér að það væri 100% nýting)
Kata hefur komið víða við en hún hefur leikið með Kolbotn, Amazon Grimstad, Stjörnunni og Breiðablik. Kata hefur átt langan og góðan feril með landsliðinu og hefur spilað með öllum landsliðum Íslands og bar fyrirliðaband Íslendinga í flestum leikjum landsliðsins í ár.
Það þarf því ekki að útskýra nánar hversu góðar fréttir þetta eru fyrir liðið,
Kata þú ert hetjan okkar, læknir, fyrirliði og besti skallamaður Íslands (en passaðu þig samt, það eru búnar að vera skallaæfingar á fullu í nóv!!!)
Til hamingju með nýja samninginn Kata, we love you!!
kv. Valsfamilían
ÁFRAM VALUR!!!
Comments:
Skrifa ummæli