sunnudagur, október 14, 2007
Tap - sigur - þjófnaður - gleði -spenna
Já þessi orð segja mikið um veru okkar hérna í Belgíu !!
Við mættum Frankfurt á fimmtudag í hörkuleik þar sem skipulag okkar hélt stórkostlega vel í 82 mínútur en þá ákvað Birgit Prinz að það væri kannski komin tími á að vinna bara leikinn.
Þær skoruðu síðan 3 flott mörk og sýndu að þær eru alltílæ í fótbolta.
Ýmislegt hefur drifið á daga liðsins síðan Frankfurtarleik lauk, þjóðverjarnir ganga um gólf eins og þær séu Hollywoodstjörnur frekar mikið að misskilja sjálfar sig á meðan við sitjum á gólfum hótelsins að borða pantaðar pizzur, verðum að borða eitthvað common... :)
Maturinn er semsagt í enn eitt skiptið bara eitthvað rugl og okkur fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að elda sama túnfiskinn 3 daga í röð á mismunandi hátt í hádegismat og kvöldmat ??
Í gær mættum við síðan Wezemaal frá Belgíu og það var um hörkuleik að ræða. Fyrri hálfleikur var okkur mjög erfiður og þurftum við að rífa af okkur ákveðið slen í hálfleik til þess að átta okkur á því að við værum á leiðinni út úr keppninni ef við myndum ekki fara að ýta á "ON". doktor Kata kapteinn tók til sinna ráða og opnaði markareikning liðsins með glæsilegu skallamarki og 3 mörk til viðbótar potuðu sér inn í kjölfarið. Frábær sigur og aðeins of mikilvægur til þess að hægt væri að sleppa honum.
En jæja nýkomnar úr verslunarferð í kaupfélaginu á Flateyri .. HALLÓ báðum um moll og lentum á einhverju álíka stóru og kaupfélaginu án gríns... ekki hlæja þetta er bara ekkert fyndið Óli með innkaupalistann útprentaðann frá konunni og yfirstrikaðan með bleikum penna en NEI Óli fær að heyra það þegar hann kemur heim með EKKERT. En MacDonalds róaði fólkið og sá til þess að Valsliðið kemur ekki heim með Anorexíu.
Thelma Ýr borðaði í boði Dodda þar sem hún á ekki peningar lengur vegna alræmda glæpagengisins í Brussel.. Þær stöllur Thelmurnar Björk og Ýr eru nú loksins komnar með nýtt herbergi og fá vonandi að halda restinni af stöffinu sínu í friði frá þessu pakki.
Bestu leikmenn ferðarinnar hafa verið þær : Soffía Ámundadóttir, Drífa Skúladóttir, Lára Viðarsdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir allavega ef marka má Belgísku pressuna sem virðist hafa eitthvað dálæti af þessum leikmönnum... En skemmst er frá því að segja að þetta voru samkvæmt lókal blaðinu hérna sterkustu leikmenn Vals fyrirfram fyrir mót.
Jæja kvöldið framundan og hver veit hvað drýpur á daga okkar .. örugglega eitthvað ógleymanlegt :)
Later from two star hotel in Brussel 100m from the airport in the sun on Sunday
Valur womens team
Comments:
Skrifa ummæli