
Þann
16.október spilum við á móti
Everton í síðasta leik okkar í riðlinum. Everton hefur á að skipa gríðarlega góðum leikmönnum og eiga t.a.m.
6 A-landsliðsstúlkur sem voru á dögunum í
Kína með Englandi. Það er markvörðurinn
Rachel Brown og aðrir leikmenn,
Fara Williams, Rachel Unitt, Jill Scott, Jodie Handley og Lindsay Johnson. England datt út í 8 liða úrslitum á HM eins og flestir vita þegar þær töpuðu 3-0 á móti USA. Everton fór áfram með
ótrúlegum hætti í 32.liða úrslitin en þær sigruðu alla sína leiki með markatöluna
20-0. Þær spiluðu á móti; Gintra sem endaði 4-0, Glentoran og það fór 11-0 og Zuchwil og endaði sá leikur 5-0. Það þýðir að Everton hefur
ekki enn fengið á sig mark í keppninni!!
Helstu s

tjörnur Everton:
Rachel Brown: 27 ára markvörður. Hefur spilað 48 leiki fyrir landslið Englands og var markvörður nr. 1 í enska landsliðinu á HM. Rachel Brown spilaði með ÍBV sumarið 2003 og spilaði líka einmitt bikarúrslitaleik gegn Val sem fór 3-1 okkur í hag. Margrét ætti því að þekkja markvörðinn í gegn sem vonandi kemur okkur til hjálpar í leiknum mikilvæga!
Fara W
illiams: 23 ára miðjumaður. Hefur spilað 53 leiki fyrir landslið Englands og skorað í þeim 16 mörk. Fyrirliði margra yngri landsliða Englands og er nú lykilleikmaður í A landsliði þeirra. Hún er þekkt fyrir gríðarlega góðar og nákvæmar aukaspyrnur auk þess sem hún er vítaskytta nr. 1 í Englandi.
Rache Unitt: 25 ára varnarmaður. 63 landsleikir og 4 mörk. Gríðarlega öflugur vinstri bak

vörður. Var útnefnd besti leikmaður Englands árið 2004 af FA Women’s Football Awards. Hefur unnið fjöldan allan af verðlaunum og er gríðarlega sterkur vinstri fótar maður.
Hér er fan-síðan hennar:
http://www.rachel-unitt.net/Það er óþarfi að segja meira um liðið annað en að þær eru með gríðarlega sterkt lið og verður fróðlegt að sjá hvernig leikurinn þann 16.október mun fara!
# posted by valsarar : 10:40 e.h.