sunnudagur, júlí 29, 2007
Valur - ÍR annað kvöld!
Nú er lítil hvíld milli leikja og spilum við strax annan leik á morgun, mánudaginn 30.júlí kl. 19.15, á Valbjarnarvelli á móti ÍR. Þetta er fyrsti leikurinn í seinni umferð en mótið er akkurat hálfnað núna. ÍR er sem stendur í 7.sæti deildarinnar en við sigruðum þær 6-0 í fyrri umferð með mörkum frá Rakel, Vönju, Nínu og Margréti sem var með þrennu. Við viljum hvetja alla til að mæta á völlinn og styðja okkur til sigurs! ÁFRAM VALUR!!
Comments:
Skrifa ummæli