þriðjudagur, júlí 03, 2007
3-1 á Fylkisvelli þar sem gjallarhornið fór hamförum
Leikurinn fór fram í blíðskaparviðri í Árbænum í kvöld og við byrjuðum strax af miklum krafti. Strax á 2.mínútu skoraði Dóra María stórglæsilegt mark eftir sendingu frá Sif frá hægri og staðan strax orðin 1-0. Fyrstu 10-15 mínútur leiksins voru mjög fínar af okkar hálfu en smátt og smátt náði Fylkir koma sér betur inní leikinn. Við náðum samt að skapa okkur fullt af færum sem við eigum hreinlega að nýta betur en það tókst ekki og staðan því 1-0 í frekar bragðdaufum hálfleik. Fram að þessu hafði Fylkir sýnt fyrirmyndarbaráttu inná vellinum og ætluðu sér greinilega að komast frá þessu leik með stig. Í byrjun seinni hálfleiks misstum við boltann á klaufalegan hátt á miðjunni sem Fylkir nýtti sér vel, þær keyrðu á vörnina áttu fínt skot á markið sem var varið og Anna Björg var fyrst að átta sig og fylgdi vel á eftir og staðan því orðin 1-1. Núna fóru ótrúlegir hlutir í gang. Dómarinn var frábær í kvöld og stal einfaldlega senuninni oft á köflum sérstaklega þegar hann hunsaði hvað eftir annað ákvarðanir aðstoðarmanna sinna. "já mér fannst þetta virka" er dáldið góð setning eftir daginn. Á 59. mínútu skoraði Vanja eftir góðan undirbúning frá Margréti og kom okkur aftur yfir í 2-1 og má segja að við værum með leikinn í hendi okkar, enda vorum við alltaf mun líklegri til að bæta við en þær til að minnka muninn. Nína og Hallbera fóru síðan útaf fyrir Thelmu og Lindu á 56.mínútu. Nýr "vallarþulur" tók til máls og sagði nokkur vel valin orð út síðari hálfleikinn, heppinn að ekki var eftirlitsmaður á vellinum sem hefði án efa gert athugasemd í skýrslu sína. Barátta Fylkis var fín á vellinum hjá þeim og þær eiga hrós skilið fyrir það. Þriðja og síðasta mark leiksins skoraði síðan Vanja á 80.mínútu aftur eftir undirbúning Margrétar og var það mark mjög svipað marki nr. 2. Frábært hvernig Vanja og Margrét unnu saman að þessum tveim mörkum og stóðu af sér mótlætið.
Á 84.mínútu meiddist Sif eftir mjög harkalega tæklingu, hún var borin af velli, dómarinn dæmdi ekkert okkur til furðu en svona er fótboltinn vonandi eru meiðsli hennar ekki eins alvarlega og þau litu út fyrir að vera. En leikurinn endaði 3-1 fyrir okkur og frábært að fá 3 stig þrátt fyrir frekar dapra frammistöðu hjá okkur í kvöld. Guðný átti reyndar fínan leik og ekki hægt að kvarta yfir hennar frammistöðu en flest allar aðrar voru að spila undir getu. Mikilvægur sigur í höfn og þrjú góð mörk skoruð og við erum því ennþá í efsta sæti deildarinnar ásamt KR.
Liðið: Gugga, Ásta, Kata, Pála, Sif (Bára), Hallbera (Linda), Guðný, Vanja, Dóra María, Nína (Thelma) og Margrét
Trallala skoðið svo endilega skemmtilegu kommentin sem áhugafólk um valurwoman setja hér að neðan :)
Á 84.mínútu meiddist Sif eftir mjög harkalega tæklingu, hún var borin af velli, dómarinn dæmdi ekkert okkur til furðu en svona er fótboltinn vonandi eru meiðsli hennar ekki eins alvarlega og þau litu út fyrir að vera. En leikurinn endaði 3-1 fyrir okkur og frábært að fá 3 stig þrátt fyrir frekar dapra frammistöðu hjá okkur í kvöld. Guðný átti reyndar fínan leik og ekki hægt að kvarta yfir hennar frammistöðu en flest allar aðrar voru að spila undir getu. Mikilvægur sigur í höfn og þrjú góð mörk skoruð og við erum því ennþá í efsta sæti deildarinnar ásamt KR.
Liðið: Gugga, Ásta, Kata, Pála, Sif (Bára), Hallbera (Linda), Guðný, Vanja, Dóra María, Nína (Thelma) og Margrét
Trallala skoðið svo endilega skemmtilegu kommentin sem áhugafólk um valurwoman setja hér að neðan :)
Comments:
Skrifa ummæli