föstudagur, júlí 13, 2007
2-1 tap, sorgleg frammistaða í fyrri hálfleik.
Í kvöld mættum við Breiðabliki á Kópavogsvelli í 8 liða úrslitum VISA bikarsins og lutum þar í lægra haldi fyrir heimastúlkum sem kláruðu okkur í fyrri hálfleik. Það má segja að við hreinlega byrjuðum ekki leikinn fyr en á cirka 48.mínútu eða þegar seinni hálfleikur var rétt byrjaður. Þrátt fyrir skítaframmistöðu í fyrrihálfleik þá hefðum við samt getað skorað því við fengum tækifæri til þess. En það voru blikarnir sem skoruðu 2 góð mörk, það fyrra var skot frá Gretu Mjöll upp í hornið fjær og hið síðara var mark frá Söndru Sif sem lagði hann í hornið eftir að hún komst í gegnum vörnina. Frammistaðan í fyrri hálfleik er ein sú versta sem leikmenn hafa sýnt í fjölmörg ár, það verður bara að viðurkennast því miður. Tilfinniningin inná vellinum var meira eins og á léttri æfingu eftir leik en alls ekki eins og hún á að vera í leik að stærðargráðu eins og þessum.
Góð hálfleiksræða var tekin á okkur í leikhléi sem náði heldur betur að vekja okkur til lífsins en gjörsamlega allt annað lið mætti á völlinn í seinni hálfleik. Nína var tekin útaf fyrir Hallberu sem fór í vinstri bakvörð, Kata fór á miðjuna og Sif í hægri bakvörð. Við byrjuðum seinni hálfleikinn með hápressu og sköpuðum okkur virkilega mörg marktækifæri og er hreint ótrúlegt að við skyldum ekki ná að nýta eitt einasta þeirra. Á mjög löngum köflum voru blikarnir ekki einu sinni nálægt því að komast yfir miðju en þær spiluðu agað í vörninni og héldu markinu hreinu. Bakvörður blika braut síðan á Guðný þegar hún sparkaði í hana innan teigs og umsvifalaust dæmd vítaspyrna. Margrét tók spyrnuna og minnkaði muninn í 2-1 þegar um 5 mínútur voru eftir af leiknum. Síðustu mínútur leiksins voru virkilega fjörugar, fjölmörg færi eins og áður í leiknum en inn fór boltinn ekki.
Svona heilt yfir er gríðarlega svekkjandi að hafa ekki náð að jafna en það er ekki hægt að segja “heppni eða óheppni” blikarnir skoruðu einfaldlega 2 mörk og við 1 og það er það sem telur í leikslok. Hálfleikarnir voru svart og hvítt þar sem við hreinlega byrjuðum ekki leikinn fyr en eftir hálfleiksræðu. Það er síðan virkilega svekkjandi að hugsa til þess að við hefðum klárlega unnið þennan leik ef við hefðum bara byrjað leikinn frá fyrstu mínútu. Liðinu sem langaði meira að vinna leikinn sigraði, svo einfalt er það. Dómararnir voru frábærir í þessum leik og langt síðan jafngóður dómari eins og þessi hefur dæmt hjá okkur.
Nú er bara að girða upp um sig buxurnar og horfa fram á veginn þar sem við erum í bullandi séns á Íslandsmótinu auk þess sem hin skemmtilega Evrópukeppni nálgast en bikarkeppnin er því miður búin í ár.
Liðið: Gugga(46.),Ásta(46.), Pála(46.), Kata(46.), Sif(46.), Guðný(46.),Vanja(46.)Fríða(46.)(Andrea 70.), Dóra María(46.)(Hallbera(46.)) og Margrét Lára(46.)
Góð hálfleiksræða var tekin á okkur í leikhléi sem náði heldur betur að vekja okkur til lífsins en gjörsamlega allt annað lið mætti á völlinn í seinni hálfleik. Nína var tekin útaf fyrir Hallberu sem fór í vinstri bakvörð, Kata fór á miðjuna og Sif í hægri bakvörð. Við byrjuðum seinni hálfleikinn með hápressu og sköpuðum okkur virkilega mörg marktækifæri og er hreint ótrúlegt að við skyldum ekki ná að nýta eitt einasta þeirra. Á mjög löngum köflum voru blikarnir ekki einu sinni nálægt því að komast yfir miðju en þær spiluðu agað í vörninni og héldu markinu hreinu. Bakvörður blika braut síðan á Guðný þegar hún sparkaði í hana innan teigs og umsvifalaust dæmd vítaspyrna. Margrét tók spyrnuna og minnkaði muninn í 2-1 þegar um 5 mínútur voru eftir af leiknum. Síðustu mínútur leiksins voru virkilega fjörugar, fjölmörg færi eins og áður í leiknum en inn fór boltinn ekki.
Svona heilt yfir er gríðarlega svekkjandi að hafa ekki náð að jafna en það er ekki hægt að segja “heppni eða óheppni” blikarnir skoruðu einfaldlega 2 mörk og við 1 og það er það sem telur í leikslok. Hálfleikarnir voru svart og hvítt þar sem við hreinlega byrjuðum ekki leikinn fyr en eftir hálfleiksræðu. Það er síðan virkilega svekkjandi að hugsa til þess að við hefðum klárlega unnið þennan leik ef við hefðum bara byrjað leikinn frá fyrstu mínútu. Liðinu sem langaði meira að vinna leikinn sigraði, svo einfalt er það. Dómararnir voru frábærir í þessum leik og langt síðan jafngóður dómari eins og þessi hefur dæmt hjá okkur.
Nú er bara að girða upp um sig buxurnar og horfa fram á veginn þar sem við erum í bullandi séns á Íslandsmótinu auk þess sem hin skemmtilega Evrópukeppni nálgast en bikarkeppnin er því miður búin í ár.
Liðið: Gugga(46.),Ásta(46.), Pála(46.), Kata(46.), Sif(46.), Guðný(46.),Vanja(46.)Fríða(46.)(Andrea 70.), Dóra María(46.)(Hallbera(46.)) og Margrét Lára(46.)
Comments:
Skrifa ummæli