þriðjudagur, júlí 31, 2007
10-0 sigur! Ótrúlegur seinni hálfleikur....
Í kvöld spiluðum við á móti ÍR í landsbankadeildinni og gjörsigruðum þær á heimavelli 10-0. Aðstæður voru nokkuð erfiðar í byrjun leiks en það var grenjandi rigning á holóttum blautum vellinum. Við byrjuðum leikinn alls ekki nógu vel og spiluðum hreinlega illa í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir það náðum við að skora á 38.mínútu þegar Dóra María gaf á Margréti Lári sem var felld inní vítateig og umsvifalaust var dæmd vítaspyrna. Margrét Lára tók spyrnuna sjálf og skoraði örugglega. Einungis þremur mínútum síðar var Dóra María með boltann á miðjunni og lagði upp mark fyrir Margréti þegar hún átti stórkostlega sendingu yfir vörnina eftir að hafa tekið boltann á kassann og Margrét kláraði færið frábærlega með vinstri í vinstra hornið og staðan því orðin 2-0 eins og hún var í hálfleik. Beta tók tryllingin í hálfleik enda vorum við flestar að spila virkilega illa að kannski Dóru Maríu undanskildri. Seinni hálfleikur var síðan gjörsamlega allt annar, leikmenn greinilega vöknuðu eftir hálfleiksræðuna. Á 52. mínútu skoraði Vanja með skalla eftir að Margrét komst uppað endalínu og lagði boltann fyrir beint á kollinn á Vönju og staðan orðin 3-0. Margrét Lára skoraði síðan mark beint úr hornspyrnu frá hægri (með hægri) á 58.mínútu sem er hreint ótrúlegt hjá stelpunni! Uppúr þessu kom hreint ótrúlegur kafli hjá okkur en við skoruðum hvorki meira né minna en 5 mörk á tæplega 10.mín kafla! Á sömu mínútu (58.) gerði Beta fyrstu skiptinguna þegar hún tók Rakeli Loga útaf fyrir Guðný sem er öll að jafna sig eftir U19 törnina. Á 60.mínútu var brotið á Kötu innan teigs og vítaspyrna var dæmd. Vítaskyttan okkar Margrét Lára fór í annað sinn í leiknum á vítapunktinn og skoraði aftur örugglega. Guðný var ekki búin að vera lengi inná þegar hún náði að setja mark sitt á leikinn en hún skoraði tvö mörk á tveimur mínútum, það fyrra eftir sendingu frá Margréti og það seinna eftir undirbúning Vönju. Dóra María var næst til að komast á markalistann á 67.mínútu þegar hún skoraði úr teignum eftir stórglæsilega “kassa” sendingu frá Margréti og staðan því orðin 8-0 og enn rúmlega 20.mínútur eftir af leiknum. Á 72.mínútu komst Margrét í fínt færi og lyfti boltanum snyrtilega yfir Mist, markvörð ÍR-inga og skoraði þar með sitt fimmta mark. Margrét var ekki hætt því á 85.mínútu skoraði hún eftir stórskotahríð frá okkur á markið sem þær náðu að verjast á marklínu 3-4 sinnum en boltinn datt til hennar og setti hún hann pent í markið og tíunda og síðasta mark leiksins staðreynd!
Margrét skoraði 6 mörk í leiknum sem eru hreint ótrúlegar tölur, 2 víti, eitt beint úr horni og þrjú úr venjulegum leik! Ótrúlegt! Dóra María var hreint frábær í leiknum og var ein af fáum sem spilaði vel allan leikinn:) Vörnin spilaði virkilega vel í seinni hálfleik en þá náði ÍR ekki að skapa sér neitt opið færi og fór Pála þar fremst í flokki en hún átti virkilega góðan leik sem miðvörður í kvöld. Guðný átti frábæra innnkomu og skoraði nánast strax 2 mörk. Annars stóðu allir sig mjög vel í seinni hálfleik og erfitt að taka ákveðna leikmenn út. Frábær 10-0 sigur, tíu góð mörk og clean sheet, ekki hægt að fara fram á meira!
Liðið: Gugga, Pála, Fríða, Ásta(Linda 67.) Hallbera(Dagný 67.), Kata, Dóra María, Vanja, Rakel (Guðný 58.), Nína og Margrét Lára
Margrét skoraði 6 mörk í leiknum sem eru hreint ótrúlegar tölur, 2 víti, eitt beint úr horni og þrjú úr venjulegum leik! Ótrúlegt! Dóra María var hreint frábær í leiknum og var ein af fáum sem spilaði vel allan leikinn:) Vörnin spilaði virkilega vel í seinni hálfleik en þá náði ÍR ekki að skapa sér neitt opið færi og fór Pála þar fremst í flokki en hún átti virkilega góðan leik sem miðvörður í kvöld. Guðný átti frábæra innnkomu og skoraði nánast strax 2 mörk. Annars stóðu allir sig mjög vel í seinni hálfleik og erfitt að taka ákveðna leikmenn út. Frábær 10-0 sigur, tíu góð mörk og clean sheet, ekki hægt að fara fram á meira!
Liðið: Gugga, Pála, Fríða, Ásta(Linda 67.) Hallbera(Dagný 67.), Kata, Dóra María, Vanja, Rakel (Guðný 58.), Nína og Margrét Lára
Comments:
Skrifa ummæli