<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 04, 2007

Lengjubikars-Meistarar!!!! 

Í kvöld sigruðum við KR í úrslitaleik Lengjubikars kvenna með tveimur mörkum gegn einu. Við byrjuðum leikinn að miklum krafti og fengum strax gott færi á 2.mínútu en skutum framhjá af markteig. Fyrsta mark leiksins kom á 25.mínútu og var það einkar glæsilegt. Sif átti frábæra sendingu beint á kollinn á Margréti Láru sem skoraði með frábærum SKALLA nánast uppí markvinkilinn og staðan orðin 1-0 við mikinn fögnuð viðstaddra. KR ingar komust síðan betur inní leikinn og fengu þónokkur færi sem þær náðu þó ekki að nýta og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Við byrjuðum seinni hálfleikinn að krafti og áttum þónokkur færi en mjög efnilegur markvörður KR inga sá við okkur í nokkur skipti. Annað mark leiksins kom síðan eftir mjög hratt og gott spil. Á 57.mínútu leiksins fengum við góða skyndisókn, Gugga greip boltann og sendi strax á Kötu sem átti frábæra sendingu inn fyrir vörnina á Margréti og þær Margrét og Nína voru báðar komnar í gegn, Margrét renndi boltanum á Nínu sem skoraði síðan og staðan orðin 2-0. Mjög vel útfærð skyndisókn! Eftir þetta opnaðist leikurinn tölvuvert og bæði lið fengu nokkur góð færi en náðu þó ekki að nýta þau, ber þá hæst þegar Sif Atladóttir átti þrumuskot í slánna eftir hornspyrnu. Á 75.mínútu náði KR að minnka muninn í 2-1 þegar Fjóla átti góða sendingu fyrir markið á Ólínu G. Viðarsdóttir sem skoraði með viðstöðulausu skoti í hornið. Nær komst KR ekki þrátt fyrir nokkrar góðar marktilraunir. Við fengum líka tvö góð færi í lok leiksins og skaut Margrét því miður framhjá í einu þeirra þegar hún var komin ein í gegn og í hitt skiptið náði markvörður KR að verja vel. Mikill taugatitringur var inná vellinum síðustu mínúturnar og náðum við illa að halda boltanum og fórum alltof mikið í háloftaspyrnur. Þrátt fyrir það náðum við að halda fengnum hlut og mjög sætur sigur var í höfn. Eftir leikinn fengum við þennan stórmyndarlega bikar og væna ávísun í verðlaun. Það er erfitt að taka ákveðna leikmenn út og má segja að liðsheildin hafi klárlega unnið í kvöld.
Næsti leikur er “meistarar, meistarana” við Breiðablik á Miðvikudagskvöld, meira um það síðar...
Liðið: Gugga, Pála, Ásta, Fríða, Guðný, Sif, Kata (Linda), Vanja (Hallbera), Nína, Rakel (Andrea) og Margrét Lára

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow