þriðjudagur, maí 08, 2007
Landsliðshópurinn valinn fyrir leikinn gegn Englandi!
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt 18 manna hóp er mætir Englandi í vináttulandsleik ytra 17. maí nk. Leikurinn fer fram á heimavelli Southend United, Roots Hall.
Leikurinn er lokaundirbúningur fyrir fyrsta leik liðsins í undankeppni fyrir EM 2009 en leikið verður við Grikki ytra 31. maí.
Við eigum alls 8 leikmenn í þessum hóp: Kata, Margrét Lára, Dóra María, Ásta, Rakel, Guðný, Gugga og Sif - til hamingju allar! Hér er hópurinn í heild sinni: http://ksi.is/media/landslid/akvenna/A_kvenna_England_mai_2007.pdf
ÁFRAM ÍSLAND!
Comments:
Skrifa ummæli