<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 10, 2007

8-1 Rúst í kvöld – Við skoruðum öll mörkin.... 


Við vorum ekki lengi að skora á móti Breiðabliki en strax á 4.mínútu átti Rakel góða fyrirgjöf frá hægri og sendi boltann á Margréti sem var alein í vítateig breiðabliks og skoraði örugglega og staðan orðin 1-0. þrem mínútum síðar komst Margrét aftur í færi og var brotið á henni innan teigs og vítaspyrna dæmd. Margrét skoraði síðan sjálf úr vítinu og staðan því 2-0 eftir um 7.mínútna leik. Við gjörsamlega náðum að spila blikana sundur og saman og þær voru í eltingarleik nánast allan tíman. Þær fengu þó aukaspyrnu á cirka 20.mínútu og Fríða varð fyrir því óláni að skalla boltann í eigið net. Nær komust blikar þó ekki! Margrét Lára var alls ekki hætt því þriðja mark hennar kom eftir frábært skot utan teigs nánast í samskeytin. Við héldum síðan áfram að skora mörk úr öllum regnbogans litum og náðum að setja nokkur sérlega glæsileg mörk. Fjórða markið kom þegar Rakel komst fyrst í gegn og markvörður Blika varði, Sif náði frákastinu og átti frábæra fyrirgjöf á Vönju sem sko hamraði boltann hausnum í hornið – stórglæsilegt mark og staðan orðin 4-1. Fimmta mark okkar kom síðan eftir hreint frábært spil. Margrét var með boltann vinstra megin og spilaði á Guðný sem sendi aftur á Margréti, hún renndi boltanum fyrir markið og þar kom Rakel sem setti boltann í netið! Sjötta mark okkar skoraði Margrét nánast uppá eigin spýtur, fékk boltann vinstra megin og keyrði bara á vörnina og komst alla leið að markinu og renndi boltanum síðan í hornið og staðan orðin 6-1 sem voru ótrúlegar hálfleikstölur leiksins!
Í hálfleik voru skiljanlega ekki gerðar neinar breytingar á liðinu sem var hreint út sagt að spila frábærlega og langt síðan við höfum náð upp eins góðu spili og í kvöld. Þrátt fyrir að staðan væri þarna 6-1 fengum við fullt af færum og við vorum mun nær því að bæta við mörkum en blikarnir að minnka muninn.
Í seinni hálfleik róaðist leikurinn aðeins og náðum við “bara” að skora tvö mörk til viðbótar. Margrét Lára skoraði mark nr. 7 og hennar fimmta mark í leiknum eftir hreint frábært spila upp hægri kantinn Rakel (að mér minnir) renndi boltanum síðan fyrir markið þar sem Margrét var enn og aftur alein í teignum og átti ekki í erfiðleikum með að setja boltann framhjá markverði blika í netið. Síðasti naglinn í kistu breiðabliks var síðan áttunda mark okkar en Kata átti sendingu fyrir markið og boltinn endaði hjá Guðný sem hamraði honum uppí þaknetið. 8-1 RÚST staðreynd.
Þetta var hreint út sagt frábær leikur og mjög langt síðan liðið hefur náð að spila boltanum jafnvel eins og við gerðum í kvöld. Mörkin voru flest hver öðru flottara og er þetta frábært veganesti fyrir fyrsta leik okkar í Íslandsmótinu sem er 21.maí á móti Stjörnunni. Það er ekki hægt að lýta framhjá því að Margrét Lára átti frábæran leik, skoraði alls 5 mörk þrátt fyrir að hafa verið tekin útaf á 60.mínútu! Annars stóðu nánast allir sig mjög vel í leiknum og greinilegt að 1x snertingarspilið er að skila sér núna út í leikina:)
Liðið: Gugga, Ásta, Pála, Fríða, Guðný, Sif (Andrea), Vanja (Hallbera), Kata, Rakel, Nína og Margrét Lára (Linda)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow