<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, maí 26, 2007

6-0 á nýliðum ÍR 

Í gærkvöldi sigruðum við nýliðana í landsbankadeildinni 6-0. Leikurinn var spilaður í sól og smá golu en það var samt frekar kalt í veðri. Við byrjuðum leikinn að krafti og sóttum stíft en náðum þó ekki að skora strax. Fyrsta mark leiksins kom eftir að Ásta Árna átti fína sendingu á Margréti sem var ein á auðum sjó fyrir framan markvörð ÍR-inga og lyfti boltanum skemmtilega yfir hana og staðan var orðin 1-0 okkur í hag. Annað mark leiksins var stórglæsilegt. Við fengum hornsyrnu og ÍR-ingar voru mjög lengi að skipuleggja sig. Margrét tók spyrnuna og sendi stutt á Guðný og fékk hann tilbaka og smellti boltanum uppí samskeytin fjær, virkilega glæsilegt skot og staðan orðin 2-0! Þriðja mark leiksins kom eftir hreint frábært spil. Dóra María vann boltann og sendi hann á Guðný sem átti frábæra sendingu á Vönju sem keyrði upp kantinn og renndi boltanum út á Margréti sem kláraði færið og staðan því orðin 3-0 og Margrét komin með þrennu!!
ÍR átti eitt gott færi í fyrri hálfleik þegar þær áttu mjög gott sláar skot en fleiri færi fengu þær ekki.
Staðan var 3-0 í hálfleik og Beta gerði eina breytingu á liðinu Nína kom inná fyrir Kötu fyrirliða en hún er tæp í læri.
Í seinni hálfleik stimplaði Nína sig inní leikinn þegar hún skoraði eftir góða stungu frá Dóru Maríu. Dóra María var öll í stoðsendingunum en hún átti frábæra sendingu á Rakel sem komst ein inn fyrir hægra megin og skoraði með snöggu skoti á nærstöng og staðan orðin 5-0. Eftir þetta skiptu ÍR-ingar um markvörð en okkur til dálitlar undrunar fór markvörður liðsins í bakvörð og einhvers konar færsla varð á liðinu – þetta ferli tók um 5 mínútur. Það kom ekki að sök því Vanja skoraði sjötta og síðasta mark okkar eftir hræðileg mistök í vörn ÍR-inga eftir að Guðný átti fína fyrirgjöf fyrir markið. 6-0 sigur því staðreynd.
ÍR stúlkur eiga samt hrós skilið en það sást að þær voru virkilega að reyna að spila boltanum og er greinilegt að þær eru með mun betra lið núna en þær telfdu fram í vetur. Þær fengu eitt dauðafæri í lok leiksins þegar þær áttu skalla sem fór naumlega yfir markið.
Fínn leikur að okkar hálfu en samt klúðruðum við alltof mörgum færum í seinni hálfleik þar sem við hreinlega óðum í færum. Margrét stóð sig vel með þrjú mörk en hefði hæglega getað sett þónokkur í viðbót, Dóra María var dugleg á miðjunni að leggja upp mörk og færi fyrir félaga sína. Sif átti fínan leik og var sívinnandi og Fríða var dugleg í “skítavinnunni” og hélt boltanum vel. Pála átti aftur góðan leik í vörninni en hún vann virkilega marga bolta bæði í loftinu og í tæklingum. Allar þrjár skiptingarnar í gær höfðu góð áhrif á leik liðsins en Hallbera, Nína og Anna áttu allar fínar innkomur! Það má því segja að liðsheildin hafi verið allsráðandi í gær enda var sigrinum fagnað með stæl seinna um kvöldið.
Nú kemur smá pása á leikjum þar sem landsliðið er að fara til Grikklands en næsti leikur okkar í deildinni er ekki fyr en 8.júní.
Liðið: Gugga, Ásta (Anna), Pála, Guðný, Sif, Fríða, Kata (Nína 46.), Dóra María, Rakel (Hallbera), Vanja og Margrét Lára.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow