þriðjudagur, maí 22, 2007
5-1 sigur á Stjörnunni í fyrsta leik!
Í kvöld sigruðum við Stjörnuna með fimm mörkum gegn einu. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru mjög breytilegar. Strax í upphitun byrjaði að snjóa og síðan hvessti allsvakalega. Þegar leikurinn byrjaði síðan var hætt að snjóa og komið sólskyn og nánast logn.
Fyrsta mark leiksins kom á 13.mínútu en Sandra markvörður stjörnunnar átti útspark sem við unnum og boltinn fór á Rakel sem átti frábæra sendingu á Margréti Láru sem slapp ein inn fyrir og sólaði Söndru og renndi boltanum í netið. Eftir markið réðum við algjörlega gangi leiksins og sköpuðum okkur fullt af færum sem við náðum þó ekki að nýta og staðan var ennþá 1-0 í hálfleik. Rakeli var skipt útaf á 27.mínútu vegna meiðsla og hennar í stað kom Nína Ósk en hún átti heldur betur eftir að láta til sín taka.
Fyrri hálfleikurinn einkenndis dálítið af því að það vantaði ávallt herslumuninn í að klára sóknirnar almennilega en það var virkilega erfitt að koma boltanum fyrir sig þar sem boltinn var bókstaflega “all over the place” á rennblautum og ósléttum vellinum.
Strax í byrjun seinni hálfleiks á 48.mínútu fengum við heldur betur vatnsgusu í andlitið en dómarinn ákvað á einhvern óskiljanlegan hátt að reyna að jafna leikinn og gefa Stjörnunni vítaspyrnu. Við viljum meina að ekki hafi leikmaður Stjörnunnar einungis verið rangstæður heldur líka bókstaflega ekkert að því hvernig Fríða tæklaði boltann í horn, en vítaspyrna var niðurstaðan. Harpa Þorsteinsdóttir fór á vítapunktinn og skoraði úr spyrnunni og staðan orðin 1-1. Þetta hleypti auknu lífi í leikinn og Stjarnan komst aðeins betur inní leikinn. En það var þó á 58.mínútu sem að Margrét skoraði sitt annað mark eftir að hún fékk sendingu frá vinstri, snéri laglega á varnarmann Stjörnunnar og setti boltann í fjærhornið. Einkar laglegt mark og staðan orðin 2-1. Stuttu síðar opnaði Nína Ósk markareikning sinn í sumar með góðu marki eftir klafs í teig Stjörnunnar. Staðan orðin 3-1 og þá var komið að þætti dómarans í annað sinn. Við áttum hornspyrnu frá hægri og lítið sem ekkert virtist vera í gangi í teignum en dómarinn flautaði í flautu sína og benti á vítapunktinn. Svo virtist vera sem að hann væri að “leiðrétta” vítið sem hann gaf Stjörnunni fyrr í leiknum. Sumar vildu meina að boltinn hafi farið í hendina í leikmanni Stjörnunnar en það var þá allavega ekkert áberandi. Margrét Lára fór á vítapunktinn og skoraði örugglega og staðan því orðin 4-1 og sigurinn orðin ljós. Dóra María kláraði þetta svo fyrir okkur með fallegasta marki leiksins en hún fékk langa sendingu sem hún tók á kassann og smellti honum með vinstri uppí þaknetið og lokatölur leiksins urðu 5-1. Hallbera og Linda fóru inná fyrir Guðný og Sif í seinni hálfleik.
Gríðarlega mikilvægur sigur í höfn og mikill léttir að vera komin með 3 stig eftir fyrstu umferð. Pála átti mjög góðan leik í vörninni og langt síðan maður hefur séð eins margar góðar tæklingar í sama leiknum, sóknarmenn Stjörnunnar réðu ekkert við hana. Margrét, Nína og Dóra María kláruðu þetta síðan fyrir okkur sóknarlega en í heild sinni stóð liðið sig nokkuð vel en fyrsti klukkutími leiksins bar með sér mikinn vorbragðskeim. Við hefðum klárlega getað bætt við mörkum en engu að síður settum við 5 stykki gegn einu marki stjörnunnar sem verður að teljast virkilega góður sigur.
Núna erum við komnar með fyrstu 3 stigin í hús og Íslandsmótið loksins byrjað af alvöru!!
Liðið: Gugga, Ásta, Pála, Fríða, Sif (Linda 85.), Guðný (Hallbera 71.), Kata, Vanja, Dóra María, Rakel (Nína 27.) og Margrét Lára
Fyrsta mark leiksins kom á 13.mínútu en Sandra markvörður stjörnunnar átti útspark sem við unnum og boltinn fór á Rakel sem átti frábæra sendingu á Margréti Láru sem slapp ein inn fyrir og sólaði Söndru og renndi boltanum í netið. Eftir markið réðum við algjörlega gangi leiksins og sköpuðum okkur fullt af færum sem við náðum þó ekki að nýta og staðan var ennþá 1-0 í hálfleik. Rakeli var skipt útaf á 27.mínútu vegna meiðsla og hennar í stað kom Nína Ósk en hún átti heldur betur eftir að láta til sín taka.
Fyrri hálfleikurinn einkenndis dálítið af því að það vantaði ávallt herslumuninn í að klára sóknirnar almennilega en það var virkilega erfitt að koma boltanum fyrir sig þar sem boltinn var bókstaflega “all over the place” á rennblautum og ósléttum vellinum.
Strax í byrjun seinni hálfleiks á 48.mínútu fengum við heldur betur vatnsgusu í andlitið en dómarinn ákvað á einhvern óskiljanlegan hátt að reyna að jafna leikinn og gefa Stjörnunni vítaspyrnu. Við viljum meina að ekki hafi leikmaður Stjörnunnar einungis verið rangstæður heldur líka bókstaflega ekkert að því hvernig Fríða tæklaði boltann í horn, en vítaspyrna var niðurstaðan. Harpa Þorsteinsdóttir fór á vítapunktinn og skoraði úr spyrnunni og staðan orðin 1-1. Þetta hleypti auknu lífi í leikinn og Stjarnan komst aðeins betur inní leikinn. En það var þó á 58.mínútu sem að Margrét skoraði sitt annað mark eftir að hún fékk sendingu frá vinstri, snéri laglega á varnarmann Stjörnunnar og setti boltann í fjærhornið. Einkar laglegt mark og staðan orðin 2-1. Stuttu síðar opnaði Nína Ósk markareikning sinn í sumar með góðu marki eftir klafs í teig Stjörnunnar. Staðan orðin 3-1 og þá var komið að þætti dómarans í annað sinn. Við áttum hornspyrnu frá hægri og lítið sem ekkert virtist vera í gangi í teignum en dómarinn flautaði í flautu sína og benti á vítapunktinn. Svo virtist vera sem að hann væri að “leiðrétta” vítið sem hann gaf Stjörnunni fyrr í leiknum. Sumar vildu meina að boltinn hafi farið í hendina í leikmanni Stjörnunnar en það var þá allavega ekkert áberandi. Margrét Lára fór á vítapunktinn og skoraði örugglega og staðan því orðin 4-1 og sigurinn orðin ljós. Dóra María kláraði þetta svo fyrir okkur með fallegasta marki leiksins en hún fékk langa sendingu sem hún tók á kassann og smellti honum með vinstri uppí þaknetið og lokatölur leiksins urðu 5-1. Hallbera og Linda fóru inná fyrir Guðný og Sif í seinni hálfleik.
Gríðarlega mikilvægur sigur í höfn og mikill léttir að vera komin með 3 stig eftir fyrstu umferð. Pála átti mjög góðan leik í vörninni og langt síðan maður hefur séð eins margar góðar tæklingar í sama leiknum, sóknarmenn Stjörnunnar réðu ekkert við hana. Margrét, Nína og Dóra María kláruðu þetta síðan fyrir okkur sóknarlega en í heild sinni stóð liðið sig nokkuð vel en fyrsti klukkutími leiksins bar með sér mikinn vorbragðskeim. Við hefðum klárlega getað bætt við mörkum en engu að síður settum við 5 stykki gegn einu marki stjörnunnar sem verður að teljast virkilega góður sigur.
Núna erum við komnar með fyrstu 3 stigin í hús og Íslandsmótið loksins byrjað af alvöru!!
Liðið: Gugga, Ásta, Pála, Fríða, Sif (Linda 85.), Guðný (Hallbera 71.), Kata, Vanja, Dóra María, Rakel (Nína 27.) og Margrét Lára
Comments:
Skrifa ummæli