<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, október 22, 2006

Margrét stimplar sig inn í Þýskalandi 


Margrét Lára var í dag að spila sinn fyrsta leik fyrir Duisburg en það var stórleikur á milli Potsdam og Duisburg í Berlín. Duisburg gerði sér lítið fyrir og henti Potsdam út úr keppninni með 3-2 sigri þar sem okkar manneskja Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þriðja mark Duisburg auk þess sem hún lagði upp mark nr. 1.
Margrét gat spilað þenn leik í bikarnum því þar gilda aðrar reglur heldur en í deildarkeppni, en hún fær því miður ekki leikheimild í deildinni fyr en í janúar.
Fregnir herma að Margrét Lára hafi átt stórgóðan leik en hún fékk skiptingu þegar 7 mínútur voru eftir að leiknum þegar hún var orðin dauðþreytt. Annar fyrverandi leikmaður Vals, Viola Oderbrecht átti einnig mjög góðan leik í dag. Duisburg með Marco í broddi fylkingar fagnaði því 3-2 sigri að viðstöddum um 2000 áhorfendum og er komið í 8 liða úrslit í þýska bikarnum.

Til hamingju með fyrsta leikinn og fyrsta markið Margrét!!!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow