þriðjudagur, ágúst 01, 2006
Tap í Kópavoginum..
Í kvöld töpuðum við 1-2 á móti ágætu liði Breiðabliks en við áttum vægast sagt dapran dag en vorum þó sterkari aðillinn í leiknum. Strax á elleftu mínútu fengum við á okkur mark eftir hornspyrnu en þar var á ferðinni Edda Garðarsdóttir eftir að okkur mistókst að koma boltanum í burtu eftir klafs..
Á 27.mínútu skoruðu blikarnir ansi vafasamt mark eftir hornspyrnu en í nánast öllum tilvikum er flautað þegar keyrt er inn í markmann sem er komin með hendur á bolta..
Við áttum fjölmörg færi í fyrri hálfleik sem annað hvort enduðu í höndum eða fótum Þóru í blikamarkinu eða framhjá.
Í seinni hálfleik komum við aðeins sterkari til leiks og á 62.mínútu náðum við að minnka muninn eftir góða sókn, Margrét gaf á Dóru Maríu sem átti frábæra sendingu yfir á Julie Fleeting sem renndi honum í markið.
Það má segja að blikarnir hafi gjörnýtt sín færi í leiknum en við fórum illa með okkar færi og það skilaði blikunum þrjú stig í kvöld.
Nú er komið kærkomin pása fyrir leikmenn að hvíla sig en margir af okkar leikmönnum eru búnir að spila 7 leiki frá 14.júlí og var mikil þreyta sýnileg í kvöld.
liðið: Gugga, Ásta, Pála (Magga), Fríða, Guðný, Hallbera, Rakel, Dóra María, Kata, Julie (Rut) og Margrét
Ég vil þó koma á framfæri þökkum til trommaranna og aðra stuðningsmanna liðsins sem létu svo sannarlega vel í sér heyra en þeir áttu klárlega skilið að sjá betri leik hjá okkur.
Á 27.mínútu skoruðu blikarnir ansi vafasamt mark eftir hornspyrnu en í nánast öllum tilvikum er flautað þegar keyrt er inn í markmann sem er komin með hendur á bolta..
Við áttum fjölmörg færi í fyrri hálfleik sem annað hvort enduðu í höndum eða fótum Þóru í blikamarkinu eða framhjá.
Í seinni hálfleik komum við aðeins sterkari til leiks og á 62.mínútu náðum við að minnka muninn eftir góða sókn, Margrét gaf á Dóru Maríu sem átti frábæra sendingu yfir á Julie Fleeting sem renndi honum í markið.
Það má segja að blikarnir hafi gjörnýtt sín færi í leiknum en við fórum illa með okkar færi og það skilaði blikunum þrjú stig í kvöld.
Nú er komið kærkomin pása fyrir leikmenn að hvíla sig en margir af okkar leikmönnum eru búnir að spila 7 leiki frá 14.júlí og var mikil þreyta sýnileg í kvöld.
liðið: Gugga, Ásta, Pála (Magga), Fríða, Guðný, Hallbera, Rakel, Dóra María, Kata, Julie (Rut) og Margrét
Ég vil þó koma á framfæri þökkum til trommaranna og aðra stuðningsmanna liðsins sem létu svo sannarlega vel í sér heyra en þeir áttu klárlega skilið að sjá betri leik hjá okkur.
Comments:
Skrifa ummæli