sunnudagur, ágúst 27, 2006
Ný vika í nánd og keflavík í næsta leik!
Næsti leikur okkar valsstúlkna verður á móti Keflavík á Keflavíkurvelli miðvikudaginn 30.ágúst klukkan 18.30. Þessi leikur er okkur gríðarlega mikilvægur en með sigri erum við svo gott sem búnar að tryggja okkur Íslandsmeistaratitilinn í ár þar sem breiðablik er þremur stigum á eftir okkur þegar aðeins 2 umferðir eru eftir af mótinu. Þess vegna vil ég hvetja ALLA sem okkur styðja að mæta með okkur til Keflavíkur og styðja okkur til sigurs! ÁFRAM VALUR!
Dóra María verður ekki með í leiknum né í fleiri leikjum í sumar því á morgun heldur hún til Bandaríkjana þar sem hún stundar nám í Rhode Island. Aðrir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn eftir erfiða "landsliðsviku" en tveir landsleikir fóru fram í gær og síðasta laugardag á móti Tékkum og Svíum og töpuðust því miður 4-2 og 4-0.
Aðrir leikir í 13.umferð sem fara einnig fram á miðvikudag eru: KR - Þór/KA, Breiðablik - Fylkir og FH - Stjarnan
Dóra María verður ekki með í leiknum né í fleiri leikjum í sumar því á morgun heldur hún til Bandaríkjana þar sem hún stundar nám í Rhode Island. Aðrir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn eftir erfiða "landsliðsviku" en tveir landsleikir fóru fram í gær og síðasta laugardag á móti Tékkum og Svíum og töpuðust því miður 4-2 og 4-0.
Aðrir leikir í 13.umferð sem fara einnig fram á miðvikudag eru: KR - Þór/KA, Breiðablik - Fylkir og FH - Stjarnan
Comments:
Skrifa ummæli