<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Komnar í bikarúrslit! 


Í gær tókum við á móti Stjörnunni í undanúrslitum Visa-bikars kvenna á Valbjarnarvelli en leikurinn fór fram við afar erfiðar aðstæður en það var rok og rigning mestallan leikinn. Okkar ástkæri heimavöllur er því miður ekki í alltof góðu standi þessa dagana en við létum það ekki á okkur fá enda jafnslæmt fyrir bæði lið. Sara kom inní byrjunarliðið í fyrsta sinn en hún lék sem djúpur miðjumaður.
Leikurinn fór mjög rólega af stað og fá alvöru marktækifæri litu dagsins ljós. Við réðum ferðinni í fyrri hálfleik en við spiluðum á mótti strekkingsvindi og náðum sjaldan að lyfta boltanum yfir vörn Stjörnunnar. Stjarnan reyndi síðan að beita skyndisóknum og fengu þær nokkur færi út úr því.
Í byrjun seinni hálfleiks, strax á 48. mínútu komst Björk Gunnarsdóttir í gegn og kom stjörnunni í 1-0. Eftir það spýttum við í lófana og Katrín Jónsdóttir fyrirliði jafnaði metin eftir fallega sókn á 65.mínútu. Rétt á undan hafði Thelma Ýr átt skot í slá og markið lá í loftinu.. Það var síðan á 80.mínútu leiksins að Rakel Logadóttir skoraði sigurmark okkar eftir langt útspark frá markmanninum en hún kláraði færið sitt á glæsilegan hátt, tók við boltanum og lyfti honum yfir söndru markmann. Rétt fyrir leikslok átti Dóra María frábært skot í markvinkilinn en hún tók hann á lofti og hamraði honum í átt að marki. Þetta hefði án efa verið mark keppninnar ef boltinn hefði legið inni. Við áttum nokkur færi í viðbót áður en leiknum lauk en lokatölur urðu 2-1 okkur í hag og við því komnar í bikarúrslit!!
Ekki góður leikur af okkar hálfu en eins og Margrét sagði svo skemmtilega "það eru góðu liðin sem vinna þrátt fyrir að spila illa"
Stuðarar völdu Guðnýju mann leiksins en hún stóð sig vel í vörninni í gær

Liðið: Gugga, Guðný, Ásta, Pála, Fríða, Dóra María, Sara (Ásta), Thelma (Rut), Kata, Rakel (Hallbera) og Margrét Lára


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow