laugardagur, ágúst 05, 2006
.....Celeb of the week..... - THE FISH!
Guðný Björk Óðinsdóttir fær þann heiður að vera stjarna vikunnar. Þann mikla heiður hlýtur hún fyrir þann merka árangur að hafa spilað með öllum landsliðum íslands á rétt rúmu ári.
Sumarið 2005 spilaði hún alla leiki með U17 og 2 leiki með U19 um haustið.
Í ár hefur stelpan heldur betur slegið í gegn í bláa búningnum, hún var lykilleikmaður í milliriðli EM með U19 og spilaði 3 leiki í apríl með liðinu. Guðný var síðan valin í A-landsliðið á móti Portúgal í sumar og kom inná í þeim leik og var síðan í byrjunarliði U21 í Noregi og spilaði þar alla fjóra leikina.
Þetta er ansi merkilegur árangur hjá Guonu sem er án efa einn allra efnilegasti leikmaður Íslands...
Hver verður Celeb næstu viku??
Comments:
Skrifa ummæli