fimmtudagur, ágúst 31, 2006
4-0 sigur í Keflavík, Íslandsmeistarar??
Í kvöld mættum við til Keflavíkur og tókum þar á móti heimastúlkum í blíðskaparveðri. Leikurinn byrjaði með látum og strax á 2.mínútu keyrði Margrét Lára upp hægri kantinn og lagði boltann út á Thelmu sem átti skot að marki sem var varið á marklínu, boltinn datt út til Guðnýjar sem kláraði færið laglega og kom okkur í 1-0.
Eftir þetta áttum við nokkur góð færi en mark 2 kom síðan á 35.mínútu þegar Rakel Loga átti frábæra sendingu inná Margréti Láru sem slapp ein í gegn, hún skaut í stöng í fyrstu tilraun fékk boltann aftur og fylgdi vel á eftir og skoraði örugglega og staðan orðin 2-0 en þannig var staðan í hálfleik.
Í seinni hálfleik fengum við fljótlega hornspyrnu sem Margrét tók frá vinstri, boltinn fór beint á kollinn á Katrínu sem skallaði hann örugglega í netið og staðan því orðin 3-0 og sigurinn orðin nokkuð vís. Fjórða og síðasta mark leiksins var einkar fallegt en Guðný átti þá góða sendingu yfir á Margréti í teignum sem tók hann á kassann og hamraði honum í þaknetið. Við áttum fjölmörg færi í viðbót og skutum m.a í slá og varið á línu en mörkin urðu þó ekki fleiri og 4-0 öruggur sigur í höfn.
Frábær sigur og nánast aðeins formsatriði að klára Íslandsmeistartitilinn en e-h stórslys þarf að gerast til að við lyftum ekki Íslandsbikarnum núna á sunnudaginn. Ásta Magga var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn og stóð sig mjög vel. Kata fyrirliði átti frábæran leik í kvöld eins og reyndar allir leikmenn liðsins. Vörnin með allt á hreinu en dómarinn var heldur spjaldaglaður í þessum leik og fengum við 3 gul í seinni hálfleik.
Ég vil koma á framfæri þökkum til þeirra sem sáu sér fært að koma með okkur til Keflavíkur en við eigum klárlega bestu stuðningsmenn landsins:)
Liðið: Gugga, Pála, Fríða, Ásta, Hallbera (Andrea), Guðný, ÁstaM (Rut), Kata, Thelma (Sara), Rakel og Margrét
Eftir þetta áttum við nokkur góð færi en mark 2 kom síðan á 35.mínútu þegar Rakel Loga átti frábæra sendingu inná Margréti Láru sem slapp ein í gegn, hún skaut í stöng í fyrstu tilraun fékk boltann aftur og fylgdi vel á eftir og skoraði örugglega og staðan orðin 2-0 en þannig var staðan í hálfleik.
Í seinni hálfleik fengum við fljótlega hornspyrnu sem Margrét tók frá vinstri, boltinn fór beint á kollinn á Katrínu sem skallaði hann örugglega í netið og staðan því orðin 3-0 og sigurinn orðin nokkuð vís. Fjórða og síðasta mark leiksins var einkar fallegt en Guðný átti þá góða sendingu yfir á Margréti í teignum sem tók hann á kassann og hamraði honum í þaknetið. Við áttum fjölmörg færi í viðbót og skutum m.a í slá og varið á línu en mörkin urðu þó ekki fleiri og 4-0 öruggur sigur í höfn.
Frábær sigur og nánast aðeins formsatriði að klára Íslandsmeistartitilinn en e-h stórslys þarf að gerast til að við lyftum ekki Íslandsbikarnum núna á sunnudaginn. Ásta Magga var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn og stóð sig mjög vel. Kata fyrirliði átti frábæran leik í kvöld eins og reyndar allir leikmenn liðsins. Vörnin með allt á hreinu en dómarinn var heldur spjaldaglaður í þessum leik og fengum við 3 gul í seinni hálfleik.
Ég vil koma á framfæri þökkum til þeirra sem sáu sér fært að koma með okkur til Keflavíkur en við eigum klárlega bestu stuðningsmenn landsins:)
Liðið: Gugga, Pála, Fríða, Ásta, Hallbera (Andrea), Guðný, ÁstaM (Rut), Kata, Thelma (Sara), Rakel og Margrét
Comments:
Skrifa ummæli