þriðjudagur, apríl 25, 2006
Vítakeppnin - úrslit 30.apríl
Það var engin smá leikur í gær í Garðabænum. Reyndar alveg hræðilega illa spilaður og ábyggilega ekki áferðafallegasta knattspyrna sem við höfum séð en spennan var ráðandi.....
KR komst yfir 2-0 mjög verðskuldan í fyrri hálfleik og þannig var staðan í hléi. Í hálfleik gerðum við breytingar á liðinu, Magga og Begga kjúklingar komu inn á og voru ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Magga skoraði með hörkuskoti strax í byrjun seinni hálfleiks. Guðrún María sem fór upp í senter undir lok leiks, skoraði jöfnunarmarkið á 93 mínútu rétt áður en flautað var til loka leiksins. Framlengingin var svo markalaus svo grípa þurfti til vítakeppni milli liðanna.
Margrét - Rakel - Kata - Ásta og Hallbera kláruðu sín víti og staðan var 5-5 í vító þá þurfti bráðabana og Thelma litla kjúlli skoraði 6 markið og Ingibjörg varði 6.víti KR inga.
Þar með spilum við til úrslita við Breiðablik sunnudaginn 30.apríl kl. 17.30
Comments:
Skrifa ummæli