<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 06, 2006

4-2 sigur í kvöld (samt tap)?? 


Við spiluðum við breiðablik rétt í þessu og unnum þær nokkuð sannfærandi 4-2 í ágætum leik. Fyrsta markið kom strax á 2.mínútu eftir hornspyrnu þegar Guðrún skallaði í netið.Margrét Lára skoraði annað markið eftir að hafa komist ein í gegn. Hallbera skoraði síðan sitt fyrsta mark fyrir Val og þriðja markið í leiknum eftir skot fyrir utan. Breiðablik náði síðan að minnka muninn í 3-1 með mjög fallegt mark (þótt ég segji sjálf frá...) En þá klikkaði aðeins dekkningin hjá okkur eftir innkast. 3-1 var staðan í hálfleik og fengum við slatta af færum sem við hefðum kannski getað nýtt betur.
Seinni hálfleikurinn var aðeins rólegri og breiðablik náði að minnka muninn í 3-2 en við náðum að svara strax fyrir okkur, Margrét fékk boltann frá Fríðu og fór með hann upp sendi á Dóru Maríu, sem kláraði færið vel, 4-2. Guðný spilaði sinn fyrsta leik í bakverði og stóð sig mjög vel.
Fínn leikur og miklar framfarir frá því í síðasta leik á móti KR. Þar sem það er ekki víst að Kata Jóns hafi verið með leikheimild er líklegt að leikurinn verði dæmdur 3-0 blikum í hag.....
Byrjunarliðið: Gugga, Guðný, Laufey, Fríða, Rut, Hallbera, Dóra María, Kata, Rakel, Guðrún og Margrét.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow