fimmtudagur, janúar 12, 2006
Smá ferðasaga.....

Sælar, ætluðum aðeins að segja frá okkar æðislegu ferð til Gautaborgar, byrjuðum á að villast í lest á leiðinni, tókum smá stopp í Malmö, en við gleymdum víst að skipta um lest....Þetta reddaðist nú samt allt á endanum...Við erum sko á geðveiku hóteli, með okkar eigin svítu, eldhús, stofa og læti, brjálaðar græjur og TV. Fyrsta æfingin var sko í FROSTI, boltarnir eins og stórar golfkúlur, frosnir sko, gátum varla lyft honum upp..hehe, en þetta reddaðist nú. Síðan var rigningin mikla, hefðum alveg eins getað stokkið ofan í sundlaug og beint á æfingu, hefðum verið jafnblautar....Fríða marin og bólgin eftir brjálaðar tæklingar, Gugga tognuð í lærinu eftir spretti í kuldanum...hvorugar þorðu að segja neitt....bara harka af sér! Jitex kom mjög á óv
art og er þetta alveg hörkulið, bara mjög gott og mikið tempó á æfingum.Núna höfum við rekist á margar REA búðir...hehe, en það er útsala alls staðar og við erum búnar að versla alla dagana....komum soldið fátækari hei
m allavega..Erum búnar að hitta íslenska konu hérna sem fór með okkur í aðra verslunarferð og bauð okkur í mat eftir æfingu og hún fræddi okkur um lífið hérna í Gautaborg.
Látum þetta nægja í bili, tvær æfingar eftir og síðan er e-h partý á föstudagskvöld hjá liðinu víst;)
Dóra, Fríða og Gugga
p.s myndir koma síðar...
Comments:
Skrifa ummæli