<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Takk takk 

Ég veit eiginlega ekki hvað ég get sagt við ykkur, mér líður dáltið skringilega!
Ég hef litið á og lít enn á það sem mín stærstu forréttindi sem íþróttamanns að hafa spilað í Valsbúningnum öll þessi ár. Stærstu stundirnar á ferlinum eru svo þær að hafa æft, spilað og unnið titla með ykkur sem berið uppi merki mfl.kvenna í dag og hafið gert frábærlega síðustu árin. Ferillinn er búinn að vera ótrúlega fljótur að líða og ég trúi því varla enn að það sé komið að lokum hans. En eins og ég hef sagt undanfarið þá er ég að hætta alveg ótrúlega sátt og á mínum eigin forsendum........Guðný ég er ekki ófrísk!! Það er mikil birgði farin af mér við það að vera loks búin að taka þessa ákvörðun þótt hún hafi langt frá því verið auðveld.

Ég hef aldrei tekið það sem sjálfsagðan hlut að vera hluti af Valsliðinu, langt í frá. Af hverju ég er að hætta núna er einfaldlega vegna þess að ég tel mig ekki lengur geta gefið allt sem ég get í æfingar og leiki, hvorki tíma né þrek. Ég er eiginlega í hreinskilni sagt búin með minn skammt af fótbolta, er orðin bæði andlega og líkamlega þreytt og hef auk þess svo sl. 7-8 árin strögglað í ömurlegum hnémeiðslum og það er ömurleg tilfinning get ég sagt ykkur að geta ekki verið með 110% á hverri einustu æfingu.

Ég vil bara þakka ykkur vitleysingjunum.........þið eru náttla upp til hópa allar hálf klikkaðar........fyrir frábærar stundir innan vallar sem utan. Síðustu árin með ykkur sem samherja mína hafa verið út í eitt verið frábær og algjör forréttindi! Líklega er ég að hætta á kolvitlausum tíma því ég veit að þið eigið eftir að vinna frábæra sigra á næsta árinu sem og á næstu árum, en þetta er orðið gott í bili fyrir mig.
Gangi ykkur ótrúlega vel á komandi keppnisári. Þið eruð að sjálfögðu ekki lausar við mig, verð auðvitað í stúkunni (í klappstýrubúningnum hennar Dóru.....þ.e. ef hún tekur hann ekki með til Sverige) á öllum leikjum og klikka ekki á partýunum........úffff, er komin í ansi hreint ágætis þjálfun á þeim vettvangi síðustu vikurnar....hahaha!!

Takk fyrir mig og takk fyrir góðar kveðjur síðustu daga! Dýrka ykkur allar út í eitt!!

Kv, Íris

Áfram Valur og ekki gleyma.........FUCKING ENJOY IT!!!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow