mánudagur, nóvember 28, 2005
Captain Íris HÆTT (staðfest)
Eins og við vitum flest allar þá hefur captain Íris ákveðið að hætta að leika knattspyrnu. Það agalegt að missa fyrirliða liðsins og verður erfitt að fylla skarð aldursforsetans. Orðið á götunni segir að mrs. Andrésdóttir sé farin að sprikla í körfubolta og framundan sé leikur við Laugdæli sem er liðið hennar Black pearl... Perlan stefnir að því að spila leikinn áður en hún hættir en hún hyggst gera það vegna himinhárra æfingagjalda :) hehehehe
En Íris við munum að sjálfsögðu sakna þín úr hópnum en reiknum nú fastlega með því að þú látir sjá þig eitthvað á æfingum og að sjálfsögðu í stuðningsstúkunni næsta sumar :) Við virðum þína ákvörðun of course...
Íris hefur sem fyrirliði hampað öllum þeim titlum fyrir liði sem hægt er og ferillinn því sérstaklega glæsilegur. Að auki var hún valin íþróttamaður Vals árið 2003 sem er líklega einn merkasta viðurkenning sem leikmaður í rauða búningnum getur hugsað sér.
Takk fyrir allt Íris
Comments:
Skrifa ummæli