<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, september 15, 2004

Keppnistímabil á enda - tap í bikarúrslitum fyrir ÍBV 

Sælt veri fólkið
Ég tek það á mig að ekki hafi verið skrifað um bikarúrslitaleikinn hér á síðunni. Að leik loknum var öll orka búin og hugurinn því farinn í langþráð frí. Ef við hefðum sigrað hefði maður samt að sjálfsögðu gefið sér smá tíma í að skrifa fögur orð um leikinn (hehehe).
En leikurinn tapaðist eins og allir vita 2-0 þar sem ÍBV liðið átti skínandi leik og uppskar sinn fyrsta alvöru titil frá upphafi í kvennknattspyrnu. Við spiluðum leikinn því miður ekki af fullri getu og án þess að vera með neinar afsakanir þá var hungrið hjá okkur einfaldlega ekki jafn mikið og hjá Eyjastelpum og frammistaða okkar því í samræmi við það. Þrátt fyrir það var leikurinn ágætis skemmtun, oft á tíðum ágætis spil á báða vegu og ÍBV sá um skemmtunina framan við markið þar sem þær sköpuðu sér nokkur fín færi og sáu til þess að Gugga fékk að njóta sín í bláa búningnum á marklínunni, það dugði þó ekki alveg því þeim tókst að setja tvö mörk og eins og áður sagði og vinna mjög sanngjarnan sigur. Ég vil óska ykkur eyjamönnum sem leggið leið ykkar inná þessa síðu innilega til hamingju með titilinn hann var ykkur sannarlega kærkomin og þið áttuð hann virkilega skilið.

Þrátt fyrir silfur í Visa bikarnum, unnum við verðuskuldað Íslandsmeistaratitilinn ásamt mörgum öðrum markmiðum sem við settum okkur og erum við öll sem komum að liðinu verulega stolt og ánægð með leiktímabilið. Þakklæti sendi ég öllum þeim stuðningmönnum og velunnurum liðsins sem tekið hafa þátt í tímabilinu á einn eða annan hátt :)

Með kveðju
Elísabet Gunnarz

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?


Go to ImageShack® to Create your own Slideshow